Listviðir - 07.04.1932, Síða 9

Listviðir - 07.04.1932, Síða 9
EFTIRi AGNES VON KRUSENSTJERNA----------------------1 „Ég ætla að skreppa út, mamma“. llún stóð í dyrunum á skrautstofunni, — grannvaxin stúlka klædd hvítri treyju og stuttu, bláu pilsi. Móðir hennar, sem sat við handavinnu, leit snögglega upp. „Nú í rökkrinu, Barbro?“ „Já, einmitt í rökkrinu“. Þegar frú Sjövall heyrði hurðina lokast á eftir dóttur sinni, varð hún áhyggjufull á svipinn. Orð Barljros, sem voru endurtekning á hennar eigin orðum, hljómuðu óþægilega í eyrum hennar. „Já, einmitt í rökkrinu". Hún liafði sagt þetta svo undarlega — háðslega. Gæti það verið rétt? Jú — það hafði hljómað háðslega. Leið Barbro ekki vel heima? Hún var ein- mitt á þeim aldri, sem unglingar eru ekki ánægðir með neitt. Frú Sjövall varp öndinni. Hún óskaði þess að dóttir hennar væri enn svo lítil, að hún léki sér að brúðum í næsta herbergi. En hún var nú orðin sextán ára. Barbro gekk niður strætið. Ilún gekk mjög léttilega, næstum dansaði. Hún hélt höfðinu hátt. Ekki væri gott að vita nema hún mætti einhverjum, og þá væri um að gera að líta glaðlega út. En hún var ekki glöð. Henni var hryggð í huga. Grátt haustmyrkrið hafði gert hana sorgbitna; hafði dreypt eitri yfir hana. Að vísu kæmi vor á eftir haustinu, en það var langt þangað til, og aldrei skeði neitt. Á liöldum, myrkum morgnum yrði hún að fara á fætur, og flýta sér í skólann. Og þegar hún svo kæmi heim í morgunmatarhléinu, væri allt vott og grátt af rigningu, og herbergin döp- ur og skuggaleg í dimmviðrinu. Þetta var ekkert líf. Það var------Barbro lt'itaði í huganum að heppilegu orði — það var seigdrepandi. Einmitt það — seigdrepandi. Barbro smjattaði á orðinu, eins og ljúffengum sælgætismola. Hún leit sjálfa sig í anda, eins og visnandi blómstöngul, sem dæi úr hungri og þorsta. 9

x

Listviðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listviðir
https://timarit.is/publication/599

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.