Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Síða 16

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Síða 16
16 STÚDENTABLAÐIÐ 1 V1 k.i ii KJ lilpw H1 :.g W • w Yjj Wm-'' - ■ J m „Ekki meir Geir": Geir sekur og kjarkiaus Það er augþóst hvers hópurinn Ekki meir Geir krefst: Að Geir H. Haarde fari frá völdum. Hópurinn sagðist vilja leggja áherslu á aðkomu Geirs að hruni bankakerfisins. „Geir H. Haarde var íjármálaráðherra þegar ríldsstjóm Davíðs Oddssonar færði vinum sínum og velunnurum banka landsins á silfurfati. Það eitt og sér ætti að nægja til þess að gera hann að sökudólg í þessu þóta máli, sem hefur kostað þegna landsins allt nema æruna," segir einn meðlimur Ekki meir Geir. Hann bendir jafnframt á, að ef menn liggi undir grun í sakamáli, þá séu þeir sannarlega ekki réttu mennimir til þess að fara með rannsókn málsins, hvort sem þeir reynast sekir eða saklausir þegar upp er staðið. „Ekki meir Geir!“ slagorðið er einnig svar hópsins við þeim „hroka og fyrirlitningu sem Geir sýnir í hvert skipti sem hann kemur fram í fjölmiðlum. Þar kaliar Geir fólkið í landinu skríl. Geir sýnir einnig blaðamönnum sem ekki haga sér eftir hans höfði fýrirlitningu - gleymum ekki þegar hann muldraði í skaut sér „fífl og dóni“ um Helga Seljan og húðskammaði G. Pétur fyrir að spyrja ekki nógu „rétt.“ Og þótt ekkert af þessu hér á undan væri satt, ætti eftirfarandi að vera nóg til þess að hann segði af sér: Geir þorir ekki aö reka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum þrátt fyrir ítrekuð afglöp Davíðs í staríi." Því segir hópurinn: Nú er nóg komið - ekki meir Geir! Grænt BancLalag við Bandaríkin er sá hópur sem mest sker sig úr þeim fríðu flokkum sem upp hafa sprottið eftir hrun - en eins og með marga aðra hópa sem hér eru kynntir til sögunnar, má ganga til liðs við hann á Facebook. Hópurinn gagnrýnir ekki ríkjandi yflrvöld opinberlega, en óskar breytinga sem að mati hópsins fela í sér góðar og grænar lausnir. Hugmynd hópsins er ekki sú að staðsetja ísland innan Evrópusambandsins, heldur að „tengja landið aftur sínu gamla Vínlandi og semja við Bandaríkin rnn laust bandalag. Slíkt bandalag gæti í meginatriðum snúið að þremur gagnkvæmum ávinningum: í fyrsta lagi myndi ísland taka upp bandaríkjadollar í samstarfi við Seðlabanka Bandaríkjanna, sem getur stækkað myntkerfi Vjandaríkjadollars án mikils kostnaðar. f öðru lagi myndu löndin tvö gera víðtækan samstarfssamning um græna orku. Og í þriðja lagi yrði gerður tvfhliða atvinnusamningur, þar sem Bandaríkjamönnum yrði gert frjálst að vinna á íslandi og íslendingum frjálst að vinna í Bandaríkjunum." Telur hópurinn að slíkt bandalag myndi hafa marga kosti í för með sér fyrir ísland: lánsþörf landsins myndi minnka til muna og hugsanlega væri hægt að sleppa IMF láninu að mestu. Um leið „yrði ekkert gefið eftir af fullveldi landsins, eins og gert er þegar þjóðir ganga í Evrópusambandið.11 Kostimir fyrir Bandaríkin yrðu þessir: „Vegna smæðar íslands er hægt að skipta hratt og vel yfir í nýja tækni, eins og vetni og gæti landið orðið markaðstilraunasvæði fyrir græna tækni.“ Íkjölfar hruns elhahagskerfis- ins er ljóst að eitt stóru mála- nna snýst um húsnæðislán heimilanna Hópurinn Hætta að borga? hefur komið fram með áform sem harifí telur geta létt verulega á þeim 97.000 heimilum sem eru með fasteignalán og þannig stuðlað að skilvirkari endurreisn hagkerfisins. Einn meðlimur hópsins, Þórður B. Sigurðsson, sagði við Stúdentablaðið: „Eins og kunnugt er hafa sljómvöld nú gripið til þeirrar tímabundu ráðstöfunar að bjóða upp á frystingu afborgana erlendra lána til 4-6 mánaða. Þann 14.11.2008 kynnti ríkissljómin svo Aðgerðir í þágu heimilanna þar sem verðtryggðu lánin em til umfjöllunar. Þessum aðgerðum er „einkum ætlað að hjálpa almenningi að standa við skuldbindingar sínar við erfiðar aðstæður" en em í besta falli viðleitni. í versta falli bera þær þess merki að ríkisstjómin sé ekki í góðum tengslum við þjóðina sem hún var kosin til að vera málsvari fyrir.“ Hópurinn hefur því komið fram með hugmynd sem felst í að boðið verði upp á þann valkost að erlend lán verði umreiknuð og líti út fyrir að hafa upphaflega verið tekin sem verðtryggð krónulán. Lánin verði svo enduríjármögnuð af íbúðalánasjóði, í krónum og gegn veði í húsnæðinu. Verðtrygging verði í beinu framhaldi gerð óvirk, t.d. frá og með 1. júlí 2008, þangað til verðbólga nálgast markið Seðlabankans sem er 2,5%. Samhliða stofni ríkið aðlögunarsjóði sem ábyrgjast mismuninn. Hugmyndir hópsins mn aðgerðir em víðtækari en þetta, en lesa má betur um hann á Facebook. Meðlimur hópsins sagði jafnframt að ef stjómvöld vilji koma í veg fyrir íjöldagjaldþrot heimilanna og stórfelldan fólksflótta í kjölfarið, verði þau að grípa til aðgerða á við þær sem hópurinn boðar. „Skorist stjómvöld undan íhugum við að hætta að greiða af húsnæðislánum okkar frá og með 1. febrúar 2009” segir Þórður B. Sigurðsson að lokum. Nóvemberáskorunin: Aðild, tiltekt í Seðlabanka og rannsókn á hruni H Ielgi Hákon Jónsson, meðlimur í Nóvember- áskoruninni, segir hópinn vera fólk sem kom- ið hefur saman á fundum frá 29. október. „Þetta er fólk úr öllum flokkum og af báðum kypjum og spannar aldursdreifingin frá 26 áram til 89. Margir em þekkt andlit sem komið hafa fram í Qölmiðlum varðandi efnáhagsástandið“ segir Helgi. Á fyrsta fundi hópsins urðu fundarmenn sammála um að þremur atriðum yrði að hrinda í framkvæmd án tafar og því ákveðið að setja fram áskorun til íslenskra stjómvalda: í fyrsta lagi að íslensk stjómvöld lýsi því yflr með afgerandi hætti að þau ætli að taka upp viðræður við Evrópusambandið rnn fulla aðild og upptöku evrunnar svo skjótt sem auðið er. I öðm lagi að íslensk stjómvöld setji fram skýra efnahagsstefnu og skipi strax nýja, faglega yflrstjóm Seðlabanka íslands. Og í þriðja lagi, að Alþingi mæli með lögformlegum hætti fyrir um gagngera úttekt, undir forystu erlendra aðila, á aðdraganda kreppunnar og þeim ráðstöfunum sem gerðar vom eftir hrun

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.