Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Qupperneq 21

Stúdentablaðið - 01.12.2008, Qupperneq 21
Karlinn dveli^pj síðan við þessi mistök sín: að hafa gefið út skipunina „Hart í bakborða! Haaart í baaak!" of seint. Hvilík örlög að Afi var af þeirri kynslóð (slendinga sem byggði orkuveitu, skóla, spítala, banka, prentsmiðju, vegi og síma handa ný-sjálfstæðri þjóð. Hana vantaði svoleiðis. Hana vantaði svo margt. Bróðir hans lagði líka línur um hitt og þetta: hann var frumkvöðull í yoga, skógrækt, eilífðarvélum og grænmetisáti. En handa hverjum? Handa hverjum var yoga, skógur, eilífðarvélar og grænmetisát? Svarið er: Öllum. Fólkið á þessari einmannalegu eyju átti að fá að kynnast yoga, skógum, eilífðarvélum og grænmeti. Leikritið Hart í bak, skrifað af Jökli Jakobssyni og nú sýnt í Þjóðleikhúsinu, íjallar um þessa kynslóð fslendinga - enda skrifað um 1960, þegar þessi kynslóð var að komast til ára sinna. Leikritið hefst á því að gamall og blindur skipstjóri situr einn og ríður net undir samviskuoki þess að hafa þijátíu árum íyiT siglt stærsta og glæsilegasta skipi þjóðarinnar í strand. Skipið sem hann eyðilagði var skip sem öll böm á íslandi höfðu veðjað sparifénu sínu á og keypt í hlutabréf. Þetta skip var lífsvon þjóðarinnar. Óskabamið. Skipsljóranum var trúað fyrir gerseminni - og klúðraði því. Atburðurinn steypir skipstjóranum, bömum hans og bamabömum í sára fátækt. Karlinn dvelur æ síðan við þessi mistök sín: að hafa gefið út skipunina „Hart í bakborða! Haaart í baaak!" of seint. Sýningin Hart í bak getur verið einkar viðeigandi núna - ef maður velur að sjá stykkið í samhengi við söguna og samtíma okkar: Þjóöin lagði allt á sig til að eignast síma, skóla, pósthús, spítala, skip, prentsmiðjur og vegi. Og lagði svo blóð sitt, þrek og tár - sem eru önnur orð yfir peninga - í hendurnar á „skipstjórum“ sem klúðmðu þeim. Þjóðin átti einu sinni Símann. Og þjóðin átti einu sinni ágætis banka, en menn sem við treystum fyrir þeim, sigldu þeim í strand. Það sem skilur skipstjóra nútímans frá gamla skipstjóranum í leikritinu em þau gildi sem Hart í bak (jalla lyrst og fremst um: samviska og sæmd. Ef ofangreind tilfinning mín fyrir verkinu er ekki helber misskilningur, þá má finna einn sáran galla á uppsetningu Þjóðleikhússins: Nánast látlaust er gert grín að fátækt fjölskyldu skipstjórans. Til að mynda er dóttir hans, áður glæsilegasta stúlkan í bænum, orðin að kúgaðri vændiskonu sem liggur undir nánast hvaða fífli sem er. í kringum vændið em búnir til allskonar staðlaðir fimmaurabrandarar: það heyrist næstum því Spaugstofulegt bíb-bíb þegar karlamir klípa í brjóstin á dótturinni og salurinn hlær. Vegna þessara brandara geta Björgólfur Thor, Björn Bjama og Bjarni Ármanns Noregsfari líklegast farið saman á sýninguna og fundist bara n\jög gaman! Sem sagt: Sýningin gæti verið beittari, ef hún þyrði. Fýrir utan þennan galla og örhtla ládeyðu fyrri hluta verksins - sem skrifast væntanlega á Jökul Jakobsson sjálfan - er þessi uppfærsla Þjóðleikhússins á Hart í bak eftirtektavert og jafhvel þarft innlegg í þennan vetur rauna vorra. fæðast á þessari litlu eyju, sem iiggur eins og sósublettur út í miðju Atlantshafi og nærir ekkert nema tófur og ttu bláber. hrunið. JÓN: Önnur bók er einnig rétt að koma út, eftir Ævar Örn Jósepsson sem skrifaði Svarta engla. Hún fjallar að einhverju leyti um viðskiptamenn sem koma íslandi í gjaldþrot í október 2008. En ég var spenntur