Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Side 19

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Side 19
upp með til þess að finna. í ferlinu þróast sagan; hún þroskast og breytist eftir því sem upplýsingamar ná víðar og eftir því sem myndin verður heildstæðari. Þá eru vinnubrögðin að búa sér til plan og ákveða hvemig segja skuli frá þessu. Svo er það að skrifa og staðreyna og fá staðfest það sem maður var ekki viss um í fyrstu yfirferð.“ Segja má að yfirferð Agnesar sé í heild Rannsóknarblaðamennska 101. Starfsaðferðir Þegar blaðamenn em almennt spurðir út í starfsaðferðir ljölmiðla þá er oft lítið um svör og menn víla sér undan að gagnrýna kollega sína. Hið dæmigerða svar gæti verið á þessa leið; Starfsaðferðir em almennt góðar en það geta alltaf komið mál sem em umdeild. Þegar spurningin lítur hins vegar að DV þá er ekki skortur á svörum. Það virðast allir hafa skoðanir á þeim starfsaðferðum sem DV viðhélt á meðan að blaðið var sem umdeildast. Blaðið sem gaf sig út fyrir að vera rannsóknarblaðamennskublað á meðan að margir töldu það vera á botni blaðamennskunnar. Ólafur var einn af þeim sem aðhylltist þá skoðun og hafði þetta um málið að segja: „Vinnubrögðin á DV vom skelfileg og maður veit ömgglega ekki nema helminginn af því... Þetta var níðingsblaðamennska sem gekk út á að velta sér upp úr ófömm fólks með mjög óvönduðum hætti. Eg veit að blaðið hótaði stundum fólki umfjöllun ef það kom ekki í blaðið og var sterklega gefið í skyn að sú umfjöllun yrði ekki viðkomandi mjög hagstæð.“ Agnes bætir við þetta og segist ekki hafa verið hreykin af að vera í sama stéttarfélagi og þeir menn sem vom að gera út á veikindi, niðurlægingu og örbirgð annarra með misjafnlega skelfilegum afleiðingum. Jóhannes tekur undir með kollegum sínum og nefndi dæmi um hvemig Kompás nálgaðist málin með ólíkum hætti og DV. Sagði hann svokallaði tamningamaðurinn í Kompás þættinum hefði t.a.m. ekki verið myndbirtur vegna þess að hann væri ekki opinber persóna. Sýnir það best hvaða álit Jóhannes hefúr á þeim aðferðum sem viðhafðar vom á DV. Vinstri slagsíðan Ólafúr hefúr miklar skoðanir á því hvemig honum finnst ijölmiðlar standa sig og vílar það ekki fyrir sér að gagnrýna starfsaðferðir annarra blaðamanna meðan margir kollegar hans vilja halda slíkum skoðunum útaf fyrir sig. í því sambandi má nefha ítök stjómmálaflokka í fjölmiðlum. Löngum hefir t.d. verið talað um að vinstri slagsíða einkenni suma þeirra. Hvort hún eigi við rök að styðjast skal ósagt látið en þó verður að viðurkennast að hægri menn em sennilega líklegri til að vinna í banka en áblaði. Ólafúr sagði þetta um vinstri hliðina: „Á tímabili var Fréttablaðið orðið Samfylkingarblað en núna er erfitt að sjá einhverja skipulega salagsíðu á þeim bænum... Utvarpið stendur með umhverfissinnum gegn stóriðju og það sást í umljöllun þess um álverið í Hafharfirði... Mér fannst Stöð 2 vera með vinstri slagsíðu í seinustu sveitarstjórnarkosningum 1 umfjöllun sinni á kosninganóttinni um fyrstu tölur og hvemig túlka bæri úrslitin.