Stúdentablaðið - 01.05.2007, Qupperneq 22
Námið
Flestir háskólanemar stunda einhverja vinnu
með skóla, 50% vinnu, hlutavinnu eða kvöld-
og helgarvinnu. Allt til þess að geta borgað
næsta reikning. En fœst okkar eru þó þeim
hœfileikum gædd að geta unnið 100% vinnu
og verið i 100% námi af fullum krafti á sama
tíma. Sumum munar samt ekkert um það.
Blaðamanni Stúdentabaðsins lék forvitni á
að vita hvernig fólk fer að þvi að sameina öll
sín hlutverk. Eru skipulagðari persónur búnar
heraga? Eða lœtur eitthvað undan þegar
manneskja tekur á sig 200% vinnu? Til dæmis
félagslífið eða fjölskyldulífið? Er skólakerfið
ekki nægilega krefjandi að mati þeirra sem
geta sinnt fullri vinnu með námi?
100% vinna með
100% námi
Áekkiaðkoma heim?
Skúli Skúlason hefur stundað nám samhliða
vinnu síðan 2001 en þá byrjaði hann í
viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Yngri
dóttir hans var þá aðeins 11 ára og sú eldri 14
ára. 1 dag er hann að klára M.A. nám í stjómun
og stefnumótun við Háskóla íslands og vinnur
sem rekstrarráðgjafi hjá Capacent. Aður vann
Skúli sem fjármálastjóri ÍTR. Honum fannst vera
kominn tími til að skipta um umhverfi. „Þetta er
nú samt ekki alltaf búið að vera auðvelt," segir
hann. „Yngri dóttir mín hringdi í mig um daginn
og spurði hvort ég ætlaði ekki að fara koma
heim. „Jú jú, ég kem heim eftir smá tíma,” sagði
ég. „Nei pabbi, ég meina í alvöru heim. Ég er að
verða fullorðin án þess að þú sért búin að taka
eftir því.” Það var svolítið sárt að heyra.“
Skipuleggurvikuísenn
„Ég reyni að skipuleggja mig fyrir vikuna, ekki
lengra, nema ef stór verkefni koma upp. Það er
ekki hægt að gera langtímaplön þegar maður
er að gera svona margt í einu.“ Skúli segist
skipuleggja allt á tölvudagbók sem hann geti
vart verið án. Annars er ekki mikið jafnvægi
á milli vinnu, skóla og fjölskyldu hjá honum í
dag. „Fjölskyldan situr á hakanum, án þess að
það sé ætluninn, en það bara gerist. Svo á maður
auðvitað ekkert félagslíf, fæ alltaf samviskubit
ef ég fer út, gæti verið heima að læra“ segir
Skúli. „Ég held það sé samviskubit sem er þekkt
á meðal háskólanema, eða er það ekki?“
HR meíri hrdfur en HÍ
Þar sem Skúli hefur bæði stundað nám í HR og
í HÍ var ekki úr vegi að spyrja hvort munur sé á
milli skólanna að hans mati. „Sum námskeið í
skólanum eru ekki með nógu miklar kröfur, það
á bæði við um HR og HÍ en mér finnst meira
vera tekið á því í HR.” Skúla finnst nemendur
hafa meira um námið að segja í HR, „ef við
erum ekki ánægð með námið og kvörtum þá
er það bara lagað.“ Kerfið í HR er þannig sett
upp að hver árgangur er með nemendafulltrúa.
Skúla finnst það kerfi vera áhrifameira en
kennslukannanimar í HI. „Vandamálin koma
fyrr í ljós með nemendafulltrúa heldur en þegar
kennslukannanir eru gerðar“, segir Skúli, og
hefúr sjálfsagt lög að mæla í þeim efhum.
SkúliSkúlason
ekki vilja gera þetta aftur,“ bætir hún við.
Meðan Marín var á fyrra ári sínu í M.A.
náminu stundaði kærasti henanr nám erlendis.
„Ég held það hafi bjargað sambandinu mínu, þá
gat ég nýtt frítíma minn í það að læra en þurfti
ekki að deila tímanum með honum, ég meina
það er erfitt að vera með manneskju sem gerir
ekkert annað en að læra og vinna“, segir Marín
og hlær.
Kennarar sýna nemendum skilning
En hvað um kröfumar sem skólinn setur
nemendum sínum, em þær of litlar? „Nei það
held ég alls ekki, ég hef náttúrulega aðeins
verið í mannfræði en þar em kennaramir alveg
að sýna nemendunum skilning um að lífið er
eitthvað meira en aðeins skólinn." Samt sem
áður snérist líf Marínar um fátt annað en námið
og vinnuna, vinirnir fengu að sitja á hakanum
„en ég er heppin að því leyti að eiga góðar
vinkonur. Þær voru duglegar að bjóða mér í
mat“, segir Marín að lokum og er auðsjáanlega
mjög þakklát vinkonum sínum.
