Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 36

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 36
Hundur nær í bílþjóf Jörgen Beck leit út um gluggann og augu hans hvörfluðu ósjálfrátt að vissum bletti á bifreiðastæðinu, þar sem hann var vanur að leggja bílnum sínum. Hann hrökk dálítið við: bíllinn hans var þarna ekki. - Þetta var í stórri íbúðablokk í út- hverfi Kaupmannahafnar ogjörgen vissi raunar, að bílþjófnaðir voru all tíðir, en að það væri einmitt bíllinn hans sem yrði fyrir því, gat hann illa sætt sig við. Jörgen leitaði af sér allan grun þarna í nágrenninu, en hringdi því næst til lögreglunnar og bað þá að svipast um eftir bílnum sínum. Hvorki hann eða konan hans lagði litla stúlkan af stað og sagði ég Snata að fara með henni og virt- ist hann skilja það allvel. Ég sá alltaf til þeirra, litlu stúlk- unnar og Snata, upp brekkurnar og voru þau ekki mjög lengi. Þegar þau komu aftur, hafði stúlkan kom- ið bandinu um hálsinn á Snata og teymdi hann með sér, virtist hann kunna vel við það. Þá sagði stúlkan mér að þau hefðu farið yfir gilið og hefði Snati valið besta staðinn svo að enginn hætta var. Margar sögur væri hægt að segja af Snata, en ég læt hér staðar num- ið. Þau urðu endalok Snata, að hann varð undir bíl. Tár voru felld við leiðið hans og þá ræðu fékk hann frá systkinunum, að nú væri hann engill hjá Guði. Leijur. höfðu veitt því athygli að hundur- inn þeirra hafði snarast út með húsbónda sínum og tekið þátt í leit- inin á bifreiðastæðinu. Og hvað hafði svo orðið af honum? - Hús- móðirin, en hún hét Astrid, kallaði nokkrum sinnum: „Pjakkur! Pjakk- ur!" en fékk ekkert svar. Hún lét matarskálina hans undir húströpp- urnar, eins og vant var. 36 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.