Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Page 10

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Page 10
Ferðalag skóla, kenndum þeim íslenska leiki og þau kenndu okkur indverska leiki. Þessir krakkar eru bara svo ótrúlega krafitmiklir og skemmtilegir og voru alveg endalaust til í að hlaupa og ærslast efitir langan skóladag.“ Bíljilass fyrlr hundrað kronur Sýn Auðar á lífskjör fólksins á svæðinu er fjarlægt aðstæðunum sem hún þekkir á Vesturlöndum. Þama sá hún stóran hóp fólks sem varla á salt í grautinnvinnamyrkranaámilli.Auður sagði að oft væm börnin einnig látin vinna eða sjá um heimilið og yngri systkini á meðan foreldrarnir væm við vinnu. Einnig þekkist að dætur séu sendar í vændi til stórborganna til að geta borgað heimanmund systra sinna. Heilu Qölskyldumar vinna við gijótnámur og fá borgað í kringum hundrað íslenskar krónur fyrir heilt bílhlass af steinmulningi sem tekur kannski um fjóra daga að fylla. „Við fómm að heimsækja svona grjótnámurogþettavaralveghrikalegt. Við sáum tvo menn hangandi utan á fjalli að bora göt fyrir sprengjur og borinn var í öryggislínu en ekki mennimir! Borinn var greinilega verðmætari en lífþessara manna. Svo unnu menn við að brjóta steinana sem féllu úr fjallinu, síðan tók annar hópur við sem braut þá á í enn minni einingar og að lokum tóku konur og böm við og muldu steinana í agnir. Allir vom berfættir, með þvílíkar sleggjur. Við prófúðum að taka svona sleggju upp og hún var nýþung. Eg myndi ekki halda út í klukkutíma og 40 stiga hita en þau vinna í nær tólf klukkutíma á dag. Enda tók ég með mér svona stein heim til að minna mig á að kvarta aldrei yfir hlutunum hérna heima.“ Auður stödd í sueitaborpi. Karamellurogfíkjukex En langaði þig aldrei til að gefa þeim pening, bara til að hjálpa þeim? „Já og nei, ég vissi að það er bara eins og dropi í hafið og ég hugsaði að vonandi gæti ég bara haft áhrif eftir að ég kæmi heim. Eg gæti talað um þetta og safnað styrktarforeldmm fyrir böm í gegnum Hjálparstaf kirkjunnar. Þá veit maður líka að peningurinn er nýttur til að hjálpa fólkinu. Einhvern tímann var ég gráti næst þegar ég var í stórborginni og keypti fikjukex til að gefa krökkunum en þau vildu það ekki. Foreldrarnir eru að senda þau að betla og maður hefur á tilfinningunni að þau eigi ekki að koma til baka með eitthvað fíkjukex. Annars þarf alveg ótrúlega lítið til að gleðja þau. Oft þegar ég fór í heilsugæsluferð í þorpin tók ég alltaf með karamellur til að gefa litlu krökkunum og vakti það mikla gleði. Meðan bömin í borginni hefðu kannski fengið skammir fýrir að taka á móti þannig dóti.“ Flest barnanna í skólanum hjá John eru böm þeirra sem vinna í grjótnámunum og annarri láglaunavinnu og ef skólinn væri ekki fyrir hendi væm þau eflaust öll að vinna þar. Foreldrum er gerð grein fyrir að bömin munu hafa fleiri tækifæri til að fá betri vinnu í ffamtíðinni ef þau koma í heimavistaskólann. Þar er vel hugsað um þau og foreldramir þurfa ekki að leggja út neinn kostnað. Þarf lítlö tll að gleðja Auði fannst gestrisni Indverja mjög sérstök. I matarboðum borðuðu þau fyrst allra með gestgjafana standandi yfir sér. Kvöld eitt var þeim boðið í bamaafmæli þar sem þau vom sérstakir heiðursgestir veislunnar. Þau sátu með fjölskyldunni við háborð, fóm með ræðu og Auði var falið að halda á hágrátandi stúlkubarninu meðan hún skar fyrstu sneiðina á afmælistertunni. Bamið var að vonum dauðhrætt við þessa hvítu geimveru með ljósu lokkana og bláu augun. „Ég gleymi því líka aldrei þegar við fómm á indverskan veitingastað í lok dvalarinnar. Við höfðum oft farið þangað og þeir voru nú frekar fyndnir þama á staðnum. Yfirleitt vom fáir matargestir, kannski við og eitt annað