Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 7

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 7
A ðalfundur Dýraverndunarfélags Akureyrar. Formanni S.D.Í. var boðið á síð- asta aðalfund D.A. sem haldinn var í febrúar 1977. Var þetta einstak- lega ánægjuleg helgi sem formaður S.D.Í. átti þar í hópi norðlenskra dýravina og einnig á heimili for- manns. D.A., Maríusar Helgasonar. Á þessum fundi var samþykkt að styrkja Dýraverndarann með 50 þús. króna gjöf. Þessi höfðinglega gjöf af svo nýstofnuðu félagi til okkar fátæka málgagns er ómetan- leg og verður ekki fullþökkuð. En stjórn S.D.Í. metur þann einstaka hlýhug og velvild sem liggur að baki þessari gjöf. Kattabœklingurinn Sala kattabæklingsins sem gefin var út fyrir jólin 1976 hefur gengið nokkuð vel. Bæklingurinn var send- ur til bókaverslana víðs vegar um land. Stjórnarmenn S.D.Í. hittust eina kvöldstund og pökkuðu ritinu. Útivistarráðstefna Landverndar. Landvernd hélt ráðstefnu um úti- líf, í Reykjavík 30. apríl 1977. Af hálfu S.D.Í. sat Ólafur Jónsson ráð- stefnuna. Dýraspítalinn í upphafi ársins 1977 var haldið áfram að vinna að stofnun sjálfs- eignarfélagsins Dýraspítali Wat- sons. Fundir voru haldnir í undir- búningsnefnd og unnið að gerð skipulagsskrárinnar og framkomn- um breytingartillögum á henni, en hún hafði áður verið send eigend- um spítalans til kynningar. Þessi tími var einnig notaður til að búa húsið betur undir væntanlega starf- semi. Undirbúningsnefndin fól Sigfríði DÝRAVERNDARINN Þórisdóttur að hafa framkvæmda- stjórn á því verki. Eins og fram hefur komið í fyrri ársskýrslum, hefur S.D.Í. safnað fé til spítalans. Þetta fé var nú allt notað, en þar sem það var ekki nóg, safnaði Sigfríð stórum upphæð- um til þessa og sýndi þar eins og í öðrum störfum sínum einstakan dugnað og ósérhlífni. Það voru smíðuð sex hundabúr, skápar fyrir lyf og umbúðir. Keypt voru áhaldaborð og þ. u. 1. - Flís- ar voru settar á veggi í hundaher- bergi í sjálfboðavinnu af stjórnar- mönnum í S.D.Í. Plastefni var lagt á gólf í hunda- og kattaherbergj- um Ýmsir aðilar gáfu stóla í bið- stofu, gluggatjöld, spegil, hand- klæðaslár o. s. frv. Loks kom að því að undirbún- ingsvinnu var lokið og var gengið til undirritunar skipulagsskrárinn- ar. Var það gert á fundi er haldinn var í dýraspítalanum. Jakob Jónas- son, formaður Hundavinafélags ís- lands, undirritaði með þeim fyrir- vara að húsið yrði samþykkt sem spítali af yfirdýralækni. Strax eftir þennan fund var haft samband við settan yfirdýralækni, Guðbrand Hlíðar, í fjarveru Páls A. Pálssonar. Hann brást skjótt við og skoðaði húsið gaumgæfilega. í bréfi sínu um spítalann lýsir hann ánægju sinni með húsið og segir m. a.: „Ég tel að þarna sé kominn hin æskileg- asta aðstaða til rannsókna og hvers konar aðgerða og geymslu heimilis- dýra. Er með þessu sjúkrahúsi ráðin bót á tilfinnanlegum skorti á að- stöðu til aðgerða og vörslu sjúkra heimilisdýra sem lengi hefur verið brýnn skortur á hér í borg." Eftir að þetta bréf hafði borist var skipulagsskrá Dýraspítala Wat- sons send dómsmálaráðuneytinu til staðfestingar og þar fékk hún skjóta og góða afgreiðslu. Stofnfundur sjálfseignarfélagsins „Dýraspítali Watsons" var síðan boðaður þann 20. maí 1977. Það var jafnframt fyrsti aðalfundur fé- lagsins. Á stjórnarfundi S.D.f. voru Gunnar Steinsson og Sverrir Þórð- arson valdir sem fulltrúar S.D.Í. í sjálfseignarfélaginu Dýraspítali Watsons. Um þessi áramót safnaði Paula Sörensen, stjórnarmaður S.D.Í., ein krónum 45.000 fyrir dýraspítal- ann. Gjöfin var ætluð til kaupa á tæki til notkunar við súrefnistæki spítalans. Paula safnaði miklu meiru en fyrir andvirði tækisins og hefur 7

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.