Stúdentablaðið - 01.05.2007, Page 30
Ýmislegt
Félagslega
meðvitaður Hulk
Þegar margir hugsa um Hulk dettur
þeim helst í hug stóra græna risann
sem brýtur og bramlar allt sem í
vegi hans verður. Þeir sem vita
örlítið meira um kappann vita að
hann er einungis afsprengi reiði
David Banner, þ.e. í hvert skipti sem
manngreyið pirrast upp umbreytist
hann í stóra græna ferlíkið.
Ég kláraði BA gráðu í félagsfræði
fyrir þremur árum og hef alla tíð síðan
verið mikill áhugamaður um fræðirit
er tengjast félagslegum vandamálum.
Afbrotafræðin var mér sérlega
hugleikin. Einfaldlega allt sem opnar
augu manns fyrir bágum aðstæðum
tiltekinna hópa í samfélaginu finnst
mér áhugavert og ég gef því sérstakan
gaum.
Sökum góðra minninga af gömlu
sjónvarpsþáttunum um græna risann
ógurlega þá stökk ég á að kaupa
fyrstu seríu af Hulk. Síðan hef ég
verið að kíkja á alla þættina sem ég
kemst yfir og les mér til um þá sem ég
á erfiðara með að nálgast. Eftir smá
pælingu komst ég að því af hverju ég
fæ eins mikla ánægju út úr þeim og
raun ber vitni. Flestir þáttanna koma
inn á félagsleg vandamál af einhverju
tagi.
Banner er talinn látinn svo hann er
stöðugt á flótta til að ekki komist upp
um hann. í hverjum þætti er hann
í nýrri borg og neyðist ávallt tii að
yfirgefa hvem stað í lokin. Hann fær
forsmekkinn af öllum mögulegum
vandamálumsemhannóvartsogastinn
i. Meðal vandamála sem hann tekst á
við eru barsmíðar á krökkum, margar
tegundir af spilltri smábæjarpólitík,
lánardrottnum sem hafa heljartök á
atvinnurekendum í litlum hverfum,
bágum aðstæðum svartra í Harlem
hverfinu og eiturlyfjavandræðum
hippakynslóðarinnar. Einnig fær
hann smjörþefinn af vandamálum
og aðstæðum heimilislausra, kynnist
erfiðleikunum hjá fólki handan
landamæranna sem reynir að smygla
sér inn i fyrirheitna landið og sér svo
beinum augum hve erfitt það reyndist
fyrrum hermönnum Víetnam stríðsins
að aðlagast samfélaginu á nýjan leik.
Með reglulegu millibili reitir einhver
Banner til reiði og þá birtist Hulk og
tuskar þá aðeins til-
Hulk þættimir hafa lifað ágætis
lífi í gegnum árin og er það ekki
tæknibrellum eða stórkostlegum
átakasenum að þakka. Það hefur
ekki farið fram hjá áhorfendum hve
mikilli orku þættimir eyddu í að
vekja athygli á ákveðnum málefnum.
Meira að segja þóttu sumir þættir
nýstárlegir, t.d. einn er varðaði stuld
læknasamtaka á bömum. Samtök
tóku nýfædd böm af bágstöddum
mæðrum og lofuðu þeim góðum
heimilum handa börnunum en vom
að nota þau til DNA rannsókna.
Það er gaman fyrir áhugamann um
félagsleg málefni að fá vissan skammt
í formi átakalítils skemmtiefnis.
Efnistök þáttanna em kannski ekki
brautryðjandi en þau fjalla á einlægan
og fræðandi hátt um mörg mein í
samfélaginu sem gott er að vekja
athygli á. Svo spillir það ekki fyrir
að fá græna risann að tukta illmennin
aðeins til.
Oddur Björn Tryggvason
obtl@hi.is
Stiörnumerkin
Vatnsberinn 121. ian.-t9. feb.)
Ef makinn öskrar framhjáhald segirðu já, bara til að vera
nastý. Þú rekur höfuðið alls staðar upp undir því þú telur
þig vera svo hátt yfir aðra hafinn.
