Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 26

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 26
Dýraverndarann — með 50 þúsund króna framlagi úr félagssjóði, sem lítinn þakklætisvott fyrir að geta haldið áfram útgáfu blaðsins við þær mjög svo kostnaðarsömu og erfiðu aðstæður sem nú eru með blaðaútgáfu hér á landi. Jafnframt vil ég lýsa ánægu minni með allan frágang og efni blaðsins, sem er til fyrirmyndar, og þeim sem um út- gáfuna sjá til mikils sóma. Þá hafa verið haldnir nokkrir stjórnarfundir, auk þess sem stjórn- armenn hafa alltaf mikið samband sín á milli, í síma eða persónulega, ef um eitthvert sérstakt mál er um að fjalla. Þá sá stjórnin um sölu merkjanna á „Degi dýranna", og gekk það vel, þó við hefðum óskað að enn meira hefði selst, en yfirleitt var sölufólki okkar tekið mjög vel, sem sýnir velvilja almennings til þeirra mál- efna sem sambandið berst fyrir. Alls seldust hér 781 merki og voru nettótekjurnar kr. 62.600. Þá sáum við um sölu á jólakortum fyrir „Sólskríkjusjóðinn" og seldust öll kort sem við fengum send, og varð nettósalan kr. 14.000. Þá hef ég til sölu minningarkort S.D.Í., en varla er hægt að búast við mikilli sölu í heimahúsum, þó seldi ég eða réttara sagt komu inn fyrir send samúðar- kort kr. 7.000. Þau eru einnig til sölu í bókabúð í miðbænum, en lítið hefur selst þar. Ég hygg, að þetta sé það helsta sem ég hefi að segja frá, um starf- semi Dýraverndunarfélags Akureyr- ar á liðnu ári. Að lokum vil ég segja, að við teljum mikla þörf á að flýtt verði sem allra mest endurskoðun á Dýra- verndunarlögunum, og þar verði mikið hert á viðurlögum um illa meðferð á dýrum, hvort sem það eru tamin húsdýr eða villt dýr, og mjög sé dregið úr eða helst af öliu bannað með öllu að skjóta eða drepa á annan hátt, marga þá fugla eða þau dýr, sem hætta er á að út- rýmist með öllu á næstu áratugum. Einnig yrði þar ákveðið hvernig skuli aflífa dýr, og þess gætt að það sé ávallt á sem mannúðlegastan hátt. Þá verði og mjög hert allt eftirlit um meðferð dýra, og fylgst með að lög um dýravernd séu hald- in, en þau séu ekki „dautt pappírs- plagg", sem margir geri að skyldu sinni að brjóta, eða „hundsa" eins og því miður hefur borið of mikið á, að sé gert nú og hafi verið gert alltaf síðan lögin voru sett. Þá viljum við lýsa yfir ánægju okkar yfir, að nú skuli vera hafin starfsemi Dýraspítalans, með því að opna þar „Hjálparstöð dýranna", jafnframt sem við vonum að full- kominn rekstur spítalans geti haf- ist sem allra fyrst. Við hörmum líka þá óskiljanlegu afstöðu sem yfirdýralæknir hefur tekið í sam- bandi við það að fá erlendan dýra- lækni að spítalanum á meðan ekki fást íslenskir dýralæknar þar til starfa. Þessi afstaða þessa manns er svo óskiljanleg með öllu gagnvart dýraspítalanum, að varla er hægt að finna orð yfir það, og þetta skuli vera sá aðili sem m. a. á að gæta þess, að vel sé farið með dýrin á allan hátt, sem sé málleysingjunum sé sýnd mannúð. Það er sannarlega þakkarvert, að stjórn Dýraspítalans skuli hafa tek- ið þá ákvörðun að stíga þetta spor, og ég er viss um, að það á eftir að sýna nauðsynina á að hafa hér dýra- spítala. Ég trúi því, að hin unga, vökula og áhugasama dýrahjúkrun- arkonu, Sigfríð Þórisdóttir, á eftir að hjálpa mörgum dýrum, því ég hef lítillega kynnst dugnaði hennar og áhuga, þá er hún kom hingað á liðnu hausti, til að snyrta og klippa hunda og gefa ráðleggingar um meðferð heimilisdýra, en þar var á ferð manneskja sem kunni vel til verka. Að endingu vil ég svo af heil- um huga þakka formanni S.D.Í., Jórunni Sörensen, fyrir sérlega mikla og ánægjulega samvinnu og vona ég að dýraverndunarsamtökin fái að njóta hennar ágætu starfs- krafta sem allra lengst. Maríus Helgason. 26 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.