Listviðir - 07.04.1932, Síða 8
ElstvíÖlr
7. apríl 1952
KVIKMYNDflGflGNRÝNI
Óþekkii hermaðurinn.
„Óþekkti hermaðurinn“ er sérstæð kvik-
mynd. Þegar kvikmyndir eru framleiddar án
þess að vera eingöngu gerðar í gróðaskyni, en
þaö er vitanlega mjög sjaldgæft, getur maður
vænzt góðrar og sérkennilegrar kvikmyndar.
„Óþekkti hermaðurinn“ er ein slík kvikmynd.
Nokkrir menn hafa tekið sig saman um, undir
stjórn Rússans Victor Trivas, að vinna fyrir
hugsjón sína og gera kvikmynd þessa. Myndin
er stríðsmynd, en friðarviljinn kemur í þessari
mynd miklu skýrar í ljós en í öðrum stríðs-
myndum, sem á sjónarsviðið hafa komið. Frið-
arhugsjónin skín gegnum mestalla myndina, og
];að kemur skýrt fram, að mennirnir beggja
megin stríðslínunnar, þótt þeir tali ólíkt mál,
eiga margt sameiginlegt. í lok myndarinnar
kemur hugsun þessi þó ekki nógu skýrt í ljós
og myndin skilur áhorfandann eftir hálfgert
í iausu lofti. Eins má ef til vill segja, að friðar-
hugmyndir söguhetjunnar séu á köflum nokk-
uð barnalegar, en eru þó alls ekki áberandi. Á
jneðan skynsemis- og hugsjónakvikmyndirnar
tilheyra vonaríkinu, er það stór kostur við
þær, að þær hafa jákvæða stefnu.
Fimm menn úr herfylkingum óvinaþjóðanna,
Þjóðverji, Frakki, Englendingur, rússneskur
Gyðingur og svartur listamaður hittast allir í
gamalli smiðju á milli herlínanna, staðnæmast
]>ar einangraðir frá hinum skipulagða fjand-
skap þjóðanna, öðru fólki og vinum. Þessi við-
bruður er eftirtektarverður og vekur áhuga
áhorfandans sökum fjölbreytni viðburðanna,
hinnar auknu vináttu milli þessara manna og
sökum þess hve allur leikurinn þarna er eðli-
legur. Fjórir af mönnum þessum leika eins og
niyndavélin væri í þúsund mílna fjarlægð. Aft-
ur á móti leikur Valdimar Sakolow af miklum
krafti og dýpt hlutverk klæðskerans, hins rúss-
neska Gyðings. En það sem þar að auki gerir
,,Ó] ekkta hermanninn" sérstaklega eftirtektar-
verðan eru þeir hlutar, sem sýna líf þessara
fimm manna áður en þeir hittast þarna í „no
man’s“ landinu. Þá eru samtímis sýndar mynd-
ir frá París, Berlín, London og fleiri stöðum,
þar sem maður fær að kynnast hinu hamingju-
sama lífí þessara sömu fimm manna áður en
ófriðurinn byrjaði. Síðan er byrjun stríðsins
sýnd með öllum þeim hörmungum, þjóðernis-
æsingaræður eru haldnar, nýliðarnir æfðir,
herdeildirnar sendar til vígstöðvanna og' hinar
sárustu kveðjuathafnir fara fram.
Uppistöðu myndarinnar hefir Leonard Frank
samið og hefir honum tekist að fá gott sam-
ræmi í myndina þrátt íyrir að atburðirnir ger-
ast á svo mörgum ólíkum stöðum. Af öllum
þessum atburðum og persónum gefur Trivas
iifandi og áhrifaríkar myndir. Sem dæmi má
nefna ástarsögu unga Frakkans — hversu
mikill yndisleiki og fegurð er ekki yfir henni!
Stundum er það sýnilegt að stjórnandinn hefir
verið neyddur til, sökum fjárskorts, að þjappa
efninu mikið saman. En það hefir oft sýnt
sig að listin sjálf hefir unnið á því, svo það
virðist nauðsynlegt að láta góða kvikmynda-
stjórnendur, hafa stundum minna fé og tæki
til umráða en þeir efu vanii' við. Þetta er eitt
af því, sem þessi „filma“ hefir kennt okkur.
„Óþekkti hermaðurinn" er án efa ein bezta
kvikmynd, sem komið hefir á þessu ári.
KVIKMYNDIR, SEM KOMA
í þessum mánuði sýnir NÝJA B]Ó meðal annars “Ljóshaerði nætur-
galinn«, sem Else Elster og" Arthur Hell leika aðalhlutverkin í og
»Falski eiginmaðurinn« með Johannes Riemann og Maria Pandler
í aðalhlatverkunnm. Þessar myndir eru frá UFA-kvikmyndafélaginu,
Úr myndinni East Lynne, sem sýnd var í Nýja Bíó 2. páskadag.
8