Listviðir - 07.04.1932, Page 15
E í s t v í ð ! x
7. apríl 1952
Frh. frá síðu 10.
gráum augum. Andlit hans sást óglöggt. Hann
hafði þi’ýst barðastórum hatti ofan á ennið.
„Ungfrúin dáist að blómunum“, sagði hann.
Ilann hafði hljómfagra rödd.
„Já, það geri ég“, sagði Barbro.
Hversu oft hafði ekki móðir hennar varað
hana við því að svara mönnum, sem yrtu á
hana á götunni.
Nú var það gleymt.
Hún benti á brönugrösin.
„Draumablóm“, sagði hann.
Barbro kinkaði kolli alvörugefin. Einmitt. —
Hann hafði rétt að mæla. Þetta voru drauma-
blóm. Þau höfðu læst klónum í hjarta hennar.
„Til eru konur“, hélt hann áfram, „fagrar
]<onur, sem elska brönugrös. Þær heimta
brönugrös, mergð af þeim. Ef til vill eru þau
svona dýr vegna þess“.
Hann hló. — Þurrum hatursfullum hlátri.
„Eru þau þá svo dýr“, spurði Barbro ein-
feldnislega.
Allt í einu fékk hún ákafa löngun til að eiga
brönugrösin. Það var ekkert undarlegt þó feg-
urðin væri dálítið hátt verðlögð. Að ímynda
sér annað eins. Að hafa brönugrös í herberg-
inu sínu. Hún mundi gæta þeirra eins og sjá-
aldurs augna sinna. Enginn annar en hún
skyldi fá að snerta þau. Iienni kom ekki til
hugar að þau visnuðu sem önnur blóm. Nei,
þau lifðu ætíð, undarlegu, óendanlegu lifi. Þau
þekktu ekki orðið „seigdrepandi".
Þarna var orðið aftur. Seigdrepandi. Henni
hafði nýlega dottið í hug að hún væri að far-
ast á þann hátt. Og æfintýrið. Það breytti
aftur lit. Varð hugðnæmt.
Barbro stalst til að líta á manninn, sem stóð
hjá henni. Var þetta hann? Mundi hann taka
í hönd hennar og leiða hana langt brott? Nú
tók hann til máls aftur; en hún heyrði varla
hvað hann sagði. Orðin klingdu í eyrum henn-
ar.
Henni fundust brönugrösin ekki lengur ljót.
Blöð þeirra breiddust út eins og vængir. Þau
hlutu að flögra út í gráan geiminn eins og
töfrafiðrildi. Hvar sem þau færu yfir mundu
hrjóta af þeim blóðdropar og gullkorn, svo að
myrkrið breyttist í rökkur. Þau voru sýnis-
horn af fjarlægu landi. Dýrðarlandi, þar sem
sólin skín ætíð í heiði, og menn ganga höndum
tengdir og allsnaktir. Blár særinn kyssir
ströndina með blíðlegum ölduslætti silfurtærra
smábára, og seglbátar bruna til og frá. Báts-
menn syngja söngva um ást og hamingju á
bljómfagurri tungu.
Nú heyrði Barbro rödd mannsins rétt við
eyrað á sér.
„Má ég bjóða ungfrúnni eitt brönugras. Bar-
bro rétti ósjálfrátt hendina fram. BrönugrasT
Brönugras! Þama var æfintýrið að koma til
hennar. Hefði hún aðeins brönugrasið í höna-
unum, skyldi hún stýra beint út á blátt blik-
andi hafið.
Gleymdur var skólinn, erfiðu kennslustund-
irnar, óþjála röddin kennslukonunnar, hvísl
stúlknanna, og skóhljóðið á grófu gólfinu. —
Heimilið sökk í gegnurn op, niður í kjallarann,
þar sem því bar að vera. Það sökk hægt og
hægt, með dökkleitum gluggum, hurðarskell-
um, og áminnmgum.
Hún, Barbro, skyldi grípa æfintýrið og finna
hin mjúku blöð brönugrasanna koma við hend-
ur sér. Ætli þau hafi þyrna líka. Mundu þau
ef til vill klóra dálitla rispu á hörundið, svo
blóðið læki niður í dropatali? ó, hvað hún var
heimsk. Brönugrös hafa enga þyrna.
„Þökk fyrir, já“, sagði hún andstutt og utan
við sig.
Og hún varð ekkert undrandi þegar maður-
inn opnaði hurðina, og gekk inn í búðina.
Iiún stóð kyr við gluggann, titrandi af eftir-
. æntingu. 1 ^
Tlann var nú að tala við búðarstúlkuna. Hún
var lítil, Ijóshærð og var hárið hrokkið. Barbro
sá gegnum gluggann glampana af spegilfægð-
lim nöglum hennar. Þau töluðu um urönugrös.
Hann ætlaði að kaup þau handa henni.
Barbro þrýsti sér þétt að rúðunni. Henni
fannst sem hún væri í ætt við þessi undarlegu
lýsandi blóm. f blómkrónunni voru falin lítil
andlit. Hún gat aðeins greint þau. Henni
fannst þau kinka kolli til sín. Allt hið ljóta var
nú horfið, þar sem hún átti nú að eignast þau.
Henni fannst sem klukknahljómur allt í kring
um sig; eins og haustið væri að hverfa brott
með klingjandi falli visinna laufa og raki’i
skæðadrífu, en í staðinn kæmi vorið og breiddi
út ljósgræna kyrtilinn sinn.
Hlýir vindar blésu í andlit henni. Vorið.
Þráin. Ákafur hjartsláttur ungrar stúlku.
Dunk-dunk-dunk —. Nú kom maðurinn nær,
og gekk á móts við gluggann. Búðarstúlkan
15