Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 37
„Já, þetta var dálagleg byrjun á
einum degi," hugsaði Jörgen með
sjálfum sér um leið og hann fékk
sér far með strætisvagni inn til
miðborgarinnar, þar sem vinnu-
staður hans var. Ósjálfrátt glápti
hann á raðir bílanna sem ýmist
komu á móti eða fóru framúr
strætisvagninum. Hann gerði það í
þeirri von, að hann sæi e.t.v. bílinn
sinn einhversstaðar, en sú von brást
þó. Hins vegar fannst honum, að
hann kæmi auga á hundinn sinn,
hann Pjakk, á harða hlaupum, langt
í burtu, en um þetta var hann ekki
viss.
Jörgen hringdi nokkrum sinnum
til lögreglunnar, en leitin að hinum
stolna bíl hafði engan árangur bor-
ið. Og Pjakkur kom ekki heim
þetta kvöld. - Astrid var gráti nær
vegna óvissunnar um hundinn. Það
tók meira á hana en tap bílsins.
Jörgen fór út á bílastæðið seint
þetta kvöld og kallaði nokkrum
sinnum hátt á hundinn, en árang-
urslaust. Það var því ekki mikið
um svefn hjá þeim hjónum þessa
nótt og þau voru nær því jafnþreytt
um morguninn og um kvöldið áður
er þau lögðust til hvílu.
Nú var hvarf hundsins einnig til-
kynnt lögreglunni, en Jörgen tók
sér far með strætisvagninum sömu
leið og daginn áður. Ekki sá hann
bíl sinn eða hund á þeirri leið, sú
hugsun tók nú að sækja á hann, að
Pjakkur hefði orðið fyrir bíl daginn
áður, því að aldrei hafði það komið
fyrir áður, að hann skilaði sér ekki
heim að kvöldi dags.
Síðari hluta þessa dags stóðu
allt í einu tveir lögreglumenn inni
í skrifstofu hjá Jörgen og báðu
hann að koma með sér, því að „nú
höfum við fundið bæði bílinn og
hundinn," sögðu þeir. „En þú verð-
ur að koma með, því að hundurinn
DÝRAVERNDARINN
gætir þjófsins inni í bílnum og
hleypir hann engum þar út eða
inn."
Á leiðinni að bílnum sögðu lög-
regluþjónarnir Jörgen frá því, sem
skeð hafði. „Við ókum framhjá bif-
reiðastæði einu hér stutt frá og þá
var okkur gefið merki með bíl-
horni eins bílsins. Þegar við kom-
um að bílnum, sáum við strax, að
þarna var einn af stolnu bílunum,
sem við vorum að leita að og í hon-
um sat við stýrið lafhræddur mað-
ur. Hundur sat við hlið hans í fram-
sætinu og virtist hafa góða gát á
öllu. Bílþjófurinn - ungur maður -
mátti sig hvergi hræra eða starta
bílnum fyrir grimmum hundin-
um."
Þegar Jörgen og þjónar réttvís-
innar komu að bílnum, varð Pjakk-
ur mjög glaður og flaðraði upp um
húsbónda sinn, eins og hann vildi
segja, „allt er gott þá endirinn er
góður."
Lögregluþjónarnir tóku þjófinn í
sína vörslu og sáust glöggt á hon-
um tannaför eftir hundinn og einn-
ig voru klæði hans rifinn. Hann
sagði frá því, að sér hefði verið
ómögulegt að sleppa útúr bílnum,
eftir að hundurinn stökk upp í
framsætið þarna á bifreiðastæðinu.
Einasta leiðin til að sleppa var að
nota bílhornið, hvað hann og gerði.
Það skeði heima hjá Jörgen þetta
kvöld, að eftir að Astrid hafði gef-
ið Pjakk vel að eta, þá fékkst hann
ekki til þess að leggjast í körfuna
sína, þar sem hann var vanur að
sofa, heldur gekk að framdyrum
bílsins, og þegar þær voru opnaðar,
þá stökk hann upp í sætið og bjóst
til að sofa þar. Það var látið eftir
honum. Og betri vörð var ekki unnt
að fá. - Það henti einu sinni að ó-
kunnur maður fór í ógáti að rjála
við bílinn, en þá var Pjakkur fljót-
ur að standa á fætur og sýna hvass-
ar tennur sínar.
Svo má að lokum geta þess til
gamans, að nokkru seinna seldi
Jörgen bíl sinn og fékk sér nýjan í
staðinn. Þá var sem Pjakkur missti
allan áhuga fyrir því, að gæta hans.
Hann fór nú að sofa á gamla staðn-
um sínum á hverri nóttu og ekki
fór hann heldur í neinn leiðangur
til þess að leita að þeim gamla,
hann Pjakkur — hann vissi sínu viti,
sögðu menn.
(Lauslega þýtt úr dönsku, G. H.)
57