Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 5

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 5
Tónlist í tómstundum 83 um í Reykjavílc að gefa börnum kost á að læra á smærri hljóðfæri t. d. fiðlu og minni blásturshljóðfæri. Um leið væri lagður grundvöllur að hljómsveit barna, og síðar meir að fullkominni hljómsveit. Hvenær sem borfið verð- ur að þessu ráði er stórt spor stigið í rétta átt. Eg held að ekki sé of sterkt kveðið að orði þó að talað sé um „synd“ að börnum skuli ekki gefinn lcostur á að hand- leilca hljóðfæri, en halda þeim í þess stað að ýmsum náms- greinum, sem hvorki miða til þekkingar né þroska. „Hvað ungur nemur gamall temur.“ Löng reynsla er fengin fyrir því, að sá sem ungur lærir að leika á hljóðfæri iðkar það alla æfi meira eða minna eftir þvi sem timi vinnst til. Sá hinn sami hefir líka bezt skilyrði til þess að geta notið tónflutnings. Hér við bætist það til athugunar, að timi er kominn til þó fyr hefði verið, að gerð sé tilraun til þess að útbreiða þessi hljóðfæri. Það verður að teljast mikill skaði livað fiðlan t. d. er lítð notuð á íslandi. Á þessu þarf að verða breyting sem fyrst. í nálægum löndum er fiðlan útbreiddasta hljóðfærið. í þessum línum er gengið út frá þvi sem sjálfsögðu, að þjóðinni sé ávinningur að öðlast sem fyllstan skilning á tónlist. Þessi skilningur fæst „gegnum liöfuð og hjarta“. I stuttri grein er ekki hægt að drepa á nema fátt eitt af því, sem að gagni getur komið. Þegar um andleg verð- mæti ræðir eigum við sjaldnast kost á að gera okkur nokkra verulega grein fyrir, á hvern hátt þau verða til, Þó er slíkt til skilningsauka. Öll þekking á eðli máls styður bókmenntalegan skilning. Sama gildir um þekkingu á höfundunum sjálfum. Þetta sama á við um tónlist. Höf- undar tónverka eru i vissum skilningi alþjóðlegir. Tón- málið er alþjóðlegt mál. Mér dettur i hug að nokkur hjálp gæti verið í þvi fólgin, ekki síst útvarps-hlustendum til skilningsauka í tómstund- um, ef til væru aðgengileg alþýðleg rit um frægustu tón- skáld og verlc þeirra. Flestar menningarþjóðir eiga bók- menntir hér að lútandi. í fljótu bragði virðist eldd frá-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.