Stúdentablaðið - 01.05.2007, Page 26
islenskunim
Frá S-Ameríku til Aðalbyggingar
Þær vekja óneitanlega eftirtekt innan
veggja Háskólans enda sjaldgæft
að hitta fyrir nunnur i fullum
skrúða að tékka á tölvupóstinum
sínum í tölvuverinu. En þessar
blá-/gráklæddu, brosmildu systur
eru líka alveg sérstakar og líkjast
alls ekkert þeirri úreltu ímynd
sem flestir íslendingar hafa af
kaþólskum nunnum. Þær eru hvorki
gamlar, strangar né úr takti við
tímann heldur ungar, eldhressar
og nútimavæddar. Maríusysturnar
fjórar; systir Maria de Pentecostés,
systir María Reina del Paraíso, systir
María Reina de los Cielos og systir
María Máe de Deus féllust á aó
ræða við Stúdentablaðið um dvölina
á lslandi, námið og trúna.
Þær eru nýkomnar heim úr daglegri
kvöldmessu í Jófríðarstaðakirkju í
Hafnarfirði þegar þær setjast niður
með blaðamanni um kvöldmatarleytið.
Aðspurðar segjast þær ekki þurfa
að borða fyrst því þær séu vanar að
matast seint á kvöldin. Það sé ein
þeirra hefða frá heimaslóðunum sem
þær haldi fast í. Það kemur reyndar
ekki á óvart að matmálstímamir séu
ólíkir því sem hér tíðkast enda em
heimaslóðir þeirra í annarri heimsálfú
og allt öðmm menningarheimi, nánar
tiltekið í Suður - Ameríku. Þrjár
systranna koma frá Argentínu en
sú fjórða, systir Máe de Deus er frá
Brasilíu. Það liggur því beinast við
að byrja á að spyrja þær, hvenær og
hvers vegna þær hafi komið alla leið
hingað til íslands.
Köllun en ekki starf
Pentecostés: „Við komum hingað
í september 2004 í fyrsta skiptið
en þá var príorinnan (yfimunna
klausturreglunnar) með okkur fyrstu
vikuna. Príorinnan bauð okkur að
fara til íslands og við gerðum það.
Við verðum nunnur til þess að fylgja
köllun Guðs og fylgjum Honum alla
ævi okkar, hvert sem Hann leiðir
okkur.“
Slík köllun er líklega ofar skilningi
hins almenna, vantrúaða íslendings
sem flyst varla búferlum nema hann
ákveði það sjálfur og hvað þá á milli
heimsálfa. Systir Pentecostés útskýrir
þetta nánar þegar hún svarar því til
af hverju þær hafi kosið að verða
nunnur.
Pentecostés: „Þetta er erfitt fyrir
íslendinga sem og annað fólk að
skilja því þetta er köllun sem kemur
frá Guði. Fólk hugsar um þetta sem
starf, til dæmis eins og að vera læknir,
en það er ekki rétt. Þetta er ekki starf
heldur köllun. Sumir hafa þá köllun
að giftast og stofha fjölskyldu, okkar
köllun er sú að tilheyra Guði ejnum.
Hann býður börnum sínum að nálgast
sig og sumir segja nei en aðrir já. Þetta
er ekki vinna í okkar augum heldur
köllun sem breytir öllu lífi okkar."
Reykjauík, Island
Köllunin hefúr svo sannarlega breytt
lífi þessara ungu nunna sem voru á
aldrinum 16 til 23 ára þegar þær fengu
hana og gengu til liðs vió alþjóðlegu
klaustursregluna Servidoras del Seftor
y de la Virgen de Matará (Maríusystur
til einfoldunar fyrir okkur Islendinga).
Reglan sem skiptist í karla- og
kvendeildir starfar nú í 22 löndum
og meðlimir hennar eru rúmlega 700
talsins.
Pentecostés: „í henni eru bæði
prestar, munkar og nunnur í lokuðum
klaustrum en líka trúboðar eins og við
sem ferðumst milli staða og boðum
trúna.“
Systurnar fjórar sem fengu það
viðamikla verkefni að breiða út trú
sína hér á landi, þekktust aðeins
lítillega áður en þær voru sendar
hingað.