“ Almennt séð að mati Ólafar, þá hallast fréttamenn til vinstri. Starfsaðferðírnar En hvemig er með starfsaðferðir fjölmiðla almennt? Hallar bara á greyið hægri menninna sem vinna í bönkunum? Helsti galli Stöðvar 2 að mati Ólafs er að uppslættimir í upphafi fréttatímans ganga lengra en fréttin sjálf. Aðeins í ætt við æsifréttamennskustíl, er algjör óþarfi og kemur þeim í koll þegar uppi er staðið. „Morgunblaðið á til alls konar undarlegheit," að mati Ólafs og finnst fréttaskýringamar sem hafa verið á forsíðunni stundum mjög fúrðulegar. „Þetta er nýtt hjá þeim að vera með efni á forsíðunni þar sem ekki er skrifað á stofhanafréttamáli heldur er eins og þú sætir á kaffihúsi og blaðamaðurinn væri að segja þér hvað væri málið. Dæmi um nokkurt taktleysi hjá Morgunblaðinu var umfjöllunum að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn mjög grænn sama dag og Vinstri hreyfingin - Grænt framboð hélt landsfúnd. Það var engin frétt í þessu og augljóslega verið að þjóna hagsmunum flokksins," segir Óalfúr. Traustið En getum við treyst fjölmiðlum miðað við það sem fram hefúr komið? Agnes er ekki viss en hún telur að hægt sé að treysta Morgunblaðinu eins og gefur að skilja. Ólafúr setur fyrirvara á traustið: „Það er eins og að spyrja: Getur þú treyst manni sem lýgur einu sinni í mánuði? Þú vilt alla vega ekki treysta þeim í blindni. Oftast segja þeir satt og rétt frá og vinnubrögðin til fyrirmyndar í meirihluta tilvika en það eru alltaf þessi tilvik og þau koma reglulega upp. Það þýðir að þú þarft alltaf að vera á varðbergi, þú veist ekki hvenær ósanna fréttin kemur. Það þarf að temja sér að horfa á fréttir með gagnrýnum augum.“ Enginnerfullkominn Fjölmiðlar þurfa að fá stöðugt aðhald. Spumingin er hins vegar hver eigi að veita þeim það. Lesendur? Ríkið? Eigendur? Jóhanneserr ekki í vafa og segir að það sjáist best með endalokum DV á sínum tíma að fólkið í landinu eigi að sjá um það hlutverk. Agnes tekur annan pól í hæðina og aðhaldið fyrst og ffernst eiga að vera í verkahring fjölmiðlanna sjálfra. Blaðamannafélag Islands hefúr sínar siðareglur og það er visst aðhald en hún telur jafnframt að ritstjómir hvers fjölmiðils verði að setja sína starfshætti. Ólafúr er nokkuð sammála Agnesi hvað þetta varðar og segir að Ijölmiðlar séu að mörgu leyti best til þess fallnir sjálfir. „1 fyrsta lagi vita fféttmenn hvaða hættur þarf að varast í starfinu og geta þannig áttað sig á hvar kollegar sínir hafa misstigið sig. I öðm lagi hafa þeir ofl einnig bakgrunnsupplýsingar um málið. í þriðja lagi hafa þeir meiri trúverðugleika ef þeir hafa gagnrýni sína málefnalega og vandaða. Þá held ég að fólk leggi frekar við hlustir en ef t.d. stjómmálamaður segir að eitthvað sé ósanngjamt. Stór hluti af því aðhaldi sem fjölmiðlar geta fengið er ffá þeim sjálfúm en það virðist vera eitthvað þagnarbindindi í gangi. Það er yfirlýst stefna hjá Morgunblaðinu að gagnrýna ekki aðra fjölmiðla. Þetta er alger reginmisskilningur því auðvitað er enginn fullkominn. Ef engin má gagnrýna nema sá sem er sjálfúr fúllkominn þá er enginn gagnrýndur og það er mjög slæmt. Það verður til þess að menn komast upp með alls konar óvandaðri vinnubrögð en ella. Allir Ijölmiðlar ættu hiklaust að skrifa og gagmýna hverja aðra þegar tilefni er til. En kannski vilja þeir ekki gagnrýna kollega sína og vera frekar í góðum fíling á næsta pressuballi. Kannski finnst þeim þeir ekki hafa efni á því vegna þess að þeir em ekki sjálfir fullkomnir. Enginn er fullkominn.