Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 9
Var einn af þessum hundum aflíf-
aður.
En nú um miðjan febrúar höfðu
skátastúlkur er höfðu verið í göngu-
för samband við stjórn S.D.Í. Þær
höfðu komið að umræddum sumar-
bústað og séð þar fjóra hunda inni.
Lýstu þær ástandi hundanna og var
mjög brugðið.
Formaður S.D.Í. og dýrahjúkr-
unarkonan fóru á staðinn og sóttu
hundana. Var farið með þá í hendur
dýralæknis á Keldum og þangað
komu lögreglumenn úr Hafnarfirði.
í krufningsskýrslu dýralæknis
segir m. a.:
„... Skoðun á hundunum leiddi
til þeirrar niðurstöðu, að hundun-
um bæri að lóga. Utlit þeirra bar
glögg merki langvarandi vanhirðu.
Allir voru hundarnir strengdir upp
í hrygg af langvinnu matarleysi og
uppþornaðir af skorti á drykkjar-
vatni. Tveir þeirra voru svo mátt-
farnir af næringarleysi að þeir gátu
vart staðið. Þar sem ég taldi ó-
verjandi að láta dýrin lifa eins og
þau voru á sig komin og mjög vafa-
samt að þeim mætti koma til fullrar
heilsu og holda, var þeim lógað með
svæfingu og þeir síðan krufðir.'
Eigandi hundanna hefur verið
kærður.
Kindur.
Ætíð er nokkuð um að kvartað
sé yfir meðferð á kindum. Að þær
gangi órúnar þó komið sé langt
fram á sumar, að illa sé fóðrað, að
þær séu á útigangi o. s. frv.
Eitt mjög alvarlegt mál kom upp
í sambandi við vanfóðrun og van-
hirðingu og var það leyst í sam-
ráði við viðkomandi trúnaðarmann.
Einnig er á hverju hausti kvart-
að yfir því að fé sé haft of lengi í
réttum án fóðurs og vatns áður en
það sé flutt í sláturhús. Þarna virð-
ist vera eitthvert skipulagsleysi á
ferðinni hjá réttarstjórum.
Dúfur
Mikið er kvartað yfir meðferð
ýmissa barna og unglinga á dúfum.
Eru það í nokkrum tilvikum um
hreinar misþyrmingar að ræða.
Stjórnarmenn í S.D.Í. hafa farið
margoft á staðinn í slíkum tilvik-
um ásamt dýrahjúkrunarkonunni
og Valdemar Sörensen.
Kindur í Hérdísarvík.
í síðustu ársskýrslu er greint frá
aðgerðum S.D.Í. til að koma í veg
fyrir sauðfjárhald tveggja manna
í Herdísarvík. Þar hefur um margra
ára skeið verið fé á útigangi og
eins og héraðsdýralæknirinn orðar
það í umsögn sinni um féð, - en
að beiðni stjórnar S.D.Í. var farið
og litið á féð og aðstæður. - „Allt
eftirlit með þessu fé er í lágmarki
og miðast nánast við að lemba það
og hirða úr því lömbin."
Núna, s.l. haust, hafði forðagæsla
Búnaðarfélagsins og Ólafur Dýr-
mundsson hjá beitarþolsrannsókn-
um samband við stjórn S.D.Í. vegna
þessa máls.
Eigandi jarðarinnar Herdísarvík
er Háskóli íslands, og stjórn sam-
bandsins fékk bréf frá Háskóla-
rektor þar sem hann staðfestir að
yfirvöld Háskóla íslands hafi eigi
heimilað neinum afnot af landi
Herdísarvíkur, og að þau afnot
sem hér um ræðir séu án vitundar
háskólayfirvalda og algjörlega
heimildalaus.
En allar þessar aðgerðir leiddu til
þess að eigendur kindanna fluttu
þær burt.
Scvdýrasafnið.
Eins og fram kom í skýrslu s.l.
árs hefur stjórn S.D.Í. unnið ötul-
lega að því að aðbúð dýranna í Sæ-
dýrasafninu verði viðunandi, en
safninu lokað að öðrum kosti. Ar-
angur alls þessa er enginn, því enn
starfar safnið. Kæruleysi yfirvalda
gagnvart þessari stofnun er víta-
vert, t. d. hefur menntamálaráð-
herra ekki svarað einu einasta bréfi
er honum hefur verið ritað af
stjórn S.D.Í. varðandi Sædýrasafn-
ið. Og enn hefur safnið fengið
starfsleyfi sitt framlengt og nú
fram í júlí 1978.
Stjórn S.D.I. fékk þær upplýsing-
ar að bæjarfógetinn í Hafnarfirði
hefði sent umsókn Sædýrasafnsins
til menntamálaráðuneytisins, sem
svo aftur hefði vísað henni til
dýraverndunarnefndar. Því miður
var fulltrúi S.D.Í. í þeirri nefnd,
Sigríður Ásgeirsdóttir héragsdóms-
lögmaður, ekki á landinu er þetta
var tekið til meðferðar af dýra-
verndunarnefndinni.
S.l. sumar var formanni S.D.Í.,
Jórunni Sörensen, stefnt af Sædýra-
safninu, fyrir, eins og segir í stefn-
unni, „að hafa skaðað safnið stór-
lega". Lögfræðingur S.D.Í., Sigríður
Ásgeirsdóttir héragsdómslögmaður,
flytur málið fyrir Jórunni Sörensen.
Lokaorð.
Það sem hér er á undan upptalið
eru þau mál sem helst voru á dag-
skrá hjá S.D.Í. á liðnu starfsári. Allt
smávegis eins og upplýsingastarf-
semi í gegnum síma er hér ekki
meðtalið. Þó er það ekki minnst
mikilvægt.
Að lokum þakka ég meðstjórnar-
mönnum mínum innilega fyrir
mjög gott samstarf og einstaklega
góða mætingu á stjórnarfundum og
á það jafnt við um aðalstjórn og
varastjórn, en allir eru ævinlega
boðaðir á fundi.
DÝRAVERNDARINN
9