Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 20
Hljóntsueitin the TónflyUendurnir í Mínus. Creat northern Whalekill I desember síðastliðnum hélt hljómsveitin mínus vestur um haf, nónar tiltekið til Los Angeles. Ólíkt fyrri ferðum sveitarinnar sem hafa að mestu snúist um tónleikahald, var markmiðið nú að taka upp plötu sem var og gert. Ekki vanþörf á, því rnargir voru farnir að hafa áhyggjur af hljómsveitinni enda rétt tæp fjögur ár siðan meistarastykkið Halldór Laxness leit dagsins Ijós. Afraksturinn kom svo út fyrir skemmstu og hefur vakið verðskuldaðaathyglLSúathyglihefur að mestu veriðgóð og gagnrýnendur sem og almenningur hafa lofað gripinn. Það eru þó ekki allir jafn sáttir. Hvalaverndunarsinnar, grænfriðungar og grænmetisætur víða í heiminum hafa mótmœlt og kannski skiljanlega, þvi lítil hætta er á að platan verði boðin til sölu á lífrœnum mörkuðum í sumar. Astœðan? Jú titillplötunnar er: THE GREAT NORTHERN WHALEKILL. Blaðamaður Stúdentablaðsins mælti sér mót við þá Frosta, Bjama og Þröst til aó ræða um nýju plötuna og hvað væri framundan hjá mínus. NÚ ERU FJÖGUR ÁR SÍÐAN SÍÐASTA PLATA KOM ÚT. AF HVERJU ALLUR ÞESSI TÍMI? Frosti: Við höfúm alltaf gefið okkur góðan tíma í það sem við erum að gera. Þannig að það stóð aldrei til að það kæmi strax önnur plata í kjölfarið á Halldóri Laxness. Enda sjáum við enga ástæðu til að hamra eitthvað jám meðan það er heitt. Við emm í tónlistinni af öðmm ástæðum og viðskiptasjónarmið hafa ekkert með þær að gera. Bjami: Síðasta plata var endurútgefin erlendis einu og hálfu ári eftir að hún kom út héma heima. Hún gekk því í endurnýjun lífdaga ef svo má segja. Það var farið í smá markaðsherferð með plötuna og henni pakkað í nýjar umbúðir. Svo þurfium við líka að fylgja henni eftir úti og það tók sinn tíma. •Þröstur: Ferlið, sem var búið hér heima, hófst því aftur úti. Svo lá líka ekkert á en við emm mjög ánægðir með að nýja platan er nú loksins komin út. NÚ HEFUR MÁTT GREINA MIKLAR BREYTINGAR Á TÓNLIST YKKAR Á MILLI PLATNA. ER ÞAÐ SAMA UPPI Á TENINGNUM HÉR? Bjarni: Já og nei. Þetta er samt ekki jafn stórt stökk og á milli Hey Johnny og Jesus Christ Bobby og svo aftur Jesus Christ Bobby og Halldórs Laxness. Þröstur: Á þessari plötu erum við iyrst og fremst að fúllkomna þann hljóm sem við lögðum grunn að á síðustu plötu. Með henni vorum við að gera eitthvað alveg nýtt. Kmmmi farinn að syngja með hreinni röddu og uppbygging laganna allt öðmvísi en áður. Við emm búnir að ná betri tökum á því sem við vomm að gera þá. Bjami: Þetta er svona Use Your Illusion 1&2 (plötur Guns N' Roses, innskot blaðamanns), við emm búnir að ná tökum á stílnum og þurfúm því aldrei að gera svona plötu aftur. Frosti: Þessi plata, líkt og þær fyrri, hljómar bara óumdeilanlega eins og mínus. Við erum búnir að koma okkur upp okkar eigin hljóm fyrir löngu, sem gerir það að verkum, að í hvert sinn sem þú heyrir lag með mínus þá veit fólk hvaða hljómsveit er þar á ferð. Þetta er eiginleiki sem allir skapandi listamenn verða að hafa. Þessi plata var tekin upp undir ÖÐRUM KRINGUMSTÆÐUM EN FYRRI PLÖTUR. HAFÐI ÞAÐ MIKIÐ AÐ SEGJA VARÐANDI ÚTKOMUNA? Bjarni: Já, það hafði mikið að segja. Það er auðvitað allt annað mál að vinna með heimsþekktum upptökumönnum sem unnið hafa með mörgum af okkar uppáhalds