“ Sjálfstæði ritstjórna og eignartialtí Ólafúr telur að eigendur hafi ekki áhrif dagsdaglega með því að hringja í blaðamenn og segja þeim hvað þeir eigi að skrifa. Það er frekar að þeir velja þá aðila til að stýra fjölmiðlunum sem þeir telja að séu þeim hliðhollir. Þar með séu áherslurnar lagðar hvaða mál verða tekin og við hverja er talað. Fjölmiðlar Blaðamenn átta sig ekki oft á hvað er í gangi. Að einhverju leyti stunda þeir sjálfsritskoðun. Ólafúr heldur að eignarhald hafi mest áhrif á skrif um viðskipti og viðskiptalega hagsmuni. Þar fari íjölmiðlamir síður gegn hagsmunum eigenda sinna. Heimildamenn Að lokum er ekki komist hjá að minnast á heimildamenn. Eðli málsins samkvæmt væri rannsóknarblaðamennska ekki uppá marga fiska án þeirra. Skiptar skoðanir em um það í þjóðfélaginu hversu mikillar leyndar heimildamenn eigi að njóta. Olafúr er þeirrar skoðunar að blaðamenn eigi aimennt ekki gefa upp heimildamenn sína. Aðalhættan er þó sú að nafnlausir heimildamenn noti blaðamanninn til að koma á ffamfæri einhverju bulli sem gagnast þeim vel í trausti þess að það verði aldrei sagt hverjir þeir em og þeir munu aldrei þurfa að standa fyrir því neins staðar. Blaðamaðurinn situr eftir í súpunni með ranga ffétt. Þegar blaðamenn lenda í því þá eiga þeir að upplýsa um heimildamanninn. Ólafúr heldur að flestir blaðamenn séu ósammála honum um þetta. „Ef ég kæmist að því að heimildamaður hefði yísvitandi leitt mig í gildru þá kæmi það mjög vel til greina að fletta ofan af heimildamanninn." Með því telur Ólafur að verið sé að gera blaðamennskunni greiða því þá gera menn þetta síður. Að hans mati er það frekar algengt að menn noti sér nafnleysið og skjólið til þess að afvegaleiða fréttamenn og menn gera það síður ef þeir geta þurft að standa fyrir máli sínu. Ólafúr telur það þjóðþrifaverk að taka þetta upp. Dagný Ingadóttir dagny@ffolvi. is Ljósmyndari: Sigurður Gunnarsson „Fáránlega ódýrt!“ Ungur háskólanemi segist hálf undrandi á símreikningum sínum eftir að hann skipti yfír í SKO. „Eg var að borga alltof mikið fyrir símnotkun og var eiginlega kominn í hálfgerðan vítahring. Eftir að ég skráði mig í SKO hefur allt breyst. Núna á ég alltaf smá pening afgangs um mánaðarmótin og ef ég tel allt árið þá er ég að spara heilan helling. Svo losnar maður líka við að fá þessa reikninga heim. Stór plús.“ Félag íslenskra hryðjuverkamanna Félag íslenskra hryðjuverkamanna, eða FIH, var stofnað með pompi og prakt síðastliðinn föstudag. Að sögn Guðjóns Sigurðarsonar, formanns, gjaldkera og ritara félagsins, hefur stofnun þess verið í bígerð í nokkur ár en ekki gefist tími til að ganga formlega frá málunum. Guðjón er eini meðlimur félagsins en telur það ekki koma að sök þar sem hann hafi urn árabil verið öflugur í hryðjuverkastarfsemi ýmiss konar en meðal afreka hans á því sviði má nefna að hann lét bananahýði falla við hlið öskutunnu árið 1974 og henti reikningsyfirliti frá bankanum án þess að opna það í ágúst árið 1982. Guðjón Sigurðsson hryðjuverkamaður glaðbeittur á svipinn. Ánægður eigandi stúdentakorts SKOog Stúdentakortíð - hin fullkomna blanda? Allir viðskiptavinir SKO sem eru með stúdentakortið geta fengið 500 kr. inneign á mánuði út skólaárið og því um stórfenglega kjarabót að ræða. Ungur stjómmálafræðinemi sem mætti í vísindaferð til SKO komst svo að orði: „Ég hef varla þurft að kaupa mér inneign síðan ég skráði mig í SKO. Þetta er einfaldlega hin fullkomna blanda - svona eins og kók og prins!“ Tala meira. Hringt í SKO GSM-síma 4 r Hringt í aðra GSM- og heimasíma í alla GSM-síma á Islandi SKO og Stúdentakortið SKO býður jafngóda GSM-þjónustu og hin simafyrirtækin, innanlands og erlendis. Eini munurinn er lægra verð! Pað kostar EKKERT að færa GSM-símanúmerið til SKO. Þú skráir þig í þjónustuna á www.sko.is. ODYRA SIMAFELAGIÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.