Dýraverndarinn - 01.02.1978, Side 24
ur blettur á vængjum; ekkert svart
þverstrik í hvíta blettinum. Hakan
og kverkin hvít, annars er hún
ljósgrá hið efra, en hvít að neðan.
(Stærð: v. 250-295 mm, n. 45-
61 mm. Þyngd 1200-1800 gr).
TOPPÖNDIN
(Mergus serrator, L)
Toppöndin er algengur varpfugl
um land allt. Er hún bæði við vötn
og ár, smátjarnir, lón og smálæki,
ef þar er aðeins einhver fiskur í
eða önnur veiði við hennar hæfi.
Toppöndin er aðallega fiskæta, en
hún etur einnig smákrabba, skor-
dýr og orma ef því er að skipta.
Hún er jafnt uppi á háöræfum eins
og í láglendishéruðum við sjó. Hún
er talin meðal staðfugla hér og er
það efalaust að meiru eða minna
leyd, en ungviðið fer stundum utan,
einkum í hörðum árum. Þó hefur
t. d. ein toppönd, sem hafði verið
merkt fullorðin á Grímsstöðum við
Mývatn, náðst í Skotlandi 3 árum
síðar. Á vetrum hafast toppend-
urnar við á sjó, eða á lónum, eink-
um sunnanlands og vestan.
Fullorðinn toppandarbliki er
svartur eða svartleitur á höfði og
ofanverðum hálsinum, með græn-
leitri eða fjólulitri slikju á fiðrinu,
og fer það eftir því, hvernig hann
snýr við ljósinu. Hnakkaskúfurinn
er alllangur og áberandi og oft
greinilega tvískiptur. Neðri hluti
hálsins er hvítur. Efri hluti baksins
og herðarnar eru svartar, en annars
er fuglinn grámóleitur hið efra,
víða með ljósara kroti á fjöðrum.
Miðhluti innri flug(arm)fjaðranna,
ásamt stærri og miðvængþökunum,
er hvítur. Innri armflugfjaðrirnar
eru með mjóum, svörtum jöðrum
að utan. Þvert yfir stóra hvíta blett-
inn á vængnum (spegillinn) eru
tvö svört strik eða rákir, sem stafa
af því ,að þar sést í svarta fjaður-
stafina. Bringan og utanverður háls-
inn að neðan er ryðmóleitur með
dökkum dröfnum. Síðurnar eru
hvítar með svörtu, fíngerðu kroti á
fiðrinu. Að öðru leyti er fuglinn
hvítur að neðanverðu. Nefið er há-
rautt, en nefmænirinn og nöglin er
svartleit. Fætur rauðir. Augað er
rautt eða rauðgult.
Öndin hefur heldur minni topp
í hnakkanum. Hálsinn að aftan er
rauðmóleitur, en að öðru leyti er
hún grámóleit að ofanverðu. Mið-
armflugfjaðrirnar eru hvítar, með
tveimur svörtum þverstrikum, stór-
vængþökurnar eru einnig hvítar.
Ryðmóleit í vöngum og utan á
hálsinum. Hakan hvítleit. Hálsinn
að framan er fölryðleitur og oft
með svörtum dröfnum. Bringan og
síðurnar móleit, með ljósari jöðrum
á fiðrinu. Að neðanverðu er hún
öll hvít. Nef og fætur móleitt. Aug-
að móleitt. Dúnninn í hreiðrinu
dökkgrár.
Ungarnir eru svipaðir öndinni,
en hnakkatoppurinn er ennþá
styttri. Fætur mógulir. Augað gult.
Varptíminn er í júníbyrjun eða
síðar, eftir því sem árferði er. Eggin
eru mörg, oftast um 8—10 eða fleiri,
mjög svipuð gulandareggjum; eru
ívið minni og hvítleitari. Utung-
unartíminn er talinn um það bil 4
vikur (erlendis um 31-32 dagar),
og ungarnir eru furðanlega bráð-
þroska og geta hér um bil strax
gengið og hlaupið, enda þurfa þeir
sums staðar að ganga nokkurn spöl
til vatns. Þær verpa helst í holum
eða öðrum fylgsnum, ef þau eru
til, en ella þar sem gróðurinn er
nægur til þess að hylja hreiðrið.
Toppendur eru algengar við Mý-
vatn, því að þar er gott að vera
fyrir allar endur. Þó eru þær ekki
eins margar þar og við hefði mátt
búast, en þær eru þar ekki einar um
hituna, því að mennirnir sem þar
búa, vilja einnig veiða silunginn í
vatninu, og þar sem hagsmunir
manna og dýra rekast á, hefur mað-
urinn ætíð betur, sem von er.
Heimkynni toppandarinnar er-
lendis eru í Færeyjum, á Bretlands-
eyjum og írlandi, á Norðurlöndum,
á norðanverðu Rússlandi, í Síberíu
og Norður-Ameríku og á Græn-
landi.
Einkenni. Nefið er hlutfallslega
langt og mjótt. Höfuð og efri hluti
hálsins svartur með málmgljáa. í
hnakkanum oft greinilega tvískipt-
ur skúfur. Yfirleitt mógráleitur á
baki, en hvít á kviði. Bringan mó-
dröfnótt. Hvítur blettur á vængjun-
um með svartri þverrák. Nef og
fætur rauðir. Öndin öll móleitari og
litaskiptin á hálsinum ógreinileg,
mógrá á baki, en hvít að neðan.
Vængirnir eins og á blikanum. Eru
allfélagslyndar og oft allmargar
saman á öllum tímum árs. Eru
djúpsyndar.
(Stærð: v. 217-259 mm; n. 48-
62 mm. Þyngd 900-1200 gr).
Trúnaðarmenn S.D.I.
Einn trúnaðarmaður hefur bæst í
hinn fjölmenna hóp síðan síðasta
blað kom út.
Búðarhreppur, S.-Múlas. Guð-
mundur Guðjónsson, Skólavegi 35.
24
DÝRAVERNDARINN