Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 34

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 34
Farfuglarnir koma Það vekur jafnan ósvikna gleði í óspilltu hjarta, þegar farfuglarnir koma aftur til vorrar fögru eyjar í útsænum, vitaskuld ekki í hjörtum þeirra manna, sem hafa kalt hjarta og virða að vettugi lífið í kringum sig, nema það bjóði einhverja gróðavon. Mörg skáld vor hafa verið miklir dýravinir og lagt drjúgt lið þessum bræðrum vorum og systrum, sem æðsta skepna jarðarinnar kallar skynlausar skepnur, bæði í ljóðum og lausu máli. Má þar nefna Þing- eyingana Guðmund á Sandi og Þor- giis gjallanda og ekki síst Þorstein Erlingsson, svo og Tómas Guð- mundsson og marga fleiri. Ymis skáld og hagyrðingar hafa innilega fagnað heimkomu farfuglanna í ljóðum sínum. Verða örfáar vísur um það efni birtar hér. Guðlaugur prestur og skáld kveður svo: Voisól runnin reifar sveit, rinda um, og tjarnir. Fara sunnan Fróns í leit fleigu kunningjarnir. Ólína skáldkona Jónasdóttir frá Fremri-Kotum kveður þannig um komu Ióunnar: Vetur hrakinn völdum frá, vellir taka að gróa. Mín er vakin viðkvcem þrá við þitt kvakið lóa. Sá, er þetta ritar, hefur ort eftir- farandi fjórar vísur um þrjá vin- 34 sæla vaðfugla. Lóan kemur fyrstur þeirra, þá hrossagaukurinn og svo spóinn: Lífið þróast, léttist brá, linast snjóatakið: Heyra í móum fyrðar fá fyrsta lóukvakið. Gauk ég hneggja heyrði í dag; hljóðið eggjar þorið, innan veggja uni’ ei hag út skal leggja í vorið. Vorið hló í hjarta mér, hingað fló nú gestur. Er hann spói aftur hér úti’ í flóa sestur. Lýðir þó að bceti bú, blessun sóast getur. Á hann spói orðið nú ekkert flóatetur?1 Ég get ekki setið mig úr færi, að birta að endingu eina vísu eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi um helsingjann, enda þótt hann sé ekki íslenskur farfugl, en hefur þó við- koma hér. — Vísan er úr vísna- flokknum Helsingjum. Tek ég vís- una einkum vegna tignar hennar og töfra: Laus við svima flýgur frjáls fugl með hvimi skyggnu, þó að brimi um brjóst og háls bláa himinlygnu. Fleiri vísur koma ekki að sinni. fóhann Sveinsson frá Flögu. 1 Síðari hluti vísunnar lýtur að því, að nú er nálega verið að þurrka upp allar mýrar og hafa vaðfuglar þá hvergi friðland, auk þess sem það getur verið hættulegt lífkeðjunni í heild. DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.