Dýraverndarinn - 01.02.1978, Side 8
stjórn dýraspítalans nú verið af-
hent tækið og peningarnir.
Hundahreinsun.
Haft var samband við stjórn
S.D.f. vegna hundahreinsunar í
einu af nágrannabyggðarlögum
Reykjavíkur. Þrátt fyrir háan
hundaskatt er ekki meiri tækni við
hundahreinsun þar en það að enn
er hreinsað með gamla laginu -
niðurgangslyfi og lýsólbaði. Núver-
andi stjórn S.D.Í. hefur um árabil
barist gegn þessari aðferð og er
grein þess efnis meðal þeirra til-
lagna er lagðar hafa verið fyrir full-
trúa S.D.Í. í dýraverndunarnefnd
ríkisins, Sigríði Ásgeirsdóttur hér-
aðsdómslögmann. Hún fór á stað-
inn ásamt Sigfríði Þórisdóttur dýra-
hjúkrunarkonu og ljósmyndara.
Vonandi fara nú augu almenn-
ings og ráðamanna að opnast fyrir
því hve hér er um villimannslegar
aðferðir að ræða og taka upp nýrri
og betri aðferðir sem löngu eru
komnar til sögunnar og nú þegar
notaðar á nokkrum stöðum.
Hundar og kettir á flcekingi.
Þessi dýr halda áfram að lenda á
flækingi, eins og reyndar flest önn-
8
ur dýr mannanna. Fundnir og tap-
aðir hundar eru yfirleitt mál sem
leyst eru í samvinnu við Guðmund
Hannesson og konu hans íris hjá
Hundavinafélaginu og dýrahjúkr-
unarkonuna Sigfríð. Sigfríð hefur
verið óþreytandi að útvega þeim
hundum sem eigandi finnst ekki að
ný og góð heimili. Öll aðstaða til
vörslu flækingshunda hefur batnað
stórlega eftir að hjálparstöðin var
opnuð í dýraspítalanum. Og nú
þegar hefur eitt bæjarfélag nána
samvinnu við stöðina, er það
Garðakaupstaður. En það skal tekið
fram, að það er alltof algengt að
hundar finnist ómerktir á flækingi
og einnig að þrátt fyrir ýtarlegar
auglýsingar og eftirgrennslan hefst
EKKI upp á eiganda þeirra. Það er
skömm að þessu og ber að vinna
gegn þessu athæfi eftir mætti. í
tveim tilfellum var leitað til sam-
bandsins af eigendum hunda er
höfðu misst hundinn sinn í hendur
lögreglunni. í annað skiptið heppn-
aðist að fá hundinn afhentan lif-
andi og var það í Kópavogi. í hitt
skiptið var búið að drepa hundinn
er talað var við sambandið og var
það í Reykjavík.
Einnig var kært yfir því að hund-
ar væru drepnir á mjög óviður-
kvæmilegan hátt í Hveragerði.
Var margtalað við lögregluna á Sel-
fossi um þessi mál og henni bent á
lög um hundahald. Það virðist oft
fara saman algjört kæruleysi al-
mennings fyrir að gæta dýra sinna
og hrottaskapur löggæslunnar og
erfitt að brúa það bil.
Á svipaðan hátt er þetta með
kettina. Þeir leggjast mikið í flakk
vegna þess að eigendur þeirra at-
huga ekki að láta gera dýrin ófrjó.
Aukinn skilningur er þó einnig á
þessu og fer vonandi vaxandi.
Formaður sambandsins og dýra-
hjúkrunarkonan hafa í nokkrum til-
fellum farið og handsamað algjöra
villiketti - urðarketti.
Hundar í svelti
Fyrir ári síðan fékk stjórn S.D.Í.
fregnir af því að 3 hundar væru
lokaðir inni í gluggalausu herbergi
í aflagðri verslun við Vesturgötu í
Reykjavík. Hundarnir höfðu að
sögn verið þarna um árabil. Þeir
voru þarna í nær algjöru hirðu-
leysi - sjaldan eða ekki viðraðir og
nánast aldrei í samneyti við menn.
Sóðaskapurinn var gífurlegur á
staðnum.
Margoft var haft samband við
eiganda hundanna og reynt að
benda honum á hve illa hann færi
með hundana sína. En það var al-
gjörlega talað fyrir daufum eyrum
og hann svaraði skætingi einum.
Þá var haft samband við lögreglu,
en er hún kom á staðinn höfðu
hundarnir verið fjarlægðir.
í sumar fréttum við svo aftur af
þessum hundum, þá voru þeir
komnir í sumarbústað upp við Lög-
berg og hafði lögreglan í Hafnar-
firði afskipti af þeim vegna lambs
sem sagt var að þeir hefðu drepið.
DÝRAVERNDARINN