Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 15

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 15
er orðinn stálpaður er sem hér segir: 1 tsk. fyrir smákyn, t. d. poodle. 2 tsk. fyrir meðalkyn, t. d. íslenska. 1 msk. fyrir stórkyn, t. d. labrador. Þegar hvolparnir eru 4 vikna er gefin kjötmáltíð í stað einnar mjólkurmáltíðar. Notið hrátt hakk- að kjöt og blandið smávegis með muldu heilhveitibrauði eða soðinni kartöflu. Gott er einnig að blanda þá máltíð með hundavítamíni. Það er mjög auðvelt að kenna hvolpi að eta kjöt. Pínulitlu skal troðið upp í hann og eftir það er hann mjög gráðugur í kjötið. Þegar hvolparnir eru orðnir 6 vikna er gott að gefa þeim leikföng úr þykku gúmmí til að naga og leika sér að. Ekki bein. Þá má einn- ig gefa þeim Mick hundakexið ó- uppbleytt þar sem þeir hafa gaman af að bryðja það. En ekki megum við gleyma tík- inni. A meðan hún mjólkar hvolp- unum þarf hún mikið af nærandi fæðu og mjög mikið að drekka. Tíkinni skal gefið kalk þar til hvolp- arnir eru a. m. k. 5—6 vikna. Tík- inni skal gefið mikið kjöt, hrátt eða léttsoðið. Lifur og annar innmatur og slátur er einnig nauðsynlegt fyr- ir hana. Matinn skal blanda með heilhveitibrauði og eða soðnum kartöflum. AUt kjöt- og fisksoð er til fellur á venjulegu heimili er mjög gott fyrirtíkina og mágjarnan hella því út á matinn. Meðan tík- in mjólkar sem mest og hvolpunum er ekki gefinn annar matur, þarf hún gjarnan fjórar máltíðir á dag. Þeim er svo fækkað niður í tvær er hvolparnir fá meiri mat. Gæta skal þess að hafa tíkina ekki hjá hvolp- unum er þeim er gefið og gefa þeim áður en tíkin gefur þeim. Á það skal bent að þegar tíkin byrjar að venjahvolpanaaf og hætt- ir að vilja vera stanslaust hjá þeim og vill jafnvel sofa annars staðar, þýðir ekki að hún vilji ekkert með þá hafa. Eins og talað er um hér fyrr tekur það langan tíma fyrir tíkina að gera hvolpana sér óháða. Og það er mjög rangt að flýta því á nokkurn hátt. Því þó að hvolp- arnir séu farnir að éta sjálfir og tík- in fari aðeins til þeirra nokkrum sinnum á dag til að lofa þeim að sjúga, þroskast þeir mikið við að vera saman og að það komi svona smátt og smátt að tíkin venji þá undan og snúi sér meira að hús- bændum sínum. Þegar hvolparnir eru um það bil 8 vikna er tíkin hætt að mjólka og er þá kominn tími til að hvolparnir fari á sín nýju heimili. Ég vil leggja á það mikla á- herslu að fólk vandi val á heimil- um fyrir hvolpana og gangi úr skugga um að nýju eigendurnir geri sér grein fyrir því hvað þeir eru að fara út í með að fá sér hund. Að þeir séu sér meðvitandi um þá miklu ábyrgð sem það er að taka lifandi dýr að sér. Og einnig að eigendurnir séu tiibúnir til að ala hvolpinn vel upp þannig að hann verði hvorki eigendum sínum eða umhverfi til leiðinda. í starfi mínu við Hjálparstöð dýra verð ég mjög áþreifanlega vör við mistökin í dýrahaldinu. Við fáum hvolpana, hundana, kettling- ana og kettina unnvörpum frá fólki sem ekki gerði sér grein fyrir því hvað það var að fara út í með að fá sér dýr, og hafði ekki hugsun eða vilja á því að læra neitt um uppeldi og meðferð dýrsins. Þannig að ef þið, lesendur góðir, eru ekki fullvissir um að hvolpur- inn (nú eða kettlingurinn) fari á gott heimili sem uppfyllir framan- greind skilyrði, þá látið lóga dýrinu á mannúðlegan hátt. Ef margir hvolpar fæðast og fyrirsjáanlegt er DÝRAVERNDARINN 15

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.