Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 6

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 6
84 II. IT.: Tónlist í tómstundum leitt að liugsa sér Ríkisútvarpið sem aðila i þessari menn- ingarviðleitni, samhliða tónflutningi þess. Enda hlýtur það nú þegar að eiga i fórum sínum vísir til slikrar útgáfu. Fræðsla sú, sem á þennan hátt fengist yrði áreiðanlega til þess að auka skilning og um leið lotning fyrir æðri tón- list og höfundum hennar. Eg gríp handhægt dæmi. Mundi það ekki alla tíð hafa aukið lotningarfulla samúð og um leið skilning á Jónasi Hallgrímssyni og verkum lians. að þjóð.in hefir vegna sérstaks kunnugleika tekið þált i æfi hans og lífskjörum. Með þessum linum vildi eg vekja sem flesta til umhugs- unar um mikilvægt vandamál. í sluttri grein verður engin tilraun gerð til þess að ræða slíkt stórmál til neinnar hlitar. Mér koma stundum í hug þessi orð enska skálds- ins Shakespeare: „Þeim manni, sem gersneyddur er allri lilfinningu fyrir tónlist er trúandi íil hinna verstu glæpa.“ Að lokum þetta. Þeir sem mest unna listum lcomast ósjaldan að þeirri niðurstöðu, að án listarinnar væri lífið ekki þess virði að lifa því. Enda er lífið og listin eitt og hið sama, þegar belur er að gáð. Við, sem eigum svo fagurt land, skiljum þetta. Eg tek fossinn sem dæmi. Flest okkar ágætustu skálda hafa kveðið um liann „með sínu lagi“. Matthíasi miklasl hann þegar hann hugsar um tár barnsins. í bundnu afli fossins sér Einar Benediktsson framtiðardrauma þjóðar- innar rætast. Eitt skáldið kemst þannig að orði: „Sit eg enn við fossins fætur, fossins míns, sem hlær og grætur. Eftir því sem lífið lætur.......“ Engum er gefið að útskýra til hlítar tónverk. Eg held að skilningur aukist, ef við hugsum um fossinn, sem við þekkjum, þegar við í tómsiundum okkar hlustum á stærri tónverk. Fossinn er ekki hversdagslegt fyrirbrigði. Bestu tónverlc meistaranna mega aldrei verða hversdagslegur hávaði. En umfram allt vinnum að þvi, að sem flestir geti af eigin rammleik helgað tónlistinni tómstundir sinar sjálfum sér og öðrum til blessunar. Helgi Hallgrímsson.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.