Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 4

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 4
Skýrsla stjórnar Á aðalfundi S.D.Í. þann 5. des. 1976 voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn: Jórunn Sörensen, formaður. Gunnar Steinsson, varaformaður. Ólafur Jónsson, ritari. Hilmar Norðfjörð, gjaldkeri. Meðstj órnendur: Gauti Hannesson, Kristleifur Einarsson, Paula Sörensen. Varamenn: Skúli Ólafsson, Álfheiður Guðmundsdóttir, Sverrir Þórðarson Sólveig Theodórsdóttir. Endurskoðendur: Þórður Þórðarson, Magnús Þorleifsson. Dagur dýranna. Dagur dýranna var haldinn 18. sept. s.l. Dagskráin var með hefð- bundnum hætti, ef hægt er að nota það orð, þegar Dagur dýranna hefur aðeins verið haldinn fimm sinnum. En þetta er í fjórða sinn sem þetta form er á honum, þ. e. merkjasala víðs vegar um landið, ávarp í blöð- um og öðrum fjölmiðlum. Dýranna var einnig minnst í kirkjum lands- ins, en biskupi hafði verið ritað vegna þess. Útvarpið hafði eins og fyrr, dag- skrá og sáu Jórunn Sörensen og Borgþór Kjærnested fréttaritari um hana. Merkjasalan var eins og áður sagði víðs vegar um landið. Á fleiri stöðum en nokkru sinni áður. 1 4 S.D.Í. um árið 1977 Reykjavík aðstoðuðu félagar úr Dýraverndunarfélagi Reykjavíkur og Hundavinafélagi íslands stjórn S.D.Í. við dreifingu merkjanna. í Hafnarfirði sá Dýraverndunarfélag Hafnfirðinga um merkin og á Ak- ureyri var það Dýraverndunarfélag Akureyrar. Á öðrum stöðum voru það ýmsir einstaklingar er tóku þetta að sér. Stjórn S.D.Í. þakkar öllu þessu fólki af heilum hug. Útvarpsdagskráin var tvískipt. í fyrri hlutanum var minnst villtu dýranna í landinu og þess réttar sem þau hafa til landsins en er svo oft fótum troðinn. En í seinni hluta dagskrárinnar ræddi Jórunn Sören- sen við stjórnarformann Dýraspít- ala Watsons um spítalann og hvers vegna hann væri þá ekki enn tek- inn til starfa. Verður nánar rætt undir kaflanum um dýraspítalann. Dagblöðum og öðrum fjölmiðl- um var sent ávarp í tilefni dagsins og var það helgað villtum dýrum á íslandi. Einnig var bent á nauðsyn þess að henda ekki fiskúrgangi, þannig að fugl komist í hann, og byrgja sorphauga í sama augna- miði. En fuglum sem lifa á slíkum úrgangi hefur fjölgað gífurlega á undanförnum árum. Fulltrúajundur landverndar. Að þessu sinni var fulltrúafundur Landverndar haldinn í Munaðar- nesi í Borgarfirði. Sólveig Theo- dórsdóttir sat fundinn að þessu sinni af hálfu S.D.Í. Hefurhún skýrt stjórn S.D.Í. frá för sinni og kvað erindi og umræður fundanna hafa verið bæði gagnlegar og ánægju- legar. Það er dálítið skemmtileg til- viljun að verkefni þessa fulltrúa- fundar Landverndar var einmitt nýting og frágangur fisk- og slátur- úrgangs og sorps, m. a. með það markmið fyrir augum að draga úr fjölgun þeirra fugla, sem nú tíðk- ast að kalla „vargfugla". Dýraverndarinn Af Dýraverndaranum hafa kom- ið út sex tbl. á árinu - tvö og tvö saman. Sama ritnefnd starfar nú eins og nokkur undanfarin ár, það eru Gauti Hannesson og Jórunn Sörensen. Auglýsingar eru í hönd- uh Hilmars Norðfjörðs og Jón ís- leifsson sér um afgreiðsluna. Stjórn S.D.Í. sér sérstaka ástæðu til að þakka Jóni ísleifssyni hans störf, en hann hefur séð um afgreiðslu blaðsins undanfarin ár með slíkum ágætum að betur verður ekki gert. S.l. vor var aðildarfélögum S.D.Í. ritað og þeim boðið að senda efni til birtingar í blaðinu. Var þetta gert til að auka fjölbreytni efnis og einnig til að aðildarfélögin gætu komið skoðunum sínum og ábend- ingum á framfæri við félagsmenn sína. Tvö félög hafa sent nokkuð efni en ekkert hefur borist frá hin- um. Vonandi taka þau einnig við sér og senda efni í blaðið. Þannig verður það meiri eign okkar allra. Áskrifendum hefur fjölgað mik- ið á árinu og er það nær eingöngu DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.