Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 43

Dýraverndarinn - 01.02.1978, Síða 43
Samheldni SAMHELDNI Eftirfarandi grein birtist í 4■ tbl. 1977 af DJURSKYDDET, mál- gagni scenska dýraverndunarsam- bandsins. Greinin er eftir Gunnar T. Krantz og birtist hér í lauslegri þýðingu. Efni þessarar greinar er mjög umhugsunarvert og á ekki síður við hér á landi. Samheldni er orð, sem felur í sér ábyrgð. Við sjáum það og heyrum á hverjum degi; sýndu samheldni með fjölskyldu þinni, með vinnu- félögum þínum, með stjórnmála- flokki þínum, gagnvart landi þínu, gagnvart trú þinni og gagnvart sjálfum þér. Við sem vinnum að dýravernd verðum að standa saman um hið sameiginlega takmark okk- ar, um félagið okkar, um sambandið okkar. Samheldni skapar einhug og styrk. Samheldni útheimtir tillits- semi við aðra. Samheldni krefst þess að eigin metnaði sé fórnað. Samheldni þýðir ekki að allir eigi að hugsa eins. í samheldnum hópi er hægt að skiptast á skoðunum án þess að samheldnin fari forgörðum. Það sem við þurfum á að halda einmitt núna innan sambands okk- ar er samheldni til að geta mætt erf- iðleikum og uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til okkar. Aðeins með því að standa saman getum við skapað virðingu fyrir málstað okkar og tryggt framgang dýra- verndar. Sameinað sterkt landssam- band er mjög mikilvægt þegar við setjum fram tillögur og álitsgerðir, eða finnum að því sem miður fer. Út á við eigum við málgagn, „Dýra- verndarann". Það er áríðandi að þetta tímarit okkar komi út og dreifist og að efni þess sé lifandi. Frá og með n.k. ári verður fé- lagsmönnum skylt að kaupa blað- ið og mun þetta tryggja þann grundvöll og formfestu sem er nauðsynleg fyrir tilvist blaðsins í þessu sambandi verður hver og einn félagsmaður að sýna samheldni með þrennum hætti: Með því að borga hið smánar- lega lága áskriftargjald kr. 8. Reyna að útbreiða blaðið til allra sem hafa áhuga fyrir málefnalega vel uppbyggðri dýravernd í landi okkar. Leggja til efni og fréttir sem gera blaðið lifandi og framsækið. Ritstjórinn á ekki að skrifa blað- ið einn. Það verður að styðja við bakið á honum og hjálpa honum að finna efni. Á komandi árum er því nauð- synlegt að sýna: Samheldni, einhug og virka þátttöku. ÁFENGIS- OG TÖBAKSVERZLUN RÍKISINS Skrifstofa Borgartúni 7 — Sími 24280 Opiö mánudaga til föstudaga frá kl. 8.45-16.30 Útborganir á fimmtudögum frá kl. 10-12 og 13-15 DÝRAVERNDARINN 43

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.