Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 22.12.1959, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. desember 1959 JÓLABLAÐ ALÞÝÐUMANNSINS 5 ar til verðlauna, megum við ekki liafa nein önn- ur sjónarmið í iiuga en listagildið, og svo náttúr- lega hafa hliðsjón af smekk lesenda tímaritsins, sem fyrir samkeppninni stendur. Persónulega iiefi ég enga trú á, að hér sé ný stefna túlkuð, og enn síður, að nokkur af kunnari rithöfundum okkar leynist að haki þessu dulnefni. Hitt er skylt að játa, að sagan er vel gerð og tel ég því vel athugandi að veita lienni 1. verðlaunin. Það hefir líka sitt auglýsingagildi, að höfundurinn er ekki lengur á lífi, að því er treysta má sam- kværnt bréfinu, afrit af sögunni sennilega ekki til, þar sem handritið er ekki vélritað. Og nú lu-osti Jónas Jónass breiðu brosi: Til- laga mín er því sú, að við brennum handritinu, þar eð það er augljós ádeila á okkur, veitum sög- unni 1. verðlaun, en segjum hana hafa lent í mis- förum og beðið sé eftir nýju handriti frá höfundi til birtingar. Hugsið ykkur svo auglýsingagildið bæði fyrir okkur og tímaritið: Verðlaunahöfund- urinn dáinn á voveiflegan liátt, sagan týnd, ekk- ert afrit til! Og svo losnum við með öllu við alla gagnrýni varðandi dóm okkar! Jónas Jónass leit sigurviss á félaga sína hvern af öðrum, eins og honum fyndist málið liggja svo ljóst fyrir, að annar úrskurður eða önnur af- greiðsla kæmi ekki til greina. En hvernig eigum við að telja handritið hafa glatazt? spurði Guðmundur Guðmundss. Jónas Jónass strauk sér hugsandi um hökuna. Brennt í misgripum? tautaði hann. Ekki gott. Glatazt í láni? Gengur ekki. Misst af sendli í höfnina? Jú, hví ekki það? Þið vitið, hvað þessir strákar eru ógætnir. Engum mundi þykja það ótrúleg saga. Þórður Jónss spurði hæglátlega: En ef afrit reyndist nú til og fyndist í plöggum hins framliðna? Og ef höfundurinn er alls ekki dauður? sagði Jón Haraldss. Við skulum rífa fjandans nafnumslagið upp, iagði Pétur Sigurðss til. Jónas Jónass drap fingurgómunum hugsandi á stólbríkina hjá sér og þagði um hríð. Síðan mælti hann: Það er að vísu á móti reglunum að opna nafn- umslag áður en úrskurður er felldur, en vegna hinna óvenjulegu aðstæðna virðist mér það af- sakanlegt í þessu tilfelli. Við getum svo gengið úr skugga um á eftir, hvort höfundur er lífs eða hréf hans hrekkur. Mér finnst rétt að fullkanna það, áður en við fellum endanlegan dóm okkar. Eftir nokkrar umræður varð þetta að ráði, og út úr nafnumslagi Sigurbjarnar Sigurðssonar féll seðill með nafninu Jón Böðvarsson Vík í Mýrdal. Dómnefndarmennirnir litu hver á annan. Þekki liann ekki, sagði Pétur Sigurðss. Hefi aldrei heyrt hans getið, mælti Jón Har- aldss. Örugglega óþekktur verkamaður í víngarði drottins, tautaði Guðmundur Guðmundss. Og þóttist hafa gefið út bækur, sagði Þórður Jónss hneykslaður. Jónas Jónass brosti vorkunnlátlega. Ef ég man rétt, þá gaf hann út í hitteðfyrra á eigin kostnað smásagnasafnið Sveipir. Blöð og tímarit minnt- ust ekki á það, en annars var það alls ekki svo galið. Og