Dýraverndarinn - 01.02.1978, Side 12

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Side 12
Dauðagildrur Ég eignaðist fyrir tilviljun 4■ tölublað Dýraverndarans 1958. Þar í er að mínum dómi merkileg grein eftir mikinn og framkvœtnda- saman dýravin. Ég sendi ykkm nú nefnda grein og vonast til að pláss verði fyrir hana í Dýraverndaranum á ncestunni. Asgeir Guðmundsson. Ég hef farið, að líkindum, í fleiri göngur en nokkur annar núlifandi Borgfirðingur og hef verið gangna- foringi mikið af þeim tíma, sem ég var til þess fær vegna aldurs og þroska, og hef því haft af þessu mjög náin kynni á iangri ævi og mikið um þessi mál hugsað. Og ég hef gjört meira en aðeins að hugsa, en of lítið þó. Vorið 1928 hafði ég það í gegn að fá flokk manna úr Hálsasveit og Reykholtsdal mér til fylgdar til að gjöra leiðangur í Hallmundarhraun með útbúnað til að gjöra hættuleg- ar hraungjótur þar meinlausar með því að brjóta skörð í barma þeirra og hlaða upp úr þeim, svo að duga skyldi um aldur og ævi fyrir sauð- kindur til að bjarga sér upp úr, þótt þær í fáti hlypu þar ofan í til að forða sér undan mývargi, tófum eða hundum. En sá ófögnuður er það, sem aðallega verður til að hrekja fé ofan í hraunholurnar. í fjórða lagi geta þær líka álpast ofan í hinar grynnri gjótur, eftir að gróður fer að myndast í botni þeirra. Myndast hann aðallega af hræjum kinda, sem hafa orðið til í slíkum holum. Það er aðeins viss tegund af hraunholum, sem iaga þarf, og tæki þau, sem hafa þarf til að ganga svo frá þeim að vel dugi, eru mjög fá og einföld. Um þessa einu tilraun, sem ég gat um, og sem er líklega hin fyrsta af því tagi, sem gerð hefur verið, er annars það að segja, að við skiptum okkur niður í leit um hraunið í skipulegri röð, en vorum of fáir til að raða svo þétt sem þurft hefði. Þrátt fyrir það fundum við 66 - sextíu og sex - holur með kindabeinum. í mörgum þeirra voru óteljandi beinagrindur, því að víða var kom- inn túngróður upp af eldri tíma hræjum og marraði í beinaskrapinu undir, er stigiö var á, en horngarðar á stangli gægðust upp úr. í dýpri holunum var yfirleitt ekki gróður, því að fé fer sjaldnar ofan í þær. í slíkum holum mátti þó greina fjór- ar til tíu hauskúpur í hverri. Allar þessar framangreindar 66 holur eru nú meðal þeirra, sem aldrei framar þurfa að verða skepn- um að voða. Með þessari einu ferð, sem farin var um hávor í blíðskap- ar veðri og varð því um leið ævin- týraleg skemmtiferð, var þannig stórt svæði af Hallmundarhrauni gjört - að mestu - hættulaust öllum kindum eftirleiðis. Ég veit til þess, að bóndi, sem bjó við jaðar þessa sama hrauns, missti að vorlagi 10 sauði og fann þá alla í sömu hraunholunni um haustið. Hann hefði á stuttri stund getað gert þessa holu hættulausa, en honum hugkvæmdist ekki að gjöra það. Ég hef hér hjá mér bréf frá kunningja mínum, sem vottar, að hann hafi fundið fjölda af hol- um með kindabeinum og í einni hafi hann fundið 44 hauskúpur. Af öllu þessu má sjá, að þetta snertir ekki svo lítið fjáhagsafkomuna, þó að mannúðinni sé sleppt. bundið fyrir augun, þ. e. eins og blindur maður og tekur ásamt hundi þátt í kennslu sem lýkur með munnlegu og verklegu prófi. Ut á þetta próf fær hann þjálfunarskír- teini ríkisins sem hann þarf síðan að endurnýja árlega. Einungis frjáls framlög fjár- magna Campus og alla starfsemina þar, þ. e. ræktun og þjálfun allt að 350-400 hunda, húsakost, fæði og þjálfun 16 blindra á hvert nám- skeið svo og 40-50 fasta starfs- menn. aftur á móti veitir ríkið öll- um þeim er veita framlag til „Guide Dogs for the Blind" skattafrádrátt. Félagið stofnuðu 5 konur úr ná- grenni San Fransisco árið 1942 og var ætlunin upphaflega sú að hjálpa blindum hermönnum. í dag er verk- efnið orðið enn umfangsmeira þar sem einn af hverjum 450 Amerí- könum er blindur, en einungis 5% þeirra eiga blindrahund. Þýtt. 12 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.