Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 27

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 27
Umskiptingurinn eftir Hannes frá Hleiðargarði Hafa umskiptingar verið til? - Þjóðsögurnar og munnmælin segja að svo sé. Ætíð áttu þar illvættir og vond öfl að vera að verki. Hvað sem um þessa þjóðtrú má segja, þá má þó fullyrða, að allmörg dæmi séu fyrir hendi um það, að ein- kennileg, og mér liggur við að segja, dularfull breyting hafi orðið á mönnum og skepnum á skammri stund. - Verður hér á eftir sagt frá einu þeirra. Skal það þegar sagt, að frásögnin er rituð nákvæmlega eftir sögn foreldra minna og afa, sem öll áttu hlut að máli. Aldrei gátu þau, eða aðrir, skýrt atburðinn eða „stökkbreytinguna" sem varð, en eitt tel ég þó víst, að hún hafi ekki orðið fyrir atbeina illra máttarvalda. Og hefst svo frásögnin. Ólafur afi minn bjó í Hleiðar- garði um og eftir miðbik síðustu aldar. Hann var með gildustu bænd- um í framfirði og átti oft margt hrossa, eftir því sem þar tíðkaðist. Vorið 1858 átti hann meðal ann- arra hrossa tvær hryssur, rauða og gráa, sem báðar köstuðu hestfolöld- um. Grána var góð til allrar brúk- unar, vel viljug og hin traustasta skepna. Eignaðist hún grátt folald, sem var hið prýðilegasta. Ekki var hægt að segja það sama um Rauðku, því að hún var til lítils nýt. Blóð- löt og þróttlítil. Hafði afi minn keypt hana einhvers staðar að norð- an eða austan. Hún eignaðist rauð- skjóttan hest, sem líka var hinn efnilegasti. Ekki munu þeir hafa verið vatni ausnir, en báðum var þó DÝRAVERNDARINN þegar nafn gefið. Réði afi minn nafni grána og kallaði Snarfara. Sagðist hann mundi ala hann upp og gera að reiðhesti sínum. - Móðir mín, sem þá var að verða fullvaxta, réði nafni skjóna og kallaði hann Hjört. - Hún var mjög gefin fyrir allar skepnur, og þó helst hross. Kunni hún hvergi betur við sig en á hestbaki. Hefur hún að líkindum verið ein af þessum „reiðflennum", sem gamla fólkið á þeim dögum kallaði svo. Brátt kom það í ljós, að þeir Snarfari og Hjörtur voru gjörólík- ir. Snarfari var spriklandi af fjöri og lífsþrótti, en Hjörtur var dauð- ýfli, sem varla komst úr sporunum, og lá lengst af eða hékk niður, ef hann stóð á fótunum. Héldu allir, sem til þekktu, að hann myndi verða eins og móðirin, hinn mesti letingi og silakeppur, og til lítils nýtur. — Móðir mín hélt það sama, en tók þó ætíð málstað hans, er á hann var deilt fyrir ræfilsháttinn. Kenndi hún í brjósti um skjóna litla og reyndi að halda heiðri hans uppi. Hélt hún því jafnan fram, að einhverjir kostir mundu síðar koma fram í honum, yrði honum lífs auðið. Sumarið 1858 varð gott og hey- fengur afa míns því góður. Var það þá einn dag í sláttarlok, að hann gekk á tal við dóttur sína. Sagði hann, að ráðinn væri hann í því að láta Snarfara lifa einnig hefði hann ákveðið að gefa henni Hjört, vildi hún þiggja, og fóðra hann fyrir hana yfir veturinn. Bætti hann því við, brosandi, að sér fynd- ist fara vel á því, að hún nyti hinna miklu kosta, er hún ætíð teldi að skjóni hefði til að bera. Móðir mín tók þessu tali fálega, en þáði þó gjöfina. Svo dundi á hinn ægilegi vetur 1858-59. Skurðaveturinn mikli. Blóðvetur og álftabani, eins og hann var kallaður. — Þótt afi minn þættist vel birgur af heyjum, fór þó svo, að hann sá fram á skort, ef harðindin héldust lengi. - Var það þá einn daginn um miðjan ein- mánuð, að hann sagði við móður mína, að best mundi að drepa Hjört og létta með því ögn á fóðrum. mundi lítil eftirsjá í honum, því að aldrei yrði hann til neins nýtur. Skildi hann bæta henni skaðann síðar. Þorbjörg, amma mín, heyrði á tal þeirra, og sagði þá við Ólaf: „Þú verður líka að lóga Snarfara, og skal jafnt yfir báða ganga. Skalt þú nú þegar í dag, bóndi minn, rýma til í búrinu og gera þar spil fyrir bæði tryppin. Ætla ég þar að reyna að halda í þeim lífinu og mun ég ekki krefja þig neins fóðurs handa þeim." - Lét afi minn þegar gera þetta og voru þeir félagar fluttir þangað inn. í fjósinu voru oftast 10 gripir. Amma mín tók þann hátt upp, að fara í fjósið um leið og gefið var, tók hún frá hverjum grip hnefa- fylli af gjöfinni. Þetta færði hún þeim stallbræðrum og fengu þeir ekki meira hey á degi hverjum, en 27

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.