Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 10
Skóli fyrir dýr og menn
„The Campus" heitir staðurinn
eins og háskólasvæðin eru almennt
kölluð í Bandaríkjunum. En þessi
Campus, sem er nálægt borginni
San Rafael, 36 km fyrir norðan
San Franzisco er að mörgu leyti
einstakur. Hann er nefnilega há-
skóli fyrir hunda, nánar tiltekið fyr-
ir „blindrahunda". í þennan skóla
er ekki hægt að láta skrá sig heldur
þarf viðkomandi að vera fæddur
þar.
í og kringum San Rafael hafa
margar fjölskyldur fallega hrein-
ræktaða hunda, allt þýskir Scháfer,
Golden- eða Labrador Retriver, en
eigandi hundanna er Campus, m. ö.
o. „Guide Dogs for the Blind Inc."
Þessi félagsskapur á 4,5 hektara
landsvæði sem Campus stendur á.
Þetta er eini hundaskólinn í heimi,
sem ræktar hundana sjálfur. Ýmsar
ástæður eru fyrir því að eingöngu
þessar 3 tegundir hunda eru notað-
ar. Þeir eru af réttri stærð, eru hæfi-
lega fjörugir, vinnusamir og ónæm-
ir fyrir veðrabreytingum.
A réttum tíma koma hundarnir
til Campus til að para sig. Seinna
kemur tíkin aftur til að eiga hvolp-
ana. Sex vikum síðar hverfa tík-
urnar frá Campus en hvolparnir
verða eftir. Nú fá þeir tvær vikur
til að venjast því að vera einir,
móðurlausir og sjálfstæðir. Eftir
það hefst fimm vikna inntökupróf.
Þá eru þeir mældir og vigtaðir.
Viðbrögð við hávaða prófuð, næm-
leiki í fótum, gáfnafar og vinnu-
fýsi athuguð. Allt er þetta skráð, og
að loknum þessum prófum fellur
ca. einn þriðji hluti.
Þegar gengið er framhjá búrun-
um í Campus — sem auðvitað eru
mjög hreinleg - er hegðun hvolp-
anna sérstök. Hér er enginn hávaði,
dýrin koma ekki vælandi á móti
fólki. Þessir ungu hundar taka lítið
eftir heimsóknum. Þeir eru ekki
búnir að bindast manninum á þessu
æviskeiði. Enn eru þetta „búr-dýr".
Það á eftir að breyta þeim í heim-
ilisdýr til þess að þeir geti orðið
góðir blindrahundar. En það gerir
félagsskapur sem nefnist „4-H". -
4-H er unglingasamband sem var
stofnað árið 1900 til þróunar per-
sónuleika og samstöðu meðal borg-
aranna. Hin 4-H eru: Head, Hearth,
Hands and Health, eða Höfuð,
Hjarta, Hendur og Heilbrigði. í
4-H eru 7 milljónir meðlima á aldr-
inum 9-19 ára og ca. 550.000 ófé-
lagsbundnir fullorðnir leiðtogar.
Þeir starfa svipað og skátar, nema
án búninga og heiðursmerkja.
4-H hefur margt á stefnuskrá
sinni, svo sem kanínurækt, raf-
magnsfræði og fleira sem stuðla á
að sjálfstæðu ábyrgðarfullu og verk-
legu starfi þessara hópa sem aðal-
lega eru úr sveitunum. Og þeir
hafa einnig hundarækt á stefnuskrá
sinni.
4-H-fólkið tekur að sér hvolpana
frá San Rafael um tíma, en ekki
sem lifandi leikföng. Um leið og
þeir taka að sér hvolpana taka þeir
fulla ábyrgð á velferð þeirra, fæði,
uppeldi og hugsanlegum læknis-
kostnað. Áður hefur umsjónarmað-
ur Campus komið í heimsókn til
unga fólksins og athugað heimili
þess. Vikulega koma hundur og
herra í heimsókn til Campus og
taka þátt í hlíðnisæfingum undir
stjórn eins af 4-H stjórnanda sem
þannig fylgist stöðugt með fram-
förum hjá hundunum. Aðalatriðið
er að hundurinn verði sáttur við
sambúðina við manninn, umhverf-
ið, hávaða, bílaakstur, umferð o. s.
frv. í stuttu máli, hvolpurinn verð-
ur að heimilisdýri.
Kennsla fyrir hund og herra
Þá kemur að sársaukafyllsta þætti
þessarar hundaævi fyrir bæði hund-
inn og manninn. Það er skilnaður-
inn. Eftir 12-14 mánuði þarf hund-
urinn að fara aftur í búrið til San
Rafael í hina eiginlegu kennslu.
Flest fólkið tekur aftur hvolp til
uppeldis og margt er gert til að
milda hundinum einveruna. Hann
fær samband við aðra hunda þrisvar
á dag í almenningi, á hverju kvöldi
er tónist úr hátölurum eins og í
heimahúsum og að síðustu er dag-
leg „skólun" undir handleiðslu
kennara.
Hvernig lítur nú kennsluskrá
hundsins í San Rafael út? Hann
byrjar á því að læra það sama og
allir hundar þurfa að læra, að
„sitja", „standa", „sækja", „ganga
rétt í ól" o. s .frv. Eftir 5-6 tíma í
þessum fögum á túnum og götum í
Campus er farið í næsta kennslu-
stig. Það fer fram í rólegum íbúð-
10
DÝRAVERNDARINN