Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 39

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 39
Heilög dýr og hjátrú í sambandi við þau Kötturinn Kötturinn var í Englandi hinu forna heilagt dýr. Það var viðlögð dauðarefsing að drepa kött. Sums staðar í landinu var guðdómurinn táknaður með kattarhöfði og feg- urstu grafhýsi voru búin til fyrir þessi dýr. Venjulega voru þau smurð, og í Memfis einni hafa fundist fleiri þúsundir af katta- múmíum. Annars staðar voru þeir brenndir, ásamt kattarmyndum í bronsi, tré eða steini. Allir kettir, sem drápust í nágrenninu voru fluttir til grafhýsanna með mikilli viðhöfn. Ljónið Að konungur dýranna, Ijónið, hefur verkað örfandi á ímyndunar- afl mannanna segir sig sjálft. í fyrsta lagi sem tákn hugrekkis og hreysti (það hefur iðulega verið sett á skjaldarmerki). Hjá fornald- arþjóðum var það álitið standa guðdóminum mjög nærri. Margar egypskar guðamyndir voru með Ijónshöfðum, og í hofum í Egyptalandi voru höfð lifandi Ijón sem heilög dýr og fulltrúar sjálfs guðdómsins. í Litlu-Asíu og Grikklandi hafa fundist fjölda margar myndir af ljónum, ýmist sem tákn hugrekkis og krafta eða þá sem guðamyndir. Hvíti fíllinn Venjulegur fíll hefur aldrei ver- ið settur neitt í samband við guð- DÝRAVERNDARINN dóminn. Hvíti fíllinn hefur aftur á móti, einkum í Síam, verið dáður og dýrkaður. Hvítir fílar eru sem sé mjög sjaldgæfir og flestir þeirra eins og t. d. þeir sem hafa hvíta bletti á höfðinu hafa verið þvegnir upp úr tamarínvatni og við það fengið nokkru ljósari lit. Hulumanapinn Annað heilagasta dýr Indlands en fíllinn er svokallaður hulmanapi. Innfæddir menn halda að sálir þeirra taki sér bústað í þessum dýrum eftir dauðann og umhyggjan fyrir þeim er því fram úr öllu hófi. Dæmi eru til um það, að stofnuð hafa verið sjúkraskýli, þar sem þessum öpum hefur verið veitt hjúkrun. Hver sá er vogar sér að drepa hulmanapa á það á hættu að týna lífi sínu. Hinn heilagi tordýfill Hann er bjöllutegund, sem mik- ið hefur verið dýrkaður, svo að mörg hinna stærri dýra mættu öf- unda hann af. Forn-Egyptar skreyttu musteri sín með myndum af þessum dýrum, og það var mynd hins heilaga tordýfils sem heilagur Apis átti að hafa á tungunni. Fornaldarþjóðirnar höfðu yfir- leitt einkennilegar hugmyndir um þessi skrýtnu dýr. Þau voru, að skoðun þeirra, öllsömul stríðshetj- ur, klædd pansara og brynju. Þau voru vígð helgidóminum og vernd- aði sjálf myndin ein af þeim, menn- ina frá illum öndum. Myndir af þeim voru lagðar á brjóst dauðra manna, og bornar af lifandi mönn- um sem verndartákn gegn veikind- um og dauða. (Lauslega þýtt). Útbreiðið Dýraverndarann Stjórn Sambands dýraverndunarfélaga íslands skorar á aðildar- félög og einstaklinga að útbreiða DÝRAVERNDARANN. - Nýir kaupendur fá eldri árg. í kaupbæti og einnig er hægt að fá keypta gamla árganga á væðu verði, eins og margir hafa not- fært sér. Stjórn S. D. í. þakkar öll bréf sem berast með efni eða ábend- ingum um efni og biður fólk að vera duglegt að skrifa okkur um hugðarefni sín. Hafið þið, lesendur góðir, einhverja ákveðna skoðun á dýra- vernd og framkvæmd hennar? Sendið okkur þá línu. Því fleiri raddir sem við heyrum í blaðinu okkar því betra og fjölbreyttara verður það. Utanáskrift er: DÝRAVERNDARINN, pósthólf 993, 121 Reykj avík.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.