Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 26

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 26
104 Frcttir tav Schreck og Reimann. Páll Isólfsson lék nokkur lög á org- el. Aðsókh var góð og voru tón- leikarnir endurteknir 0. des. * Itíkisútvarpið hefir, eins og flestum mun kunnugt, tekið upp þá nýbreytni, að halda opinbera útvarpstónleika á þessum vetri. Aðgangseyrir að þessum tón- leikum er aðeins ein króna, og er þannig flestum gert kleift að sækja þá. Hinir fyrstu þessara tónleika fóru fram í Dómkirkjunni 22. nóvember. Gunnar Pálsson söng einsöng, Tríó Tónlistarskólans ‘(Árni Kristjánsson, Stepanek, Quiqerez) Iéku „tríó“ og Páll ísólfsson lék á orgel. Fyrri hluti tónleikjanna var helgaður fræg- um, erlendum tónskáldum, en síðari hlutinn islenskum lón- skáldum, og voru leikin og sung- in lög eftir Björgvin Guðmunds- son, Jón Leifs, Árna Thorsteins- son og Sigurð Þórðarson. Margir hafa það fyrir satt, að tónlist njóti sín hvergi nærri eins vel i útvarpi eins og í hljómlistarsal, og munu þeir liafa nokkuð til síns máls, er slíku halda fram. Erlendis stofna útvarpsstöðvar alstaðar til opinberra tónleika, og mæl- ast þeir hvarvetna vel fyrir og eru vel sóltir. Kýs fjöldi áheyr- enda að sækja þá, heldur en að hlusta á þá í gegnum útvarpið. Sennilegt er, að reynslan verði sú sama hér hjá oss. * „Sambandskórar og aðrir, sein ekki hafa ennþá .greitt Heimir, eru hérmeð alvarlcga áminntir um að gera skil hið allra fyrsta. Afgreiðslumaður. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.