borð, sjö þjónar en samt tókst þeim að mgla öllum pöntunum og allt í rugli en allir rosa indælir og stjönuðu við okkur. Eftir matinn ákváðum við að vera svolítið rausnarleg og gefa þeim í kringum þrjú hundmð íslenskar krónur í þjórfé sem olli því að aliir þjónamir dönsuðu af gleði með peningana á lofti. Frekar fyndið. Ekki erfitt að gleðja þá. “ Eyrnalokkar og armbönd Auði em einnig minnisstæð atvik er tengjast glysgimi kvenna og hefðum þeirra. „Þeir leggja ótrúlega mikið upp úr því hvemig maður lítur út. John var vakandi fyrir því að við klæddum okkur í hefðbundin klæðnað og ef ég fór í of stutt pils þá spurði hann mig hvar síða pilsið mitt væri. David minnti mig einnig reglulega á skartgripina: „Bíddu, ætlar ekki að setja á þig hálsmen?” Eða; „hvar em eymalokkamir þínir?” Þetta er mjög mikilvægt. Allar konur eiga að vera finar, með eymalokka, armbönd og fullt af glingri. Ung stelpa kom eitt sinn hlaupandi til mín og gaf mér eymalokka því ég var ekki með eymalokka í eymnum.“ Auður minnist þess einnig þegar hún fór á fúnd skólastjóra nokkurs, að talið barst enn og aftur að útliti hennar. „Allt í einu leit skólastjórinn á mig í miðjum klíðúm og sagði: „Attu ekki eyrnalokka?" Mér brá aðeins og jánkaði. Síðan stamaði ég bara þegar hún spurði mig hvar þeir væru og sagðist vonast til að sjá mig með þá næst þegar við hittumst. Svo hélt hún bara áfram að tala um krakkana í skólanum,“ sagði Auður með bros á vör. Eftir þetta var hún fljót að venja sig á að muna eftir eymalokkum og armböndum á hverjum morgni. „Fljótlega eftir að ég kom á heimavistina gerðist það að lítil stelpa kom hlaupandi til mín með pínulítil armbönd sem hún vildi að ég bæri. Þau pössuðu hins vegar ekki á mig en þá náði hún bara í sápu og tróð þeim á mig. Ég var með þau þangað til þau brotnuðu af mér.“ Brennd í svefni Það voru líka mörg dapurleg atvik sem sitja í minningu Auðar líkt og þegar maður nokkur vatt sér upp að þeim og sagist vilja sýna þeim sjúkling. Hann fór með þau í kofa á bak við húsið sitt þar sem kona lá á bedda með mikil brunasár um allan líkamann. „Þetta var kona sem var að rífast við manninn sinn og hann kveikti í henni um nóttina þegar hún var sofandi. Og svo stóð maðurinn hennar fyrir utan hurðina brosandi haldandi á barninu þeirra. Ég var svo reið að ég titraði af reiði, ég gat varla litið í augun á honum. Konan var svo illa farin af brunasárum, uppþomuð og gat varla talað. Sárin voru öll opin og þarna lá hún bara í einhverjum kofa fúllum af skordýmm og pöddum.“ Það reynir ömgglega á að upplifa sig svo bjargarlausan og horfa upp á hve hræðileg staða margra íbúa Indiands sé. I þessu tilfelli gátu þau ekki setið aðgerðarlaus og fóm í apótek og keyptu verkjalyf og ýmsar nauðsynjar fyrir konuna. „Við sýndum konunni það sem við höfðum keypt þar sem við treystum ekki að maðurinn sem sinnti henni gæfi henni lyfin. Við sögðumst svo koma eftir þrjá daga. Þá leið henni mun betur og ég held hún hafi jafnað sig. Því miður er heimilisofbeldi stór fylgifiskur fátæktar á lndlandi. Eiginmenn drekka mikið og eyða peningunum heimilisins í fjárhættuspil og því miður em ekki sömu úrræði fyrir ^ölskyldur þar og í hinum vestræna heimi." Deyfíng eða sýklalyf Heimsókn á meðgöngudeild á spítala í borginni Vijyavada er Auði ógleymanleg og hugsaði hún oft til hennar þegar hún gekk með Karítas dóttir sína sem er í dag sjö mánaða gömul. Þar lágu nokkrar konur saman í herbergi, á stálbeddum með ekkert lak, kodda eða sæng og rottur vom á vappi. „Þegar við komum var verið að sauma eina konuna eftir fæðingu og hún öskraði frekar mikið og konumar slógu hana sífellt í andlitið. Það var bara til að dreifa athygli hennar því hún hafði ekki efni á því að fá deyfingu.