Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Qupperneq 16

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Qupperneq 16
lflðtal við Jónas Krístjánsson Fyrst og f remst leiðarahöfundur Þeir eru fáir, ef nokkrir, hér á landi sem hafa verið viðriðnir fjölmiðla jafn lengi og Jónas Kristjánsson. Hann byrjaði sem blaðamaður á Tímanum árið 1961 og nú fjörutiu og sex árum síðar er hann enn að miðla upplýsingum til fólks. Jónas er stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík og lauk B.A.-prófi í sagnfrteði frá Háskóla Ísíands árið 1966. Jónas hefur unnið sem blaðamaður, ritstjóri, fréttastjóri, útgáfustjóri og leiðarahöfundur á Timanum, Vísi, Dagblaðinu, DV, Fréttablaðinu og Eiðfaxa. Auk þess hefur hann skrifað fjölda bóka um rcektun íslenska hestsins og leiðarvisa um stórborgir. 1 ljósi þessa er ekki skritið að hann sé einn allra afkastamesti bloggari landsins. A hverjum degi birtast á heimasíðu hans, www.jonas.is, þrjár stuttar greinar eða punktar eins og hann kýs að kalla þá, um allt milli himins og jarðar. Það sem gerir blogg Jónasar áhugavert er að þar þarf hann ekki uó lúta þeim lögmálum sem þekkjast hjá hlaða- og fréttamönnum. Skrifin eru afdráttarlaus og með ólikindum hverju maðurinn hefur ekki skoðanir á. Blaðamaður Stúdentablaðsins settist niður með Jónasi á heimili hans á Seltjarnarnesi og ræddi vió hann um fjölmiðlun, bteði hérlendis og erlendis. Hvað er langt síðan að þú byrjaðir AÐ BLOGGA OG HVAÐA ÁSTÆÐUR LÁGU ÞAR AÐ BAKI? Ég hef gaman af þessu formi. Ég hef áratugareynslu af því að skrifa leiðara í blöð en það sem ég hef verið að reyna að gera á netinu er að skrifa stutta og hnitmiðaða texta enda finnst mér formið kalla á það. Þar reyni ég því að spúla textann niður, tek út óþarfa orð og forðast málalengingar. Ég hef fylgst með netskrifum og var áskrifandi af fréttahópum þar fyrst í kringum 1990. Upphaflega ástæðan fyrir því að ég fór á netið var sú að ég vildi halda utan um það sem ég hef skrifað í gegnum tíðina og því fór ég í það verk að skanna það allt þarna inn á stafrænt form. Inni á vefnum er því mestallt sem ég hef skrifað síðan 1973. Svo hef ég bætt þarna inn ýmsu öðru, nú síðast, varðandi hestamennsku sem birst hefúr í Eiðfaxa. Þannig að á vefnum núna á að vera mestallur texti sem ég hef skrifað í gegnum tíðina að frátöldum einhverjum blaðagreinum sem hafa farið fram hjá mér. Það má því segja að í byrjun og allt fram til ársins 2000, hafi verið um einhverskonar sagnfræði að ræða, þarna setti ég inn texta sem ég var búinn að skrifa. Það var svo fyrir u.þ.b. sjö árum sem ég fór að skrifa inn á netið milliliðalaust. Þjáist ekki af sviðsskrekk ÞÚ SKRIFAR Á HVERJUM MORGNI ÞRJÁR STUTTAR GREINAR, EÐA PUNKTA EINS OG ÞÚ KALLAR ÞA», ÁSAMT ÞVÍ AÐ GAGNRÝNA VEITINGAHÚS AF OC TIL. Er AF NÆGU AÐ TAKA? Ég hef nú verið það marga átatugi í þessum bransa að ég þjáist ekki af neinum sviðsskrekk. Þegar ég sest niður til að skrifa á netið eru alltaf einhver verkefni, þetta er fyrst og fremst spuming um að velja og hafna. Enda er það þannig að stundum er þetta áhugavert fyrir lesendur en stundum svo sérhæft að ég efast um að nokkur annar en ég hafi áhuga á því. Ég bendi Iíka oft á það, í þessum punktum, sem aðrir hafa verið að skrifa um úti í heimi og vitna þá í erlendar greinar. í þeim tilfellum endursegi ég einhverjar staðreyndir upp úr viðkomandi grein og bæti svo kannski einhverju við, það er allur gangur á því. En ég á aldrei í neinum erfiðleikum með að finna eitthvað til að íjalla um, þar er ég aldrei stopp, það er löngu Iiðin tíð. Gagnrýni á ýmsa menn og MÁLEFNI ER ÁBERANDl Á HEIMASÍÐU ÞINNI. SEM DÆMI KALLAR ÞÚ Framsóknarflokkinn vinnumiðlun, ÞÉR LÝST EKKI Á BUSH OG RÍKISSTJÓRN HANS, UTANRÍKISSTEFNU ÍSRAELS, SKIPULAGSMÁL 1 BORGINNI OG FANGELSISMÁL SVO FÁTT EITT SÉ NEFNT. HEFUR ÞÚ ALDREI HUCLEITT A» FARA ÚT í PÖLITÍK? Nei, það hefur mér aldrei dottið í hug, þó ég hafi mikinn áhuga á henni. Ég hef í gegnum tíðina fyrst og fremst verið leiðarahöfundur frekar en fréttahöfundur. Þegar ég skrifa inn á netið, og flokka, er það í framhaldi af ferli mínum sem leiðarahöfundur á dagblöðum. Þannig að fréttir í skrifum mínum eru minna atriði heldur en skoðanirnar. Ég hef þó ávallt reynt að setja þessar skoðanir þannig fram að ég vísa til fréttar, eða staðreynda, sem hafa komið fram. Enda lít ég á bloggið sem vettvang til þess að koma mínum skoðunum á framfæri. Hvaða hlutverki telur þú skrif á NETINU GEGNA? ÞURFA F.KK1 AÐ CILDA EINHVERJAR REGLUR ÞAR EINS OG T.D. HJÁ FJÖLMIÐLUM ? Ég hef hvatt til þess að þeir sem skrifa á netið setji sér reglur, án þess að einhver stofnun komi þar endilega nálægt. Þetta á við í þeim tilvikum þegar þeir hleypa að skoðunum annarra á sínum síðum, sem er mjög algengt. Þarna finnst mér sjálfsagt að fólk komi fram undir nöfnum, ekki nafnlaust eða undir gervinöfnum. Þetta tel ég að mundi bæta umræðuna og koma í veg fyrir að hún sé eyðilögð. Þetta getur auðviðað hver og einn ákveðið fyrir sig en það á ekki að hleypa fólki inn með skoðanir sem vill ekki koma fram undir nafni, þetta 161 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.