böndum en að vinna plötu með vini okkar Curver Thoroddsen. ÉgmeinaJoeBarresi hefur tekið upp plötur með Tool, The Jesus Lizard, Kyuss, Queens of the Stone Age og Tomahawk og Husky Höskulds með Fantomas og Peeping Tom. Þannig að fá að vinna með svona náungum er auðvitað frábær lífsreynsla. Þröstur: Þetta var óneitanlega fagmannlegra umhverfi, fullkomið stúdíó og svoleiðis. Síðan var Joe Barresi sífellt að benda okkur á hluti sem við höfðum ekki tekið eftir og sá hluti sem aðrir eiga erfitt með að sjá. Það gerir hann jú að þessum virta upptökumanni sem hann er. Bjami: Það skipti líka miklu máli að fá algeran frið til að vinna. Þurfa ekki að hlaupa út úr stúdíóinu eftir að upptökum var lokið á kvöldin að kaupa í matinn eða þrífa íbúðina. Þröstur: Andrúmsloftið var líka miklu meira eins og við værum í sumarfríi. 25 stiga hiti úti, strönd, barir, strippbúllur og veitingastaðir. Það hafði góð áhrif á geðheilsuna. Frosti: Þetta er þó alls ekkert endilega besta leiðin til að taka upp plötu. Þetta var engu að síður afbragðs tilbreyting frá þeim upptökuaðferðum sem við höfðum áður kynnst. Líkt og fyrr er mikið lagt í UMBÚÐIRNAR. Er ÞAÐ ÓRJÚFANLEGUR HLUTI AF PAKKANUM? Bjami: Við leggjum mikla áherslu á að umbúðirnar styðji við innihaldið. Til að fólk kaupi plötu, í staðinn fyrir að ná í hana á netinu, verður að vera eitthvað varið í umbúðirnar. Þetta verður að vera einn pakki sem gaman er að eiga og þess vegna verða umbúðimar að vera í lagi; veglegar og flottar. Frosti: Ég hef persónulega aldrei skilið hljómsveitir og listamenn sem leggja enga áherslu á útlit plötuumslaga sinna. Sjáðu til dæmis allt fjöldaframleidda sorpið sem kemur frá Senu. Þar virðist hönnunardeildin samanstanda af einum og sama manninum sem gerir öll koverin. Það virðist vera lagður álíka mikill metnaður í þau og lagður er í Hagkaupsbæklinginn sem kemur út fjórum sinnum í viku. Þröstur: Það er auðvitað þannig að þegar maður hlustar á alvöru plötu skoðar maður hulstrið og pælir í því. Það er stór hluti af upplifuninni. Nú HAFA FJÖLSKYLDUAÐSTÆÐUR HJÁ EINHVERJUM YKKAR BREYST, BÖRN KOMIN f SPILIÐ OG FLEIRA. HVAÐA ÁHRIF HEFUR ÞETTA HAFT Á YKKUR OG HLJÓMSVEITINA? Þröstur: Aðstæður hafa vissulega breyst og þá aðallega hjá Bjama og Bjössa sem em orðnir feður. Við hinir erum ennþá algerlega ábyrgðarlausir. Bjarni: Þetta hefur lítil áhrif haft á hljómsveitina sem slíka. Maður þarf að skipuleggja tíma sinn betur og er því betur fókuseraður á það sem maður er að gera hverju sinni. Maður er hættur að hugsa eingöngu um rassgatið á sjálfúm sér og þetta drífur mann áfram í því að ná árangri. Þröstur: Við munum halda áfram að fara í tónleikaferðir erlendis enda enginn heimsendir þó menn eignist krakka. Þið hafið verið að spila TÖLUVERT ERLENDIS. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA AF ÞEIM VÍGSTÖÐVUM? Þröstur: Við vitum í raun lítið um það. Við losnuðum undan samningi sem við vomm með hjá Sony og erum því núna með hreint borð og getum farið að þreifa fyrir okkur á þeim vettvangi að nýju. Bjarni: Platan er nýkomin út héma heima og svo er bara að sjá hvað verður með markaðinn erlendis. Við munum spila fyrir einhverja erlenda útgefendur en þetta tekur allt svo svakalegan tíma svo það er best að 201 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.