“ Auðursagðiaðfátækirsjúklingarsem koma á spítalann hafi ekki efni á allri lyfjagjöfinni sem Vesturlandabúum finnst sjálfgefin mannréttindi að fá. Þau fá lista yfir lyfin sem þau þurfa á að halda en hafa jafnvel einungis eíhi á helmingi lyíjanna og em þá kannski tilneydd til að velja hvort þau vilji fá deyfingu eða sýklalyf eftir aðgerðina. „Þessi lífsreynsla gerði það að verkum að ég var algjörlega óhrædd við fæðingu dóttur minnar. Það em forréttindi að eiga bam hér heima þar sem spítalarnir hafa allt til alls og vel er hugsað um mann, það virtist því lítið mál að ganga í gegnum fæðingu hér þegar mér varð hugsað til kvennanna á lndlandi.“ Lestarferðalagímánuð Eftir tveggja mánaða sjálfboðastörf tók við mánaðar lestarferðalag hjá Auði og Degi um Indland sem gaf þeim nýja sýn á landið. Fyrir utan öll hin sögulegu mannvirki sem þau skoðuðu fór fátæktin á götum Delhí borgar ekki framhjáþeim. Fátækt sem á sinn hátt var óvægari, subbulegri og ómannúðlegri en þau höfðu áður vanist. „í borgunum býr fólk bara undir dagbiaði, allt er svo ógeðslega skítugt og svo mikil mannmergð. Fólk býr bara í skurði og í ræsinu, það er bara eitthvað svo óhuggnanlegt. Svo heyrði maður bara hræðilegar sögur frá héraðinu sem við bjuggum um stelpur sem voru sendar til Delhí í vændi til að borga heimamund systur sinnar. Held líka að við höfúm séð þetta með öðrum augum, við gerðum okkur grein fyrir þeirri mismunun sem átti sér stað í þjóðfélaginu og því sáum við þetta betur. Það var líka rosalega pirrandi að sjá finu feitu kerlingamar í silki saríum og hlaðnar gulli ef maður hugsaði til litlu mjóu krakkana sem eru að vefa saríana í þrælkunarbúðunum og fá engan pening fyrir.“ menningarsjokk þegar maður fór þangað út en einnig þegar maður kom aftur heim. Það er líka ekki í lagi með okkur héma heima. Þurfum við alltaf að eiga nýjustu gerð af sjónvarpi? Stundum erum við að tapa okkur í eínishyggjunni.“ Framtíðarplön Auðar og Dags eru að klára námið og þau sjá alveg fyrir sér að snúa aftur til hjálparstarfa þegar Karítas er orðin eldri. Að þeirra mati er slíkt sjálboðastarf nauðsynlegt og mannbætandi, það víkkar sjóndeildarhringinn og breytir hugsunarhætti. „Maður hugsar bara allt öðravísi eftir svona upplifun,“ segir Auður sem enn á steininn frá mæðranum og bömunum í grjótnámunum til að minna sig á hvað hún hefur það gott þegar henni finnst lífið ekki leika við sig. Hjálparstarf kirkjunnar Von Auðar er að sem flestir í slendingar muni sjá sér fært að styrkja fátæk böm til menntunar í skóla Johns. Hún veit að eigin raun hversu vel peningunum er varið og öll framlög geta bjargað mannslífi. Sá sorglegi atburður gerðist ári eftir að þau komu heim að John féll frá vegna veikinda. I dag er starfinu hins vegar sinnt af eiginkonu hans og bömum. Hægt er að fylgjast með hverju barni gegnum skólagönguna, sjá einkunnir og hafa samband bréfleiðis ef þess er óskað. Auður hvetur að lokum alla til að kynna sér starfsemi Hjálparstarf kirkjunnar á heimasíðu þeirra www. help.is. Ýmsir möguleikar era í boði en hægt er að styrkja börn um mismunandi upphæðir mánaðarlega. Um er að ræða skólabörn sem fara heim á kvöldin, grannskólabörn á heimavist og börn í framhalds- eða iðnnámi. Mörg þeirra hafa möguleika á að fara í framhaldsnám í saumagerð, logsuðu eða taka meirapróf sem gefur þeim góð tækifæri að námi loknu. Nauðsynlegtog mannbætandi Ævintýrið mun sennilega renna þeim seint úr minni en þegar heim var komið hóf Auður M.A.- nám í alþjóðasamskiptum og Dagur hélt áfram í læknanáminu sem hann lýkur nú í vor. „Maður fékk algjört Harpa Lind Hrafnsdótlir harpahr@hi.is 101 StúdentaMaðíð

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.