Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 17

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 17
gá að, hvort allt fari fram eins og vera ber. Framan af útungunartím- anum sitja þeir stundum hjá frúnni, en þegar frá líður, leiðist þeim það og fara þá að hópast saman í ná- grenninu og rabba þar saman um daginn og veginn og aðra dugg- andapólitík. Þegar ungarnir eru orðnir 5—6 vikna gamlir, eru þeir fleygir orðnir og færir í flestan sjó, enda hverfur öll andaþjóðin á brott frá varpstöðvunum, áður en haustveðráttan gengur í garð. Er fyrst farið skemmstu leið til strand- ar, en síðar flust að norðan til Suð- urlands. Um veturnætur er svo lagt af stað til útlanda. Duggendur eiga heima erlendis, á norðanverðum Bretlandseyjum, á Norðurlöndum, Norður-Rússlandi, norðanverðri Síberíu allri og á Kur- ileyjum. Hér í álfu verpa þær tals- vert í Eystrasaltslöndunum og á norðanverðu Þýskalandi og jafnvel eitthvað í Hollandi. í Norður-Ame- ríku eru tvær endur náskyldar duggöndinni og allsvipaðar henni, bæði í háttum og útliti. Einkenni. Yfirleitt dökkar ásýnd- um á baki, hálsi og ofanverðri bringunni, en hvítar hið neðra og skiptir skarplega litum á bring- unni, þar sem hvíti liturinn tekur við. Blikinn er gráflikróttur á herð- um og um miðbik baksins. Öndin er öll móleitari en blikinn, sem er svartgrænn hið efra. Ofan við nef- rótina er öndin ætíð hvítleit. Venju- lega er um fingurs breið hvít rönd umhverfis nefræturnar. Auk þess er oftast hvítleitur, kringlóttur blettur aftan við eyrun. Hún er gul- eygð og hvít rönd á vængnum aft- anverðum. Duggendur eru félags- lyndar og fara því sjaldan einför- um. Þær stinga sér nær ætíð, ef þær mæta styggð. (Stærð: v. 210-230 mm; n. 41- DÝRAVERNDARINN 47 mm. Þyngd 750-1300 gr., oft- ast 1000 gr.) SKÚFÖNDIN (Nyroca futignla (L)) Eftir því sem best er vitað, hefur skúföndin flust hingað skömmu fyrir síðastliðin aldamót. Varð hennar þá fyrst vart við Mývatn. Var hún fyrst sjaldgæf, en á fyrstu 10-12 árum aldarinnar fór henni að fjölga að mun á vatninu, og nú er þar allmikið af henni. Nú er hún víða um land, einkum á Suður- og Suðvesturlandi, en mest er þó af henni við Mývatn. Það er eðlilegt, að endur sem hingað korna, hænist að Mývatnssveitinni, því að óvíða i norðlægum löndum er eins vel búið í haginn fyrir þær af náttúrunnar hendi og hvergi betur, svo að vitað sé. Mundu og endurnar efalaust telja sig þar hólpnar, ef eigi væri þar mannfólkið. Er þó betur til þeirra gert þar, en víðast hvar ann- ars staðar á Iandinu. Skúföndin er farfugl hér, og lifnaðarhættir henn- ar eru svipaðir og duggandarinnar, enda eru þær náskyldar. Fullorðinn skúfandarbliki lítur þannig út: Höfuðið allt, hálsinn niður á bringu, bakið allt og efri væng -og stélþökur er svart. í vöng- unum, utan á hálsinum og víðar er grænleit slikja, eða purpuragljái á fiðrinu. Aftan á hnakkanum er 6- 7 cm langur fjaðurskúfur, sem lafir niður á háls, og er það aðal sér- kenni þessarar tegundar, sem hún og dregur nafn af. Vængspegillinn er hvítur, í svartri umgerð. Neðri hluti bringunnar, kviðurinn, síður og læri er hvítt eða gráhvítt, en smádökknar er aftar (neðar) dregur, uns liturinn rennur saman við aft- urendann og neðri stélþökurnar, sem eru svartar. Nef og fætur eru blágráir, en sundfitin svört. Augun gul. Öndin. Skúfurinn er miklu minni (styttri) og oft lítt áberandi. Höfuðið, hálsinn og ofanvert bakið og herðarnar er dökkryðmóleitt, oft með grænleitri slikju. Mjóa, svarta röndin, neðan við spegilinn á vængnum, er mun mjórri en á blik- anum. Litaskiptin á bringunni, milli dekkri og ljósari (hvíta) litar- ins, ekki eins glögg og á blikanum. Síðurnar og lærin móleit. Ungar á 1. ári eru grámóleitir á höfði og hálsi, bringan og kviður- inn skolhvítt, án skarpari litaskipta á bringunni. Blikarnir þekkjast frá öndunum á því, að þeir fá snemma sýnilegan vísi til skúfs í hnakkan- um. Nefið gráleitt og augað mó- gult. Skúföndin verpir 8—12 grængrá- um eggjum, sem eru nokkru af- lengri (þ. e. lengri til endanna) en duggandaregg. Útungunartíminn er um 25-26 dagar, og ungarnir fara úr hreiðrinu dægurgamlir og synda og kafa og fela sig í sefi og eru þegar fullnuma í þeim fræðum, fá- um tímum eftir að þeir fóru í vatn. Ungarnir verða ekki fleygir fyrr en þeir eru 7 vikna gamlir og er þá sjaldan dvalið lengi á varpstöðvun- um úr því. Skúfendur eru duglegar kafendur og sækja fæðu á allmikið dýpi og lifa meir á dýra- en jurta- fæðu eins og duggendur, en báðar þessar tegundir éta þó einnig tals- vert af vatnajurtum. Gras bíta þær lítið eða ekki. Heimkynni skúfandarinnar er- lendis eru á sömu slóðum og dugg- andarinnar, og einnig á skúföndin tvær nánar frænkur í Norður-Ame- ríku. Vetrarheimkynni íslenskra skúfanda virðast vera á svipuðum slóðum og vetrarheimkynni dugg- andarinnar. Merktar íslenskar skúf- 17

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.