Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Page 24

Stúdentablaðið - 01.05.2007, Page 24
Nýneminn Nýneminn í nærmynd Oft heyrist rcett um hversu mikil viðbrigði það séu að klára menntaskólann oghefja háskólanám. Nýútskrifaðir stúdentar fyllast oftar en ekki valkvíða á þessum mikilvægu timamótum. Þá má oft sjá ráfa ráðvillta í öngum sinum milli bása á skorakynningum háskólanna. Einhvern veginn tekst þeim þó flestum að komast i gegnum fyrstu önnina án teljandi skakkafalla. En hvernig œtliþaðgangi í raun og veru ? Hvernig tilfinning fylgir því að vera nýnemi við Háskóla Islands? Hvaða spurningar leita á nýnemann og hvar heldur hann sig? Stúdentablaðið ákvað að velta þessum margslungnu spurningum fyrir sér og setti sig í spor nýnemans. Tilhlökkunartímabilið - Fyrir annarbyrjun: Þetta er sá tími þegar hinn tilvonandi nýnemi tekst á við eina stærstu spumingu lífs síns; ætti ég að velja mér leiðinlega en hagnýta námsleið sem veitir mér greiðan aðgang að framtíðarféþúfum, eða á ég að velja þá sem gerir mig að hamingjusömum öreiga? Á þessu stigi stendur valið oftar en ekki á milli viðskipta- og hagfræðideildar og hugvísindadeildar. Margir nýnemar stríða við valkvíða á þessu mikilvæga tímabili. Ekki er þó nauðsynlegt að örvænta því þrátt fyrir að verðandi nýnemar haldi hið gagnstæða, þá ferst háskólaferillinn ekki þótt þeir skipti um skoðun síðar meir. Staðreyndin er reyndar sú að rétt eins og með framtíðarmakaval, prófa margir nýnemar fleiri en eina námsleið áður en þeir hitta á þá einu réttu. Helstu staðir til að hanga á: Háskólakynningar, heimasíða HÍ Og biðraðimar hjá FS, LÍN og Nemendaskrá. Einkennandi andlegt ástand: Óvissa, eftirvænting, kvíði, tilhlökkun og óbilanleg bjartsýni á framtíðina. Togstreitutímabilið - Upphaf annar: Hér hefst alvara lífsins þegar nýneminn þarf að takast á við nýtt nám, nýtt umhverfi, nýja kennara, nýja félaga og svo framvegis. Á þessum tímamótum stendur hann ffammi fýrir ýmsum spumingum sem valdið geta verulegum valkvíða og andlegri vanlíðan ef ekki er að gætt. Spumingar sem sækja á nýnemann á þessu timabili geta til að mynda verið af þessum toga: Á ég að nota stílabók eða fartölvu fyrir glósur? Á ég að sitja fremst í stofunni/salnum til að virðast áhugasamur eða á ég að setjast aftast til að geta spjallað við bekkjarfélagana þegar kennarinn sér ekki til? Á ég að mæta í vísindaferðina eða á ég að læra heima fyrir krossaprófið í næstu viku? í heimspekideild: Á ég að vera í lopapeysunni eða mussunni í dag? í lögfræðideild: Á ég að mæta með bindi eða Burberry’s trefilinn? í sálfræðideild: Á ég að byrja að reykja og drekka svart kaffi til að falla í hópinn? í læknisfræði: Á ég að flytja lögheimili mitt í Læknagarð eða ffekar upp á Bókhlöðu? í kynjafræði: Á ég að mála mig fyrir tímann? Á þessu erfiða byrjunarstigi er það þó oftast nær skynsemin sem ræður vali nýnemans. Helstu staðir til að hanga á: ínni í kennslustofú (stundvíslega), heima en á Uglunni að skoða glæmr, í fyrstu vísindaferðinni (en bara ef það liggur enginn aðkallandi heimalærdómur fyrir), á kaffistofúnni á Þjóðarbókhlöðunni að eyða sumarhýmnni í lestrarpásum. Einkennandi andlegt ástand: Metnaður til náms, skipulagsvilji, mikil andleg togstreita. Skynsemi og jákvæðni hafa þó enn yfirhöndina. Kæruleysistímabilið - Á miðri önn: Þegar hér er komið við sögu, er töluvert kæmleysi farið að gera vart við sig hjá nýnemanum. Þeir sem völdu stílabækur í byrjun annar hafa nú flestir ef ekki allir fjárfest í fartölvum til að geta flakkað á Netinu eða lagt kapal meðan á misjöfnum fyrirlestmm stendur. Kennararnir em famir að biðja nemendur um að færa sig ffamar í stofunni svo þeir geti fylgst betur með og fostudagsvísindaferðir em fastur liður á stundaskrá nýnemans. Helsta togstreitan felst í spumingum á borð við þessar: Á ég að mæta í tíma eða á ég að taka „langt matarhlé" á Kaffitári í Þjóðminjasafninu? Á ég að glósa þessa glæpsamlega þykku, þurm bók sem gefin var út á fornöld eða á ég að biðja sessunaut minn um að lána mér glósumar sínar rétt fyrir prófið (ath. þetta á ekki við ef þú ert nýnemi í hjúkrun og enginn tímir að lána þér glósur af ótta við samkeppni)? Ætti ég ekki bara að afpanta hópavinnuherbergið á Bókhlöðunni klukkan átta í fyrramálið og stinga upp á að við hittumst frekar klukkan átta um kvöldið á Stúdentakjallaranum? Það þarf vart að taka fram að á þessu tímabili er áðumefnd skynsemi nýnemans á bak og burt. Helstu staðir til að hanga á: Öll helstu kaffihús og barir borgarinnar, leikjanet.is (í tímum), útsölur verslana og Stúdentakjallarinn um leið og hann opnar á daginn. Einkennandi andlegt ástand: Metnaðarleysi, almenn leti, einbeitingarleysi, þynnka og deyfð sem dregur úr námsmætti nýnemans. Örlítill vottur af samviskubiti sem gleymist þó jafnskjótt og fyrsti bjórinn er opnaður í næstu vísindaferð. Áfallstímabilið - í lok annar: Þegar aðeins fáeinar vikur eru eftir af önninni, fá flestir nýnemar andlegt áfall í aðdraganda próftímabilsins. Sjokkið er þó í mismiklum mæli eftir því hversu skynsamlega eða óskynsamlega nýnemarnir hafa hegðað sér á fyrri tímabilum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá falla fæstir þeirra í gryíju svartsýni og volæðis á þessum tímapunkti heldur fyllast þess í stað endumýjaðri orku. Fögur fyrirheit eru gefin um heilbrigt lífemi, nákvæma skipulagningu og nýtingu upplestrarfrísins. Glósuhópar eru myndaðir í gríð og erg og próflestrarplön lögð fyrir síðasta sprettinn. Spumingarnar sem nýnemar glíma við á þessu krefjandi tímabili eru aðallega eitthvað á þessa leið: Á ég að lifa á safapressuðum, lífrænum ávöxtum og Ginsengi næstu vikumar eða fá orku og úthald úr kaffi, gosi og nammi? Á ég að fá mér næturaðgangskort að Odda eða á ég að treysta á gildi góðs nætursvefns? Ekki þarf að Ijölyrða um að flestöll fyrirheit og metnaðarfull plön fara forgörðum hjá mörgum nýnemanum og meirihluti þeirra lýkur þessu tímabili ólesinn og ósofinn í sykur- og/koffeinsjokki. Helstu staðir til að hanga á: Allar háskólabyggingar og bókasöfn sem bjóða uppá lestraraðstöðu, prof.is, ged.is, Heilsuhúsið og Nammiland. Einkennandi andlegt ástand: Samviskubitafverstusort,eftirsjáeftir tímaeyðslu á kæmleysistímabilinu og prófkvíði. Skynsemin borin ofurliði af prófstreitu. Nina M. Jónsdóttir nmjl@hi.is við seljum geisladiskum fólk... Smekkleysa Plötubúð á nýjum stað! fÆ ' vertu íplús og kauptu Mínus og Björk Mínus - The Great Northern Whalekill Kemur í verslanir í dag 1 sömu ferð Björk - Volta 2. upplag kemur í verslanir í dag Smekkleysa Plötubúð Laugavegi 28 • sími 534 3730 241 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.