Vanheill Vatnsberi: Mozart, endaði sem glórulaus og
auralaus alkó-hólisti.
Fiskarnir [19. feb.-20. mars)
Þú ert alltaf að læsa þig úti og manst aldrei hvar þú lagðir
bíldmslunni. Ert viðkvæmur og hömndsár fylupúki sem
felur sig í óhreinatauinu þegar vandamál banka á dymar.
Fingralangur Fiskur: Ami Johnsen: finnst gaman að
kýla.
Hrúturinn (29. mars-20. apríl)
Þú ert mddalegur og óþolinmóður skaphundur, sauðþrár
besserwisser og fyrirlítur annað fólk.
Háttsettur Hrútur: Tennessee Williams, þunglyndur
dóp- og alkahólisti sem kafnaði á pilluloki.
Nautið (20. apríl-21. maí)
Þú ert húðlatur nískupúki, þröngsýnn og þrályndur
þvermóðskuhundur sem étur eins og svín. Skiptir þér af
öllu, en manst ekki eftir neinu.
Napurt Naut: Adolf Hitler (morðóð geðveila sem skaut
sig).
Tvíburar (21. maí-20. júní)
Þú ferð í bakaríið, kemur heim eftir viku og segir að dekkið
á bílnum hafi sprungið (þú fórst fótgangandi).
Tvöfaldur Tvíburi: Angelina Jolie, var með blóð úr
fyrrverandi kærastanum sínum, Billy Bob Thornton, í nisti
um hálsinn.
Krabbi (21. iúní-22. júlí)
Þú ert mislynd aurasál sem þolir ekki heimskingja
og ert því í daglegum krossferðum að afhjúpa slíka
þjóðfélagsþegna.
Kol-crazy Krabbi: Mike Tyson, brjálaður boxari sem
hefúr tileinkað sér eymanart listina.
Ljónið (23. júní-23. ágúst)
Þú ert ráðríkur, barnalegur og sjálfsupptekinn bruðlari. Þú
ert ófær um að taka gagnrýni og ert alltaf að glápa á þig
í spegli.
Lasið Ljón: Ástþór Magnússon, friðarsinni, fyrrum
forsetafram-bjóðandi, tómatsósusullari og jólasveinn.
Meyjan (23. ágúst-23. sept.)
Þú blaðrar út í eitt, gleymir að anda og það liður yfir þig. Þú
ert smámunasamur nöldrari og taugaveiklaður baktalari.
Morðóð Meyja: ívan grimmi, drap ófríska tengdadóttur
sína fyrir ósæmilegan klæðaburð og drap óvatt son sinn
fyrir afskiptasemina.
Vogin (23.sept.-22.okt.)
Þú ferð í Elko til að fjárfesta í hárblásara, hangir þar til
lokunar, meltir möguleg kaup í ár og hættir svo við. Ef þú
ert kona ertu vergjöm, ef þú ert maður ertu rola.
Virk Vog: Oscar Wilde írskur leikritahöfundur,
ljóðskáld og smásöguhöfundur (stunginn í steininn fyrir
hommaskap).
Sporðdrekinn (23. okt.-21. nóv.)
Þú er kaldhæðin, yfirþyrmandi og stjómsöm orkuryksuga
sem blaðrar öllu sem þér er treyst fyrir.
Sögulegur Sporðdreki: Count Dracula frá Transylvaniu,
drakk m.a. blóð og var trúlega ekki til.
Bogmaðurinn (22. nðv.-21. des.)
Þegar vandamál koma upp smíðar þú þér eldflaug og
stingur af til tunglsins. Ert alltaf að móðga fólk með
ómeðvituðum, en sármóðgandi athugasemdum.
Baldinn Bogmaður: Beethoven, þunglyndur og
heymaskertur snillingur.
Steingeitin (22. des.-29.jan.)
Þú ert tilfinningalega lokuð snobbhæna og nískur
þunglyndissjúklingur með lamandi sjálfseyðingarhvöt.
Sjúk Steingeit: Martin Luther King, siðlaus í
kvennamálum. Vildi verða 125 ára, en var skotinn 39.
301 StúdentablaðiA