Jónas Jónass sneri sér hvatskeytlega að símanum, hringdi á landsímann og bað um Jón Böðvarsson Vík í Mýrdal. Dómnefndarmennirnir litu liver á annan leynd- ardómsfullir á svip. Eftir örskamma stund hringdi landsíminn: Því miður er ekki hægt að ná sambandi við Jón Böðv- arsson í Vík í Mýrdal. Hafin hafði orðið bráð- kvaddur á nýjársnótt. Takk, takk, já einmitt. Sorglegt, leiðinlegt at- vik, en ekkert hægt við að gera. Nei takk. Já, þakka yður fyrir. Sælar. Jónas Jónass horfði sigri hrósandi á meðnefnd- armenn sína. Dauður eins og síld austur á sandi. Talinn bráðkvaddur, en annars drykkfelldur einstæð- ingur. Bjó einn í kofa, sem brann til grunna um nóttina. Ulilokað, að afrit geti verið til af sög- unni. Við slátum út hátrompi í ár, piltar! III. Verðlaunaveitingin varð regluleg atom- sprengja, það var satt. Blöðin bókstaflega rifu fréttina í sig eins og úlfar blóðvolga bráð, og nafn Jóns Böðvarssonar var á allra vörum um hálfs mánaðar skeið, myndir af honum í hverju blaði og tímariti og langir og ýtarlegir ritdómar birtust um hið snilldarlega smásagnasafn hans Sveipi, er þegar var uppselt. Ætt og æviferill Jóns var rakin nákvæmlega. En svo komu geislaverkanirnar óþægilega fram í hálfsmánaðarlokin. Þau hófust með því, að langur og magur gler- augnaglámur, er kynnti sig sem Sigurbjörn Sig- urðsson, kvaddi dyra hjá Jónasi Jónss, bók- menntafræðing, og ritstjóra tímaritsins Fagur- fræði. Hann kvaðst vera að vitja verðlauna fyrir söguna Bókmenntagagnrýnin, og hér væri hann líka með afrit af sögunni, sem þeir kváðu hafa misst úr sendilshöndum í höfnina. Jónas Jónass sá ekki betur en mannkvikindið brosti neyðarlega. Bókmenntafræðingurinn var orðlaus drykk- langa stund. En góði maður, sagði hann svo. Við höfum eng- um Sigurbirni Sigurðssyni veitt verðlaunin. Þér hljótið að hafa séð, að Jón Böðvarsson í Vík í Mýrdal, fékk þau, og hann er dáinn. Sigurbjörn Sigurðsson brosti kankvíslega. Já, mér urðu meinleg mistök á. Sjáið þér til, ég villtist með einhverjum óskiljanlegum hætti á dulnefninu og eiginnafninu, þegar ég skrifaði yður og sendi söguna. Sko, Jón Böðvarsson var dulnefnið, en ég heiti auðvitað Sigurbjörn. En bréfið, maður? stundi Jónas Jónass. Sigur- björn Sigurðsson hló. Já, var það ekki anzi sniðugt? Einhver mundi segja, að það væri skrifað af djöfullegu innsæi og glöggsýni á mannlegum veikleika. Jónas Jónass bandaði frá sér með báðum hönd- um. En maðurinn er dáinn! Bráðkvaddur eða sennilega dauður fyrir eigin hendi! Grafinn! Já, sagði Sigurbjörn glaðhlakkalega. Óneitan- lega hjálpuðu örlögin mér undarlega. Sko, ég hefi nefnilega aldrei heyrt þennan Jón Böðvarsson nefndan fyrr en blöðin fóru að skrifa um hann. Eg notaði þetta dulnefni algerlega út í bláinn. Og þó er dauðsfall hans, skoðað í ljósi bréfs míns, enn furðulegra. En það er svo langt á milli Borð- eyrar og Víkar, að um morð af minni hendi er ekki að ræða, ef yður skyldi detta slíkt í hug. Og Sigurbjörn Sigurðsson skellihló. Nú framhaldið þekkið þið, góðir herrar. Þeg- ar sagan komst á loft, varð hinn