Dýraverndarinn - 01.02.1978, Blaðsíða 42
Börnin skrifa
Hver getur hjálpaS músinni?
Músin þarf að komast inn í holu
sína, án þess að verða á vegi katt-
anna, sem þarna sjást víst einir
þrír. — Á hún að fara leið 1 eða 4?
Hver getur nú hjálpað?
LITLI DVERGURÍNN
HANN HÓDÓ
Einu sinni var lítill dvergur sem
hét Hódó. Hódó litli átti heima í
stórri borg. Hódó var bannað að
leika sér við dýr, en samt fór hann
á hverjum degi út í skóg að hjálpa
öllum dýrum sem voru í vandræð-
um og leika sér við þau.
Einu sinni hitti Hódó lítinn
kettling sem hafði fótbrotnað.
Hann læddist með hann heim til
sín og faldi hann. Hódó sagði syst-
ur sinni frá kettlingnum og þau
hjúkruðu honum. Svo slepptu þau
honum þegar honum var batnað.
Pabbi Hódó var reiður við Hódó
og bannaði honum að vera með
dýrin. En þá var Hódó svo leiður að
pabbi hans sagði að nú mættu öll
dvergabörn leika sér við dýr. Og
síðan hafa öll dvergabörn leikið sér
við dýrin í skóginum.
Sólborg, 8 ára.
VINKONA MÍN (skólastíll)
Vinkona mín er alveg ferlega
skrítin, en æðislega skemmtileg.
Hún er lítil og mjó og þykir gaman
að hlaupa í hringi á teppinu inni í
herbergi eða inni á baði. Einu sinni
nagaði hún gat á teppið. Hún er
mjög lítil, aðeins 13 cm á lengd og
100 gr á þyngd.
Nú farið þið sjálfsagt að velta
fyrir ykkur hvers konar fyrirbæri
þetta sé. Ég skal segja ykkur það.
Þetta er einstæð hamstramóðir sem
hefur tvisvar verið ólétt og átt sam-
tals 19 börn. Hún missti manninn
sinn. Hann var myrtur um miðnæt-
urbil - það gerði kisan mín. En
vinkona mín lét ekki bugast. Hún
hresstist til muna, svei mér þá.
K. J.
42
DÝRAVF.RNDARINN