Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 22

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 22
100 Herbert Antcliffe Oft vill það bera við, — þó ekki lelji eg það sérlega þýðingarmikið atriði — að kórverk með undirleik verði tilbreytingalítil. Um kórverk fyrir raddir einar saman gegnir aí'lur á móti öðru má’li. Allur hinn mikli fjöldi a capella-tónverka, gamalla og nýrra, er kontra- punktiskur, og er kontrapunktur þeirra annars eðlis en pólýfúnískra kórverka með liljóðfæraundirleik. Þelta stafar aðallega af því, að l'lesl undirleikslaus tónverk — einnig nú á dögum — eiga rót sína i verkum madrigaltímabilsins livað stíl og allri lækni viðvíkur, og er það skiljanlegt, því þrátt fyrir alía þá þróun og breytingu, sem orðið hefir á tónsmíði síðan, hefir ekki fundizt neinn stíll, sem næði eins vel eða hetur tilgangi sinum. Það, sem nefnt var fjölraddaður stíll á síðustu öld, bar þegar í upphafi á sér öll feigðarmerki. Radd- setningaraðferð lians, sem í því var fólgin, að l'létta við lagið röddum, sem aðeins voru hljómar, og gerðu stíl þenna fjörlausan, undirleikinn tilbreytingalítinn og svið hljóma og blæbrigða takmarkað, reyndizt, að örfá- um undantekningum, eiga illa við undirleikslaus kór- verk og standa langt að baki öðrum aðferðum. Þelta bælir við einni ástæðunni enn, til iðkunar a ca- pella-kórsöngs, vegna framúrskarandi þroskagildis iians. Meslur hluti þessara verka eru frá eldri tímum eða byggð á stil og tækni þeirra tíma. Þau eru engu tilbreytinga- minni en kórverk með hljómsveitarundirleik, þó öðru- vísi kunni að virðast. Iðkun a capella tónlistar, — þó ekki sé hún i öðru fólgin en að syngja með öðrum þesshátlar verk — opnar mönnum leið inn í sögu list- arinnar og veitir sérilagi þekkingu á þvi atriði hennar, sem minnstur gaumur hefir verið gefinn, en það er sambandið milli lundarfars manna á þeim ólíku tímum, sem ýmsar tegundir tónverka urðu fyrsl til á og þau fyrst flutt, og verkanna sjálfra, og livernig tjáning þessa lundernis fer fram í tónsmíðunum. Megin- þorra óratóría og flestar kantötur vorra tíma hefðu

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.