fyrir Vonarstrœti eftir Ármann Jakobsson og las hana. Hún er um fólk fyrir akkúrat 100 árum síðan, árið 1908 - sem er að berjast fyrir sjálfstæði íslend- inga. Þegar maður les hana núna, í kreppunni, þá finnst manni eins og allt sem þetta fólk barðist fyrir, hafi verið unnið íyrirgýg. ÁSGEIR: Talandi um kreppu og góðærið sem var. Hinn mikli Gatsby (e. The Great Gatsby) var að koma út á íslensku. Þetta er góðærisbók allra góðæris- bóka, lýsir velmegunartímanum í Bandaríkjunum fyrir Kreppuna miklu. Talandi um þýðingar er hér líka Miðnœturbörn Salmans Rushdie. Hún segir söguna af því þegar Indland fær sjálfstæði og er skipt upp í Pakistan, Bangladesh og Indland - einfaldlega einhverjir mögnuð- ustu loftfimleikar sem ég hef lesið. JÓN: Ævisaga Ólafs Ragnars - Saga afforseta eftir Guðjón Friðriksson - er stóra ævisagan sem átti að koma út í fýrra, en var frestað þar til núna. ÁSGEIR: f kjölfar mótmælanna á laugardögum gæti þessi hér vakið meiri athygli: Tabú - Ævisaga Harðar Torfa rituð af Ævari Emi Jósepssyni. AUÐUR: Þessi er einnig spennandi: Sá einhverji og við hin eftir Jónu Á. Gísladóttur. Jóna er bloggari sem skrifar hér um strákinn sinn sem er einhverfur. Hún talar um reynslu sína á kaldhæðinn hátt, sem fer eflaust fýrir brjóstið á einhverjum. Hún talar um strákinn sem „þann einhverfa.“ Þetta er svona átakanleg reynslusaga. Nei, héma er Kynl(fs-Biblían! Seljast kynlífsleiðbeininga-bækur vel? AUÐUR: Við seljum ekld mikið af þeim. Við reynum að flíka þessari Kynlífs- Bibh'u því það er fýrrverandi starfsmaður Bóksölunnar sem þýddi hana! Já, er það ekki Bakþanka-Bergsteinn, sem vinnur nú á Fréttablaðinu? AUÐUR: Jú, en bókin við hliðina á Kynlífs-Biblíumú, sem heitir Stórhœttulega strákabókin er irjög skemmtilega staðfærð. Við vorum með erlendu útgáfuna Auður Aðalsteinsdottir STÚDENTABLAÐIÐ 21 af henni hér áður, en nú er búið að þýða hana og bæta. Þýðendur settu t.d. inn íslenska glímu, forseta og handboltakappa. Hún er eiginlega orðin betri og skemmtilegri en hún var. Svo er önnur bók héma sem ég er mjög hrifin af. Ég hef gluggað í hana við afgreiðsluborðiö og hlegið upphátt. Hún heitir Tvískinna og er eftir Davíð A. Stefánsson. Hún er um íslenska tungu og þóð og er nyög skemmtilega skrifuð. Hugleikur Dagsson myndskreytir hana. ÁSGEIR: Það á að taka hana til kennslu á næstu önn, í einhveij- um framhalds- og grunnskólum. AUÐUR: Já, hún er tilvalin til þess! Bamabækumar? Eigum við aðeins að kíkja á þær? ÁSGEIR: Ég las Steindýrin eftir Gunnar Theodór Eggertsson.. Hún er svona eins og ísfólkið með splatter í lokin, ekki grófan splatter - svona smá splatter. En það vantar unglingabækur þessi jólin! Það em eiginlega bara tvær unglingabækur núna. AUÐUR: Garðurinn eftir Gerði Kristnýju er spennandi. Svo er ein þýdd unglingabók héma sem er líkleg til vinsælda: Ljósaskipti. ÁSGEIR: Já, Ljósaskipti er æði í útlöndum sem er svona að laumast upp að okkur héma heima. Þetta er vampírusaga og bíómyndin er rétt ókomin. Þetta er raunar dæmi um bók sem stelpur sækja frekar í. Maður vonar bara að bækumar fái einhverja umflöllun í fjölmiðlum fýrir jólin, kreppan fýllir blöðin og setur þau svo á hausinn. Já, kreppan: Hvemig œtHð þið að axla ábyrgð og koma í veg fyrir aðfólk fari á hausinn? JÓN: Hér em öll íslensk verk á 10% afslætti. ÁSGEIR: Og við hand-pikkum líka út bækur sem við seljum meiri afslátt á. 0 Bryndis Björgvinsdóttir

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.