Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Side 23
Islenzkt söngvasafn
17
fleiri bindum og gefið i skyn, að menn megi vænta
þriðja bindisins. En það er ókomið enn.
A þeim 20 árum, sem liðin eru frá þvi að Islenzkl
söngvasafn kom út liefir margt fallið til, sem mundi
prýða ekki einasla nýtt, heldur ný bindi af safninu, og
okkur væri full ])örf á að fá á einn stað. Skáldin yrkja
(°g þýða) lalsverl af sönghæfum textum. Og tónskáldin
semja lögin. íslenzk sönglagagerð hefir aukist mikið á
siðastliðnum 20 árum. En Sigvaldi S. Kaldalóns á ekk-
ert lag i íslenzku söngvasafni ennþá. Ekki heldur Karl
Runólfsson, ekki Eniil Thoroddsen. Og ekki Páll ís-
ólfsson. En þjóðin liefir tileinkað sér ýmislegt af verk-
um þessara manna. Svona mætti telja áfram. Björgvin
Guðmundsson hefir ort sin lög síðan Söngvasafnið var
gefið út. Sigurður Þórðarson sömuleiðis. Og eldri tón-
skáldin hafa gefið þjóðinni nýjar gjafir.
Iiér á landi starfa all-margir kórar, einkum karlakórar.
Þeir æfa góð og gild gömul lög, en leita jafnan einnig að
nýjum viðfangsefnum. Mörg af þeim lögum mundu í
liæfileguin raddsetningum sóma sér vel i Islenzku söngva-
safni, enda liafa ýms þeirra náð vinsældum og orðið
almenningseign. Við og við skýtur upp i skólunum nýj-
um sönglögum og textum, sem ná eyrum fólksins, reyn-
ast endingargóð, og eiga þvi að geymast í svona safni.
Danir hafa gefið út 5 eða 0 hindi af „Danmarks Melodi-
bog“, hvert um sig miklu stærra en Söngvasafnið. Og af
„Norges Melodier“ eru komin a. m. k. 4 hindi. Nágranna-
þjóðir okkar virðast skilja Iiver nauðsyn það cr að eiga
slík alþýðleg söfn. En eg vil segja að hjá okkur sé þörf-
in á því jafnvel meiri.
Hafi verið þörf á því fvrir 20 árum að halda áfram út-
gáfu Söngvasafnsins, þá er það ekki síður nú. Hér verða
ckki færð rök fyrir þeirri fullyrðingu umfram ])að, sem
þegar er sagt. Enda munu allir, sem um ])etta vilja hugsa,
sjá að þess gcrist ekki þörf.
Framh. á bls. 21.
L