Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Qupperneq 17
Hvernig á að œfa karlakórslag?
11
og standa saman í i'öslu sambandi. Milliraddirnar, annan
tenór og fyrsta bassa, á að æfa hvora fyrir sig fyrst, og
síðan fcr vel á að æfa fyrsta og annan bassa saraan, þannig
að siðai-nefnd rödd sé veikt sungin. Er að því nokkur
stuðningur. Annan tenór, sem er jafnan erfiðasta röddin,
er bezl að æl'a með báðum bassaröddunum veikt sungnum.
Þessi samæfing raddanna er lieppileg, ef söngstjórinn
gætir þess, að spila röddina, sem liann er að æfa, sterkara
en hinar raddirnar, svo auðvelt sé að greina hana úr.
Meðal annara orða. Á söngstjóranáinskeiðum hafa
menn haft orð á því við mig, að margir kórar eigi erfið-
ara með sönginn, þegar söngstjórinn aðeins slær aðal-
hljóðfallið i laginu, en „slær ekki inn“ raddirnar. Þetta
stafar af vanþekkingu á hrynjanda raddarinnar. Þess-
vegna á ávallt að æí'a rödd þannig, að aðalhljóðfallið sé
skýrt dregið fram um leið, 1, 2, 3, 4, o. s. frv. Og þess-
vegna á söngstjórinn að slá laklinn fyrir hverja rödd um
sig, svo söngmennirnir geli lært af taktslögunum að falla
inn í sönginn á réttum stöðum. Enginn kór getur sungið
hljóðfallsbundið, nema að söngmenn i öllum röddum
þekki aðalhrynjandann i laginu. Og þetta lærist seint, ef
söngstjórinn slær ekki aðalhljóðfallið. Það er einmitt
á því, sem mismunandi nótnagildi í röddunum er byggt.
Það væri æskilegt, að allir söngstjórar gætu skilið þetta.
En því miður lialda margir söngstjórar að allskonar pat
út í loftið og liandatilburðir við bvert atkvæði sé hin full-
konmasta söngstjórn. Þegar vel er gáð að, þá er þetta þó
ekki annað en veik tilraun til þess að sýnast frumlegur.
Betra væri að söngurinn vrði aðalatriðið og söngstjórinn
sjálfur aukaatriðið. Ég neita því ekki, að stundum verður
að gefa rödd bendingu um, að hún eigi að falla inn í, en
aðalhljóðfallið verður ávallt að koma skýrt fram í takt-
slættinum. Til þess nolar söngstjórinn hægri hendina, en
vinstri hendina nolar hann lil þess að ná fram styrkleika-
verkunum og blæbrigðum í söngnum, með bendingum,
svo lítið ber á.