Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Page 31
B. A.: Edward Grieg 25
E D W A R D G R I E G.
EFTIR BALDUR ANDRÉSSON.
Á síðustu öld komu fram í Noregi merkir menn á
sviði bókmennta og lista, sem gerðu garðinn frægan.
Stórskáldin Ibsen, Björnson, Lie, Kjelland og siðar Ham-
sun, drógu atbygli lxins menntaða bejms að Noregi
og norskri menningu. Og um leið kom Edward Grieg
fram og sannfærði heiminn um, að til væri sjálfstæð
norsk tónlist.
Áður bafði þýzk tónlist setið að völdum á Norður-
löndum. Um sjálfstæða og þjóðlega tónlist var ekki
að ræða fyrir norðan Þýzkaland. Danska tónskáldið
Gade hafði um miðja 19. öldina fundið norrœnan tón
í hörpu sinni og varð frægur fyrir. En rétt á efiir óm-
aði nýr tónn — lær og þróttmikill. Menn lögðu við
hlustirnar. Nýr heimur opnaðist. Norsku þjóðlífi var
lýst í tónum. Dimmblá fjöll og grænar lilíðar spegl-
uðust í lygnum vötnum og djúpuin fjörðum. En það
var nykur i vötnum, skrímsli í fjörðunum, tröll i í'jöll-
unum og huldufólk í hólum. Nýr tónn var fundinn.
Nýtt land var numið. Nýjum kapitula varð að bæta
við músiksöguna, sem hét „Norsk tónlist“ eða „Edward
Grieg“.
Ættin. Bernskuárin.
Edward Grieg er fæddur í Bergen 15. júní 1813. Hann
er af góðum ættum. Móðurættin er kennd við Ilagerup
biskup, niðja æfintýramannsins Kjeld Stub, sem uppi
var á 17. öld, og eru til margar sögur af æfintýrum
hans, gázka og gletni. Langafi Griegs í móðurættina
var biskup og afi hans var stiftamtmaður. Móðir hans,
Gesine Judith Iiagerup, giftist enska konsúlnum i Ber-
gen — Alexander Grieg, skozkum kaupmanni. Sumir
ættfræðingar vilja rekja föðurætt Griegs til skozka ad-