Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Qupperneq 8

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Qupperneq 8
2 Emil Thoroddsen ættarinnar. Forfeður Sigfúsar voru forsöngvarar mann fram af manni, en ekki mun faðir lians liafa iðkað söng- list, og yfirleitt engin sönglist höfð um hönd á lieimil- inu, frekar en títt var á íslandi í þá daga. Þó vildi svo til, að vinnumaður einn þar á heimilinu átti harmon- íumskrifli, sem hann víst sjálfur liefir kunnað lítið með að fara. Þetta harmoníum vinnumannsins átli eft- ir að hafa söguríkari afleiðingar, en nokkurn hefði órað fyrir. Það er varla í frásögur færandi, þó að fólk, sem svo að segja drekkur í sig tónlist með móður- mjólkinni, sem er ef lil vill lialdið til náms frá blautu harnsbeini, — þó að slíkir menn komist langt í iðk- un tónlistar. En liér voru engin slík skilyrði fyrir liendi, ekkert, sem ýtti undir drenginn til þess að gefa sig ein- mitt að þessari iðju, nema lians eigin óviðráðanlega tónlistarlmeigð — og ox-gelið vinnumannsins. „Það átti vist fyrir honum að liggja,“ mundi gamla fólkið liafa sagt. Sigfús komst yfir einu bækurnar, sem um var að ræða i þá daga fyrir þá, sem vildu slunda hljóðfæra- leik, sem sé söngfræði Jónasar Helgasonar og sönglaga- hefti sama höfundar. Með lijálp þessara bóka lærði Sigfús að leika á harmonium, en engrar tilsagnar naut hann frá öðrum, hvorki þá né síðar, fyr en svo á stú- dentsárunum. Svo segir Sigfús sjálfur frá, að sér hafi þótt það viðburður og fundist nýr heimur opnast fyrir sér, Jxegar hann á þessum árum kynntist harmoníum- heftum Stapf’s, sem noklcru siðar tóku að flytjast til landsins. Þessi hefti liöfðu inni að halda búta úr stærri verkum, sónötum, symfoníum o. s. frv., eftir ýms helztu klassisku tónskáldin, Bacli, Hándel, Mozaid, Beelhoven o. fl., o. fl. Viðkynningin við þessa meistara vai-ð lil þess, að Sigfús fór að semja lög sjálfur, en ekkert mun nú vera geymt af þessum fyrstu æskutilraunum. Árið 1892 kemur Sigfús Einarsson til Reykjavíkur og sest í 1. bekk latínuskólans. í höfuðstaðnum gáf- ust auðvitað fleiri tækifæri til þess að iðka tónlist, en

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.