Pentecostés/Máe de Deus: „Við
erum úr sömu reglunni en bjuggum
í mismunandi klaustrum. Við getum
búið með reglusystrum alls staðar að
úr heiminum en þekkjumst sjaldnast
fyrirfram."
Þær þekktu þó enn minna til
áfangastaðarins en sambýlinga sinna
fyrir komuna.
Pentecostés: „Við vissum bara að
Reykjavík væri höfúðborg íslands
eins og við lærðum um í skólanum.
Tveimur árum áður en við komum
hingað, fengum við svo stofnanda
reglunnar okkar í heimsókn sem Iýsti
landinu og fólkinu fyrir okkur. En
áður en hann kom, vissum við lítið
sem ekkert."
EKKíeinsogí
biomyndunum
Þrátt fyrir takmarkaðar upplýsingar
segjast systurnar samt ekki hafa
fengið slæmt menningarsjokk við
komuna til landsins enda treysti þær á
að Guð leiði þær ekki í ógöngur.
Pentecostés: „Island var auðvitað allt
öðruvísi en það sem við þekktum en
viðsemtrúboðarerumundirbúnarfyrir
að takast á við hvað sem að höndum
ber. Skiptir ekki máli hvort við forum
til fátækra eða ríkra landa, hvort við
vinnum með bömum eða öldruðum.
Við eigum ekki í vandræðum með að
nálgast fólk sem á erfitt eða er lokað.
Við höfum öðruvísi hugmyndir en
aðrir því við treystum því að Guð
hjálpi okkur í öllum störfum okkar og
gefi okkur máttinn til að geta þetta.
Annað fólk kemur kannski til að
starfa héma í stuttan tíma og vinna
sér inn peninga. Fyrir það skiptir ekki
endilega máli að læra tungumálið eða
hvort Ioftslagið sé gott eða slæmt. Við
erum héma á öðmm forsendum því
við viljum breyta þvf sem miður fer
í samfélaginu og veita sáluhjálp þar
sem hennar er þörf.“
Markmið þeirra Maríusystra em
því önnur en flestra útlendinga sem
hingað sækja, en hvemig skyldu
fslendingar hafa tekið á móti þeim?
Pentccostés: „Bara vel, fólk er mjög
kurteist við okkur. Það er dálítið
skrítið fyrir Islendinga að sjá okkur
úti á götu. Þeir vita lítið um nunnur,
kannski bara úr bíómyndum. Þeir
veita okkur þó nokkra athygli en em
líka mjög þolinmóðir við okkur.“
Tala meíralesa minna
Þolinmæði í garð útlendinga er
einmitt lykilatriði þegar kemur að því
að læra og þjálfa íslenskukunnáttuna.
Systurnar hafa allar nema ein, sótt tíma
í íslensku fyrir útlendinga síðastliðin
tvö ár. SystirParaíso, sem hefúrnýlega
bæst í hópinn, sækir nú námskeið
hjá Mími en ætlar hugsanlega í HI
á næstu önn. Inntar eftir því hvemig
íslenskunámið gangi, svara þær vel
en gjóa svo augunum, flissandi á hver
aðra. Systir Pentecostés, sú sem hefur
oftast orð fyrir þeim enda búin að
vera hér lengst ásamt systur Cielos,
viðurkennir á lýtalausri íslensku að
þær hafi verið afar námsfúsar fyrsta
árið sitt í náminu en áhuginn hafi
farið dvínandi.
Pentecostés: „Á öðm ári er
minna um málfræði en meira um
bókmenntafræði, íslendingasögumar
og fleira þess háttar. Við leggjum
mesta áherslu á að læra málnotkunina
til að geta talað við fólk. Við vorum
duglegar að æfa okkur en ekki eins
duglegar að lesa heima.“
Eins og gjamt er um aðflutta nýbúa
jafnt sem boma og bamfædda
íslendinga, á málfræðin það til að
vefjast fyrir þeim. Systumar em þar
engin undantekning.
Cielos: „Erfiðast við íslenskuna?
Það er málfræðin, alltof margar
undantekningar!“
Blaðamaður getur vel tekið undir
það en hvemig skyldi þeim hafa verið
tekið innan háskólans?
Máe de Deus: „Fyrsta árið var fólk
pínu hissa þegar það sá okkur. Þá
vorum við líka átta saman í náminu;
tveir prestar, tveir munkar og við.
