Listviðir - 07.04.1932, Síða 10
£ 1 s t v i ð í r
7. apríl 1932
Húsið, sem jjeymir frægustu myndhöggvaralist íslands og þann
sem”skapaði h'ana, Einarþ’Jónsson.'
Ágætt. Barbro fór að blístra fjörlega, þótt
hún væri að visna og deyja. Allt í einu skipti
hún skapi. Hún hafði séð mynd sína í búðar-
glugga. Hún stóð þarna brosandi, með ávalar
rósrauðar kinnar, og glampandi augu. Það var
eitthvað í augunum, sem minnti á rennandi
læk, og rauðu varirnar mynduðu dálitla totu.
TTún sveigði sig dálítið til; og athugaði hvort
kápan færi vel. Jú — hún fór ágætlega.
Barbro hélt göngunni áfram. Hún var nú i
dálítið léttara skapi. Ekki dugði að vera svona
þungbúin. Og svo var þetta rökkur, sem breytti
allri grámyglunni í eitthvað blátt og létt, eins
og kóngulóarvef í birtunni af götuljósunum.
Þetta var allt annar Stokkhólmur en fyrri
hluta dagsins. Nú var æfintýralykt úr hverri
hliðargötu, og í kirkjuturnunum voru vinaleg
ljós, sem litu út eins og dálítil tungl.
Fólkið gekk hratt, en þó hljóðlega, eins og
það gengi á mosa, — rökkurmosa. Þegar ein-
hver gekk undir götuljós sást andlitið í bleiku
skini, með augu sem líktust titrandi skuggum.
Það var öfgakennt hvað fólk breyttist í rökkr-
inu, bæði hið ytra og innra. Barbro leit í kring-
um sig með blikandi augum. Æ, æfintýrið.
Hvenær ætli það kæmi til hennar?
Þetta heillandi rökkur. Var það ekkert ann-
að en leiktjald, sem þegar hver vildi gæti horf-
ið fyrir hversdagslegum sjónleik veruleikans?
Nei, — Barbro fannst æfintýrið liggja í
felum í rökkrinu. Það var eins og döggvuð
blómkrónublöð kæmu við kinn hennar. Ein-
hver var að hvísla. Lokkandi ástúðlegt hvísl,
sem kom hjartanu til að slá hraðar. Hún
mundi mæta einhverju — einhverju — hérna
— núna. Maður mundi koma fram úr hinum
reikandi skuggum, rétta út hendina, og leiða
liana brott með sér. — Hvert —? Það vissi
hún ekkert um. Og svo—? Já, svo mundi hún
elska og verða elskuð, eins og stóð í skáld-
sögunum.
Þarna var stór og bjartur gluggi á blóma-
sölubúð. Glugginn sendi elfu af björtu Ijósi
út á dimma götuna, og í Ijóselfu þessari fannst
Barbro sem hún sæi fljóta hina undraverðustu
liti, þúsundum saman, eins og skrautlegu blóm-
in innan við rúðuna leystust upp i kristaltæru
vatni og blönduðu litum sínum í það.
Barbro staðnæmdist við gluggann. Þarna
stóð hún, ung og lagleg stúlka, ennþá óþrosk-
uð, með útlimi, sem aldrei gátu verið kyrrir,
og með í’ökkuraugu, eins og aðrir, stór, titr-
andi, eins og hinir reikulu skuggar í strætinu.
Meðal blómanna lýstu nokkur brönugrös. Já,
þau lýstu, eins og logi hefði verið tendraður í
þeim.
Barbro fanst þau í fyrstu vera dæmalaus að
fegurð, en grænu brönugrösin voru óhrein,
eins og þau hefðu vaxið í göturæsi. Þau litu
út fyrir að vera með eitruðum flekkjum. Og
þessi rauðu. Þau voru ekki verulega rauð. Nei,
lituð af sjúku blóði, sem hafði gert þau krækl-
ótt. Og ennfremur. — Augu Barbro stækkuðu.
ITvaðan komu þessar undarlegu jurtir? Þær
voru ekki í samræmi við hinar. Þær voru svo
veikbyggðar, en höfðu þó eitthvað illilegt við
sig. Já, — eitthvað ljótt. Þær neyddu fram
hugsanir hjá Barbro, drógu þær út úr siálu
hennar, með köldum kræklóttum fingrunum.
Æfintýrið, sem hana hafði dreymt um fékk
allt í einu ákveðna lögun, varð að einhverju
undarlegu, — brönugrasi —. Fýsnafullu sam-
bJandi af heitu blóði og kulda. Af svölum
skógarhreinleik, og óafmáanlegum blettum.
Var æfintýrið þannig. — Hú — Hún kærði sig
ekki um það. Hún vildi komast heim. í litla
herbergið sitt með hvítu húsgögnunum á bak
við læsta hurð. Þar væri óhultara að sökkva
sér niður í draumóra. Barbro leit í kringum
sig hálfóttaslegnum augum. Já, hér voru engir
veggir. Götuskarkalinn heyrðist rétt hjá henni.
Bifreið þaut framhjá og sletti nokkrum drop-
um af for á bláa kjólinn hennar.
Næst þegar Barbro leit upp, stóð maður
hjá henni. Augu hennar mættu glettnislegum,
Frh. á síðu 15.
lO