Sveigjanleikí skíptir öllu
Asta Sól Kristjánsdóttir er ekki aðeins búin að
vera í námi með vinnu í rúmlega 7 ár, heldur
er hún einnig með fjölskyldu. Síðastliðið ár
hefur hún verið í 100% námi með 100% vinnu.
Asta Sól er að klára M.A.- nám í blaða- og
fréttamennsku við Háskóla íslands en áður
kláraði hún B.A. í ensku og kynjafræði og
Hagnýta fjölmiðlun. Samhliða náminu hefúr
hún mest allan tfmann unnið 100% vinnu hjá
Norrænafélaginu sem verkefnisstjóri Snorra
verkefnis. Að sögn Ástu skiptir það höfúð máli
við að sameina nám og vinnu að yfirmennimir
séu sveigjanlegir því annars sé þetta elcki hægt.
„Ég vinn þá bara lengur þá daga sem ég þarf að
fara í skólann,“ segir Ásta og gefúr blaðamanni
það á tilfinninguna að henni finnist þetta ekkert
mál.
Sérfræðingur í „Post it“ miðum
„Ég er skipulögð að eðlisfari,“ segir Ásta Sól
í sömu andrá og hún sýnir blaðamanni miða.
Á þeim sést hvemig hún skipuleggur daginn.
„Ég skrifa allt sem ég þarf að gera fyrir daginn,
á litla gula „post it“ miða. Ég skrifa einn fyrir
skólann, annan fyrir vinnuna og enn annan fyrir
allt persónulegt sem ég ætla að gera. Stundum
er ég komin með svo mikið af miðum að ég veit
ekki lengur hvemig ég á að snúa mér,“ segir
hún og hlær. Hún bætir við að „gott skipulag er
lykillinn að því að láta hlutina ganga upp.“ Asta
og maðurinn hennar eiga líka tvo hunda þannig
að bæði kvölds og morgna þarf að fara út með
hundana. Það eykur kröfumar um gott skipulag
sem virðist þó yfirleitt ganga upp. „Það þarf að
púsla deginum saman en það tekst alltaf “
Kröfurnar mænu vera meiri
Aðspurð um kröfumar sem farið er fram á í
náminu segir Ásta að þær mættu vera meiri í
ákveðnum námskeiðum. „Ég hef samt alveg
tekið mér viku frí til þess að sinna skólanum
vegna þess að ákveðinn kúrs er það krefjandi,
en það fer þá bara af sumarfríinu. Annars
em námskeiðin mismunandi og kröfúmar í
kúrsunum líka.”
Það sem fær helst að sitja á hakanum hjá Ástu
er svefninn að dagsverki loknu. „Já, mér finnst
svo erfitt að klippa á eitthvað annað“, segir Ásta
að lokum.
Díana Dögg Víglundsdóttir
ddv@hi.is
ÁstaSólKristjánsdóttir
t|*w u rá*:.
RAUOl
K»oss
'SIANDS
Marín Þórsdóttir
Myndi ekki gera úetta aftur
Marín Þórsdóttir útskrifaðist með M.A. gráðu
í mannfræði júní 2006. Með náminu vann hún
fulla vinnu við upplýsinga- og markaðsmál hjá
Blóðbankanum. Marín segist aldrei hafa getað
gert þetta ef hún hefði ekki verið starfi þar sem
vinnutíminn var sveigjanlegur. Þannig fékk hún
leyfi til að ganga inn og út til að sækja tíma.
Hún slapp þó ekki við að sinna vinnunni því
verkefnin biðu alltaf eftir að vera unnin þegar
hún kom til baka.
Héltkærastanum!
Marín segir það ekki vera algengt að nemar í
mannfræði vinna með námi og hvað þá 100%
vinnu. Hún segir „aðeins einn hafði útskrifast
með M.A. í mannfræði á settum tíma á undan
mínum útskriftahóp, en við vorum svo þrjú í
mínum hóp, þannig það ég myndi ekki segja
að þetta væri normið.“ Marín segist heldur ekki
vita um neinn annan í mannfræðinni sem vann
100% vinnu með fúllu námi. „Ég veit ekki til
þess að neinn hafi unnið svona mikið með, þetta
er náttúrulega líka allt of mikið og ég myndi
221 Stúdentablaðið