Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 13

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 13
Sigftls Einarsson sextugur 7 mun þaö ekki síst honum að þakka, live allix- tónleik- ar hátíðarinnar fóru vel úr lientii, og að hægt var að koma upp fullkominni symfoni-hljómsveit, sem þó var að mestu skipuð íslenzkum mönnum. Nú siðasl hefir Sigfús stofnað söngfélagið „Heimir“, sem er hlandaður kór, og liefir þegar unnið sér heið- urssess í sönglífi Reykjavíkur. Eins og menn sjá á þessu stutta yfirliti yfir starfs- æfi Sigfúsar Einarssonar, hefir hann ekki legið á liði sinu við að ei'la tónlistaráhuga og tónlistarsmekk landa sinna —■ og er þó margt ótalið. Menn skyldu ætla, að þau margháttuðu störf, sem liánn hefir liaft með liönd- um, ekki aðeins i liinu opinbera tónlistarlífi, heldur einnig sem söngkennari þúsunda af unglingum og org- anleikari fyrir langsamlega stærsta söfnuð landsins, hefðu ekki gefið honum mikið tóm til þess að fást við tónsmíðar. Og það mun satt vera, að liann mun oft hafa haft minni tíma aflögum til slikra lítt arðhærra hluta, en hæði hann sjálfur og ýmsir aðrir hefðu talið æskilegt. Og þó eru þær tónsmíðar, sem eft'r hann liggja, meiri að vöxtum en eftir nokkurt annað íslenzkt tónskáld. Allmikill hluti af tónsmíðum hans er til á prenti, en nokkuð er enn í handriti og sumt ])rentað í heftum og sérútgáfum á víð og dreif. Þjóðlögin liafa alla tið verið Sigfúsi liugleikin, og enda þótt hann kynntist þeim seint, áttu þau undir eins mikinn þátt í að móta list hans, og í öllum tón- smíðum hans — ef til vill að fyrstu 4 einsöngslögun- um undanteknum — gætir þeirra sterku áhrifa, sem hann bæði sjálfráti og ósjálfrátt liefir orðið fyrir af þjóðlögunum. Það er ekki aðeins hið ytra form þjóð- laganna, sem hann tekur upp i tónsmíðar sinar, hann gerir t. d. enga tilraun til þess að eftirlikja slaufur og dillanda kvæðamahnanna eða að raddsetja með hreinum fimmundum, nei, j)að er andi þeirra, hljóð- fallið, oft þungt, en þó margbreytilegt, yfirbragðið ávallt

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.