Dýraverndarinn - 01.02.1978, Page 38
Opnuð hjálparstöð fyrir dýr
Þann 6. janúar s.l. var opnuð
hjálparstöð fyrir dýr í Dýraspítala
Watsons í Víðidal. Stjórn spítalans
ákvað þetta eftir að útséð var um
að dýralæknir ræðist að spítalanum
í náinni framtíð. Hjálparstöð þessi
er að amerískri fyrirmynd og vinn-
ur í samvinnu við dýraverndunar-
félög.
Sú þjónusta, sem samkvæmt regl-
um stöðvarinnar er veitt þarna, er
alls konar skyndi- og neyðarhjálp
við dýr og viðtaka flækingsdýra.
Einnig eru veittar þarna allar
mögulegar upplýsingar í sambandi
við meðferð dýra. Eini fasti starfs-
maður stöðvarinnar er Sigfríð Þór-
isdóttir dýrahjúkrunarkona. — Er
þetta er ritað hefur stöðin starfað í
rúman mánuð og er undirrituðum
kunnugt um að það hefur verið
mjög mikið að gera þennan fyrsta
mánuð. Og það hefur oft verið það
mikið, að ekki hefur veitt af aðstoð
og hefur mér verið það mikið á-
nægjuefni að geta verið þarna til
aðstoðar þegar mest hefur verið að
gera.
Þarna er allt gert sem hægt er til
að veita dýrum og dýraeigendum
sem besta þjónustu og leiðbeining-
ar. Þarna er tekið við flækingskött-
um og kettlingum. Einnig eru
þarna hundar sem finnast lausir þar
til hafst hefur verið upp á eigend-
um þeirra. Og er það í samvinnu
við Guðmund og íris í Hundavina-
félaginu, sem manna mest hafa
unnið í sambandi við týnda hunda
í Reykjavík og nágrenni.
Einnig hefur verið þó nokkuð
um það að fólk hefur komið með
hunda sína til hjálparstöðvarinnar
til þess að fá leiðbeiningar í sam-
bandi við uppeldi þeirra. Og það
er mjög gott, því fleiri vel uppaldir
hundar sem eru til, því fleiri verða
hundavinirnir. Aftur á móti er sá
skaði ótrúlegur sem illa uppalinn
hundur gerir, eða réttara sagt eig-
endur slíks hunds, því dýrið verður
ekki gert ábyrgt gerða sinna.
Af slysum eru fótbrot og skurðir
algengastir. Einnig hefur verið
komið með hunda með bein föst í
hálsi. Er ekki nægilega brýnt fyrir
fólki að gefa hundum sínum EKKI
bein sem þeir geta flísað niður.
Sem sagt alls ekki kindaleggi eða
nein kindabein. Hundar mega að-
eins fá mergbein úr stórgripum
(nauta- eða hestaleggi).
Ástæða er einnig til að koma því
að hér vegna kettlinga og hvolpa
sem fólk vill losna við, að láta þá
ekki frá sér of snemma. Átta vikur
(tveir mánuðir) eru lágmark þess
sem hvolpur eða kettlingur þarf að
vera hjá móður sinni og allt tal
um að tíkin eða læðan sé „orð-
in leið" á afkvæmum sínum er
marklaust þvaður. Fólk sem heldur
slíku fram ætti að lesa sér til um
Framhald á bls. 40.
DÝRAVERNDARINN