íslenzki bók- menntaheimur alelda á svipstundu. Tímaritið Fagurfræði varð bráðkvatt, Jónas Jónass, bók- menntafræðingur, hvarf af landi burt og hefir ekki skrifað staf um bókmenntir síðan. Gervi- tunglin, bókmenntaspekingar blaðanna, þ'. e. a. s. misheppnuðu skáldin með hefndarhuginn, sprungu og sundruðust sem gagnrýnendur, svo að þeirra hefir ekki gætt síðan. Upp úr þessum atburði spratt gróskutíð í ís- lenzkum bókmenntum, sem hefir varað síðan. Jón Böðvarsson varð ekki bráðkvaddur til einskis. ]ólnmynd Njjn-Bíós Iiefðarjrúin og umrenningurinn verður jólamynd Nýja-Bíós að þessu sinni. Er þetta regluleg Disney-mynd en þó að því leyti nýstárleg, að hún er Cinemascope- mynd. Eins og nafnið ber með sér fjallar myndin um hefðarmey og umrenning, þó þannig, að hefðarmærin er kvenleg tík af fínu hundakyni, sem verður ástfang- ir. af einhverjum vita-ættlausum flækingshundi. — í myndinni er heilmikið af skemmtilegum hundasónöt- um. í einu Reykjavíkurblaðanna var skrifað um þessa niynd: „Það ætti bókstaflega enginn að setja sig úr færi með að sjá þessa mynd. Hún er í senn bráð- skemmtileg jafnt fyrir börn og fullorðna og þar að auki er hún uppeldismeðal fyrir unga sem gamla; en það fer sjaldan saman að kvikmyndir séu bæði skemmti- legar og hafi uppeldisgildi. Það er sárasjaldan að hægt er að bjóða börnum upp á slíkar myndir, og þess vegna ættu allir foreldrar að leyfa börnum sínum að sjá þessa mynd hans. Þessi mynd hreyfir því bezta í hverri sál, tilfinningunni fyrir minnsta bróðurnum, minnsti bróð- irinn er hér ferfættur málleysingi, flækingsrakki, sem sumir gefa af borðum sínum, en aðrir reka út og sparka í. Þarna er réttilega lýst misjöfnu innræti manna, en hið góða sigrar.“ Að síðustu: Mynd Walt Disneys, sem verður jóla- mynd Nýja Bíós að þessu sinni er umfram allt alveg bráðskemmtileg. Nýársmyndir verða: Flotinn í höfn, bráðskemmti- leg amerísk söngvamynd, sem kemur öllum í gott skap. Auk þess mun Nýja Bíó sýna fyrir yngri bíógesti hina gamalkunnu teiknimynd Oskubusku, sem talin er ein af frægustu myndum Walt Disneys. Nagan af Palla litlá Einu sinni var lítill drengur, er hét Páll en var kallaður Palli. Honum þótti mjög gaman að fara í sendiferðir fyrir móður sína. Það var komið fram undir jól og byrj- að að snjóa. Eitt sinn sá Palli, að strákarnir, sem hann var oftast með, voru að kasta snjó- kúlum í gamla konu, sem staulaðist eftir götunni. Þá sagði hann við strákana: ,,Þið meg- ið ekki kasta í konuna!" En strákarnir sinntu því engu og köstuðu áfram. Þá hljóp Palli til konunnar og sagði: „Ég skal hjálpa þér!" Og svo hjálpaði Palli konunni heim til sín og konan sagði: „Hér, vinur, þú mátt eiga þetta," og rétti Palla 2 krónur. Hann þakkaði fyrir og lagði af stað heim að hliðinu, sá hann strákana koma á.eftir sér og heyrði þá kalla alls konar ókvæðisorð á eftir sér, en Palli skeytti því engu og fór inn. Og nú var hann óvinur strákanna, en mamma hans huggaði hann með því, að hann hefði verið góður við konuna. Uggi# 10 ára.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.