Dýraverndarinn - 01.02.1978, Qupperneq 29
þetta. Hestamennirnir veltu vöng-
um og lögðu höfuð sitt í bleyti, en
gátu ekki leyst gátuna. Ég held nú
samt, að gátan sé auðráðin, að
minnsta kosti trúi ég því, að þarna
hafi tár og bænir móður minnar
verið að verki.
Eins og ætla má um hest eins og
Hjörtur var, komst hann í mörg
ævintýri um dagana. Langar mig
til að segja frá einu þeirra, áður en
ég lýk máli mínu.
Það var eitt sinn að sumri til, að
foreldrar mínir voru stödd í Akur-
eyrarkaupstað og voru að búast til
heimferðar. Var þetta í Innbænum
hjá húsum gömlu verslananna þar.
Margt fólk var þarna og fjöldi
hrossa. Stórt og mikið herskip lá á
Pollinum og sáu þau að bátur koin
frá því og lagðist við bryggju.
Maður steig úr bátnum upp á
bryggjuna og gekk upp til fólksins
og hrossanna. Var hann í glæstum
einkennisbúningi og allur gulli
drifinn. Gekk hann á milli hross-
anna og athugaði þau. Allt í einu
kom hann auga á Hjört, sem faðir
minn ætlaði að fara að leggja á
söðul móður minnar. Skoðaði hann
skjóna í krók og kring og tók svo
að buldra eitthvað, sem þau skildu
ekki. Þó þóttust þau skilja það, að
hann vildi fá að koma á bak hon-
um. Ekki vildi móðir mín það, og
sagði að slys gæti af hlotist. - Allt
í einu og áður en þau gátu hindrað
það, smeygði sá útlendi beislinu
upp á háls skjóna og snaraði sér á
bak. Um leið tók skjóni sprettinn
og fór með ofsahraða upp Búðar-
gilið. Sáu foreldrar mínir að fljótt
sleppti sá útlendi taumhaldinu og
hélt sér með báðum höndum í fax-
ið. Ofarlega í Gilinu lá sniðgata
út og upp að Eyrarlandi. A þessa
götu sveigði skjóni og létti ekki
fyrr en hann kom þar á hlaðið. Að
undanförnu hafði rignt mikið og
hafði af þeim sökum safnast stór
forartjörn á hlaðið. Skjóni snar-
stansaði við pollinn, og það svo
hastarlega, að útlendingurinn tókst
á loft, missti tökin og hlammaðist
niður í forarvilpuna. Var búningur
hans ekki sem glæsilegastur er hann
brölti á fætur.
Nú víkur sögunni til foreldra
minna. Er þau sáu hvar komið var,
bað móðir mín föður minn að ríða
á eftir þeim skjóna og sjá hver
leikslok yrðu. Tók faðir minn reið-
hest sinn og reið sem mest hann
mátti á eftir þeirn. Var það jafn-
snemma að hann kom upp á
brekkubrúnina, að útlendingurinn
mætti honum og teymdi þá skjóna.
Fékk hann föður mínum tauminn,
fór ofan í vasa sinn og rétti honum
eitthvað af peningum. Klappaði
svo á makkann á skjóna, bar hend-
ina upp að húfunni í kveðju skyni
og skálmaði niður í bæinn. — Sögðu
þeir er sáu til ferða hans, að ekki
hefði hann verið rishár er hann
gekk um bæinn og fram á bryggj-
una, þar sem báturinn beið hans.
Munu honum ekki hafa þótt sínar
farir sléttar.
(Skrifað á Akureyri 1951).
29
LEIÐSÖGUHUNDUR MEÐ BLINDUM HUNDI
Kalríti litla, 10 ára göviul telþa í Suður-Frakklaudi, varð fyrir því óbaþþi að
„Brttnó", hundurinn hennar missti sjónina. Þá datt henni í hug nokkuð sem hún
hafði séð í sjónvarþinu: Hundur stjórnaði og leiðbeindi blindum mantú í umferð-
inni. — „Pabbi,” sagði hún við föður sinn. „Líklega vteri hcegt að fá leiðsöguhund
handa Brunó mtnum. Það hlyti að ganga vel, því að hundar geta talað saman og
skilja hvern annan." — Pabbi hennar varð að viðurkenna þessi rök sem rétt og
Katrín fékk lítinn hund, sem strax var skírður Jack, til þess að fylgja blinda Brunó.
Þeir voru með eins meters langa ól á milli sín. — Eftir nokkra þjálfun gekk allt vel
og Jack gætti Brunós svo vel sem vceri hann ungbarn.
DÝRAVERNDARINN