Kennararnir og nemendurnir voru
forvitnir um hvaðan við værum og
hvað við værum eiginlega að gera
hér.“
Fjallaklifur í frístundum
Það er ekki örgrannt um að sama
forvitni nái til blaðamanns sem
stenst ekki mátið að spyrja hvemig
venjulegur dagur í lífi nunna sé. Þær
skella allar upp úr og em skjótar til
svars.
Pentecostés: „Venjulegur dagur
er ekki til hjá okkur! Allir dagar
eru mismunandi. Vikan okkar er
þéttskipuð, við forum í skólann
og læmm heima, sjáum um
trúfræðslu fyrir börn, skipuleggjum
bamaskemmtanir og kórastarf,
sækjum messur á hverju kvöldi og
um helgar. Við heimsækjum líka
fólk, eldum og þrífum heima hjá
okkur óg í kirkjunni. Svo höfum
við tilbeiðslustundir hér heima á
morgnana og kvöldin."
En líf systranna snýst ekki bara um að
sinna náminu og öðmm sky ldustörfum
því þær eiga líka fjölbreytt áhugamál
sem þær stunda í frítíma sínum.
Paraíso/Cielos/Pentecostés/Máe
de Deus: „Við spjöllum saman,
lesum bækur, sendum tölvupósta til
fjölskyldna okkar, fömm í göngutúra,
spilum og margt fleira.“
Eins og flestir útlendingar sem
hingað koma til lengri eða skemmri
dvalar, em systurnar áhugasamar um
íslenska náttúm og hafa heimsótt
fleiri staði innanlands en margir
innfæddir Frónbúar. Þær hafa þegar
farið hringinn um landið og láta sig
ekki muna um að hlaupa upp um fjöll
og fimindi til að njóta útsýnisins sem
best.
Paraíso/Cielos/Pentecostés/Máe de
Deus: „Já, við höfum ferðast mikið.
Sáum meðal annars Skógarfoss,
Kirkjubæjarklaustur, Skálholt, Geysi,
Þingvelli, Bamafoss, Hvalfjörð,
Reykholt...Svo fómm við upp á
Helgafell, Keili og Esju.“
Grátaekkiafheimbrá
Þar sem systumar þekkja orðið land
og þjóð svona vel þykir blaðamanni
óhætt að spyrja hinnar ofnotuðu en
óumflýjanlegu alíslensku þjóðrembu-
spumingar; „how do you like
Iceland?“ Eða „hvernig líkar ykkur á
íslandi?" á hinu ylhýra.
Pentecostés: „Mjög vel, hér er allt
í lagi að vera og okkur gengur vel
hérna. Við gemm í rauninni það
sama og heima eins og að sofa, borða
og spjalla en allt annað er öðruvísi.
Maturinn, veðrið, önnur þjóðtrú.
Argentína er hins vegar risastór með
mikinn mannfjölda og meirihlutinn er
kaþólskrar trúar."
Máe de Deus: „Það er bara eðlilegt
að við söknum stundum íjölskyldna
okkar og foðurlandsins en við grátum
ekki“ segir systir Mae de Deus,
hlæjandi þegar þær em spurðar hvort
heimþráin sæki að þeim.
Máe de Deus/Pentecostés:
„Ættingjar okkar hafa ekki enn getað
heimsótt okkur hingað því það er
langt að fara og ferðalagið er mjög
dýrt. En við höldum góðum tengslum
með því að hringjast á, skrifa bréf
og senda tölvupóst. Við tökum líka
fullt af myndum og sendum heim frá
íslandi."
Systurnar segjast ekki vita hvað
þær verði hérna lengi áfram en þær
bíði sallarólegar eftir frekari boðum
um það frá yfirboðurum sínum.
Pentecostés: „Aðeins Guð almáttugur
veit það. Þannig er líf hinna trúuðu,
við erum trúboðar og við vitum ekki
hvert eða hvenær við fómm næst.“
Þrátt fyrir óvissuna sem tilheyrir lífi
trúboðans, er ljóst að systumar taka
virkan þátt í íslenskum hversdagsleika
enda bíður þeirra lærdómur fyrir
lokaprófið í Beygingarfræði II, strax
að loknum síðkvöldverði.
Nina Margrét Jónsdóttir
nmjl@hi.is
261 Stúdentablaðið