Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 18

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 18
endur hafa flestar komið fram á ír- landi, en auk þess nokkrar á Bret- landseyjum. Einkenni. Blikinn er dökkur, svartleitur að ofan og framanverðu. Síður og kviður hvítur. Hangandi skúfur í hnakka. Ondin móleit, stuttur skúfur, sem oft sést illa, þeg- ar hann er votur; liggur hann þá fastar að hálsinum. Stundum hvít, mjó rönd við nefrótina. Á flugi sést hvít rönd á vængjunum á báðum kynjum. Augun gul. Kafa þegar þær mæta styggð. (Stærð v. 189-208 mm, n. 38- 42 mm. Þyngd 650-1000 gr eða liðlega það). HÚSÖNDIN (Bucephala islandica (Gemelin)) Húsöndin er auðkennd frá flest- um eða öllum öðrum íslenskum fuglum; hún er og sérkennileg fyrir dýraríki landsins, því að hún er norðvestræn (Nearctisk) að upp- runa og á hvergi heima í Norður- álfunni nema hér. Aðalheimkynni hennar eru í Norður-Ameríku. Hún er einnig á Grænlandi. Hér á landi eru aðalvarpstöðvar húsandarinnar við Mývatn og er hún þar algeng, en strjálingur af henni verpir víðar á Norðurlandi, þar sem svo hagar til að hún hænist þar að; sunnan- lands er hún frekar sjaldgæf. Hún er staðfugl að mestu hérlendis og sést því víðast hvar á landinu á vetrum, þar sem vötn eru auð og eitthvert æti að fá. Fullorðinn húsandarbliki (stegg- ur) er svartur á höfði og efst á hálsi og er fiðrið með purpuragljáa. Fiðr- ið í hnakkanum og efst á hálsinum er lengra en annars staðar, og lítur stundum út eins og fuglinn sé með skúf eða öllu heldur víða, dökka hettu, sem nái niður á háls. Stór, hvítur, hálfmánalagaður blettur er fyrir framan augun og er hann tegundareinkenni. Ennið er áber- andi hátt og vottar fyrir dálitlum hnúð við nefrótina. Nefið er svart, en gult í oddinn, nefnöglin svört. Hálsinn framanverður, bringan, síð- urnar og kviðurinn er hvítur. Bak- ið og vængirnir eru svartir; væng- spegilinn hvítur; um axlirnar eru nokkrir hvítir blettir, sem mynda þar tilsýndar eins og hvíta rák á öxlunum og vængþökunum, sem þó er ekki samfelld. Öndin er mó- rauð (jörp) á höfði og hálsi, mána- bletturinn framan við augun er áberandi eða engin. Hvítu blett- irnir á öxlunum og vængjunum eru áberandi ósamhangandi. Hvítur kragi neðst á hálsi er gott einkenni á þessari önd. Bakið og axlirnar, síður og læri eru dökkgráar, bring- an Ijósgrá, en kviðurinn hvítur. Spegillinn hvítur. Öndin virðist til- sýndar móleit hið efra, en hvít að neðan, en hringurinn neðst á háls- inum og hvítu axlablettirnir auð- kenna hana frá flestum öðrum önd- um. Fæturnir á húsöndunum eru meir eða minna rauðgulir, en sund- fitin er þó svartleit. Augun gul. Dúnninn í húsandahreiðrunum er svo ljós-(hvít-) leitur, að hann er auðkenndur frá öllum öðrum ís- lenskum dún. Ungarnir á haustin eru svipaðir öndinni útlits. Húsöndin verpir lielst í fylgsn- um, t. d. í kletta- og hraunsprung- um, smáhellum, skútum og gjám, í þröngum skorningum milli þúfna (sjaldgæfara) og jafnvel í gömlum tófta- og veggjabrotum. Varptím- inn er frá maílokum og fram eftir júní. Eggin eru frá 10—14, hvít- (eða bláhvít-) græn að lit og allstór. Þau eru talin góð átu. Útungunar- tíminn er talinn allt að 4 vikum, en nákvæmlega er það ekki vitað. Öndin situr fast á og fer ekki af eggjunum nema í ýtrustu nauðsyn. Má því oft taka hana þar. Ungarnir eru orðnir fleygir og færir liðlega sex vikna gamlir. Á vetrum dvelst margt af húsöndum við sjó, en víð- ast hvar þar, sem vötn leggur ekki að staðaldri, eru þær það að minnsta kosti við og við. Flestar verða þær að fara burt frá varpstöðvunum á haustin. Það er eigi vitað, að þær fari héðan á haustin, enda hafa fremur fáar verið merktar ennþá. Einkenni. Blikinn svartleitur á höfði með málmgljáa á fiðrinu; hvítur, áberandi, hálfmánalagaður blettur fyrir framan augun. Augun 18 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.