Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 25

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 25
Skýrsla Dýraverndunarfélags Akureyrar 1977 Starfsemi Dýraverndunarfélags Akureyrar á árinu 1977, var svipuð og áður, þ. e. að reynt var að vinna að velferð dýranna, að fremsta megni, m. a. með því að sinna þeim umkvörtunum sem til okkar komu, frá ýmsum aðilum, um að þörf væri á eftirliti um meðferð hinna ýmsu dýra. Var þar helst um að ræða kanínur og fleiri smádýr, sem börn og unglingar taka að sér, og stundum vill verða misbrestur á, að hugsað sé nógu vel um, þegar þau hafa haft þessi dýr nokkurn tíma. Það er svo líka staðreynd, að oft koma þessar umkvartanir frá fólki, af ókunnugleika hjá því, hvað þessi dýr þurfa helst með, og sem betur ferð eru það margir ungling- ar sem hugsa ágætlega um þessi dýr sín. Lítið hefur verið um það á ár- inu, að kvartanir kæmu um illa meðferð á stærri dýrum, þó hafa komið nokkrar kvartanir um, að útigangshross hefðu ekkert að eta. Höfum við, að sjálfsögðu, athugað þetta, oft með aðstoð þeirra sem vit hafa á þessu, hefur þá stundum komið í ljós, að þar hefur verið um ókunnugleika og eða vanþekkingu að ræða. Hins vegar er því ekki að leyna, að mjög væri æskilegt, að margir eigendur þessara dýra hugs- uðu betur um þau, og þá jafnvel ekki síður að sumri eða hausti þegar dýr eru geymd í girðingum og allur gróður uppurinn. Þessu munum við reyna að fylgjast betur með í framtíðinni, og þá að sjálf- DÝRAVERNDARINN sögðu reyna að beita áhrifum okk- ar, eftir því sem geta og heimildir leyfa. Eins og að líkum lætur, þar sem hundahald er leyft, er talsvert af hundum hér í bænum, og yfirleitt hygg ég, að vel sé hugsað um þá, þó að sjálfsögðu séu alltaf til ein- hverjar undantekningar. Reglu- gerðin um hundahald hér er nokk- uð ströng og yfirleitt mun farið eftir henni, þó eru það sjálfsagt einhverjir sem ekki láta skrá hunda sína, til að losna við að greiða hundaskattinn og tryggingargjöld- in, en skatturinn er kr. 10.000 og tryggingargjöldin um kr. 2.500 á ári. Þó hygg ég að ekki sé mikið um það. Að sjálfsögðu er hér, eins og annars staðar, talsvert mikið af köttum, og held ég að vel sé farið með þá, og hjá sumum er það alveg til fyrirmyndar, eins og t. d. þeir sem sleppa þeim ekki út nema í bandi, en þess hef ég orðið var hér, þó ég búist við að það sé ekki almennt, sem væri mjög gott, því alltaf eru nokkur brögð að því, að kettir villast frá heimilum sínum, eða strjúka og lenda þá í slæmum félagsskap, og leggjast út, og hálf- gerð vandræði hljótast af. Þá höfum við alltaf öðru hverju sent blöðum bæjarins hvatningar til allra um að sýna öllum dýrum og fuglum fyllstu tillitssemi í allri um- gengni, og til ökumanna og ann- arra vegfarenda, að gæta fyllstu varúðar á vegunum gagnvart dýrum og fuglum. Ég hygg, að þetta hafi yfirleitt borið góðan árangur, en blöðin eru okkur mjög vinsamleg og birta allt það sem við biðjum þau um og fyrir það erum við mjög þakklát. - Ég held, að það sé tví- mælalaust þó nokkuð aðhald fyrir hinn almenna borgara að vita um, að það er starfandi dýraverndunar- félag á staðnum, sem lætur sig miklu skipta alla meðferð og um- gengni við dýr og fugla. Um annað félagsstarf hjá okkur er ekki mikið að segja. Lítið þýðir að hafa almenna fundi, því fólk sækir yfirleitt ekki fundi nú til dags, nema eitthvað sérstakt sé, svo sem launakröfur og þessháttar, þó held ég að kvenfélögin séu hér undantekning. Skráðir félagar hjá okkur eru núna 60, og er það aðeins aukning frá fyrra ári. Aðalfundur var hald- inn 27. febrúar 1977 og eftir beiðni okkar mætti formaður Dýravernd- unarsambandsins, Jórunn Sören- sen, sem flutti þar ágætt erindi um allt starf S.D.Í., svo og um dýra- verndina í landinu. Erum við henni mjög þakklát fyrir, að hún skyldi geta komið því við, að heimsækja okkur, og er það alveg víst, að nauðsynlegt er, að formaðurinn eða annar úr stjórn sambandsins, geti verið árlega á fundum hjá þeim félögum sem starfandi eru, svo og heimsækja trúnaðarmennina, eftir því sem tök væru á. Á aðalfundin- um var einróma samþykkt, að styrkja það ágæta málgagn okkar - 25

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.