Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 9

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 9
Söngmót og söngþing í Gautaborg o. fl. 87 verka annara þjóða — sérstaklega frœndþjóðanna, og í þriðja lagi, að kynna þjóð sína, séreinkenni hennar og menningu, ekki að eins i sönglistinni, heldur og í sem flestum öðrum greinum. Það dylst víst engum hver ávinningur það er í sönglegu lilliti, að lieyra góða kóra syngja. Er skemst á að minnast hversu mönnum fannst til um sænska kórinn sem hér kom i sumar. Eg hcfi heyrt marga kóra syngja „Ólaf Tryggva- son“ (Reissiger), en engan kór heyrt fara jafnvel með það lag, sem þenna kór. Slík mót eru tilvalin lil þess að slyrkja bræðraböndin milli hinna norrænu þjóða. Söngurinn bindur þau hönd, sem styrk reynasl þegar önnur hrcsta. Og með liverju öðru en söng (með ljóði) er betur hægt að lýsa tilfinningum sínum, athurðum úr lifi ])jóða og einstaklinga o. s. frv.? Áhrifin, sem menn verða fyrir iá slíkum mótum, eru skap- andi afl, lif og lífsskilyrði til þroska í listinni. Við vitum hvernig fer um vatn, sem hvorki renhur í né úr, — það fúlnar. f sambandi við framanritað vil eg vekja athygli allra sambandskóranna og sambandsstjórnarinnar á því, að inn- an skamms verðum við að bjóða frændþjóðum okkar að halda hér söngþing. Næsta söngþing verður í Raupmanna- höfn 1938, og er þá spurningin hvort söngþingið 1940 skuli haldið hér eða i Finnlandi. Ilvort heldur þingið verður liér 1940 eða 1942 (þau eru haldin á tveggja ára fresti), þá væri æskilegast að landsmót yrði haldið um leiðjafn- vel, og ekki síður, þó söngmót norrænna kóra, sem talað er um hér að framan, færi fram hér um leið. Með þetta fyrir augum, veitir sambandskórunum hér ekki af að nota timann vel til undirbúnings, t. d. á vænlanlegum fjórð- ungsmótum. Verði liér haldið landsmót, ef til vill mót norrænna kóra og söngþing, allt í senn, 1940 eða 1942, krefst þetta mikils undirbúnings af hálfu stjórnar S. f. K., og liann þarf að byrja slrax, því vel skal til slíks vanda. En sú spurning vaknar: Hvar fæst fé lil alls þessa? Það

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.