Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 18

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 18
96 Baldur Andrésson ið um heimildir. Tvísöngslögin eru höfð út aí' fyrir sig og sömuleiðis rímnalögin. Er ritaður vandaður inngang- ur að tvísöngslögunum og einnig að rímnalögunum. Eins og gefur að skilja, þá er liægt að henda á ýmsa galla á þessu stórvirki höfundarins, t. d. leikur vafi á því, livort sum lögin í bókinni séu íslenzk að uppruna o. fl. Þegar á það er iitið, að eftir miðja 19. öld og laust áður en séra Bjarni tók að safna íslenzkum þjóð- lögum, höfðu aðeins verið gefin út 16 íslenzk þjóðlög — og allir voru það útlendingar, sem það höfðu gert — þá getur hver maður gert sér ljóst, live mikill sá þjóð- lagaauður er, sem hann með hók sinni hefir varðveitt frá gleymsku og glölun, en i bókinni eru, eins og áður er tekið fram, um 500 þjóðlög, sem liann hefir skrifað niður eftir ýmsu fólki, og flest þeirra voru að falla í gleymsku og urðu að þoka fyrir erlendum lögum, sem þá voru að ryðja sér til rúms hér á landi og þjóðin gleypti við. — Ég lilfæri hér niðurlagsorð höfundarins í bókinni: „Og lýk ég hér við það starl', er verið liefir mér hið kærasta starf al' öllu því; eý ég liefi tekið mér f'yrir liéndur. Hamingjan gefi það, að þetta safn megi vera þjóð minni til ánægju, gagns og sóma.“ Ég þekki ekki séra Bjarna Þorsteinsson nema í sjón. Maðurinn er glæsilegur og gáfulegur og liygg ég að hver maður, sem hann lítur, geti séð, að þar fer maður, sem er vel á sig kominn bæði til sálar og líkama. Vin- ur lians einn, sem liefir þekkt hann allan þann tima, sem hann hefir verið prestur á Siglufirði, liefir lýst lionum þannig: „Það mætti ætla, að mér væri það lélt- ur leikur, að lýsa þessum manni. En svo er þó ekki, þótt kynning okkar sé orðin þelta löng og náin. Mað- urinn er sem sé allra manna dulaslur i skapi, og lians innsta eðli er flestum, nema hans allra nánustu, sem

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.