Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Page 38

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Page 38
32 Baldnr Andrésson svo aftarlega á pallinum, að þær sæust ekki. Og svo var sagl, að þetta gerði liann af persónulegri óvild. Svo var það öfund og illgirni annara listamanna, sem fannst Grieg skyggja á sig. Hann var eins og flestir listamenn, að þeir l>era karlmannleg'a óJjlið örlög, sjúk- dóma og annað mótlæti, en hversdagslegar smásmugleg- ar skapraunir fylla þá gremju og svipta þá gleði. Grieg var líka að eðlisfari mjög viðkvæmur. Plann var kom- inn að þvi að láta liugfallast. En mikill styrkur var honum í þessari baráttu vinátta manna eins og Joh. Svendsens og Halfdan Kjerulfs, sem háðir voru mikils- metin tónskáld, og skáldsins Björnsons. — A þessum tíma, er liann átti við andúð og misskilning að slriða í föðurlandi sínu, fékk liann óvænt viðurkenningu þess manns, sem mesl mark var lekið á um músikmálefni. Maðurinn var enginn annar en tónskáldið og píanókon- ungurinn Franz Liszt. Jafnvel mestu tónskáld samtíð- arinnar, eins og Richard Wagner, Chopin o. fl., litu í lotningu upp lil þessa manns. Hann hafði af tilviljun séð fiðlusónötu eftir Grieg og skildi strax, hve frum- leg hún var. Enginn vissi betur en hann, hve þungt hlutskipti þau tónskáld eiga, sem reyna að þræða nýj- ar brautir, og ávallt var hann boðinn og húinn til að hjálpa þeim. Hann skrifaði Grieg bréf sunnan úr Róma- borg (1868) og fer þar mjög lofsamlegum orðum um fiðlusónötuna, og hýður honum að heimsækja sig, ef hann verði á ferðinni. Þetta hréf varð til þess, að Grieg fékk styrk úr ríkissjóði til utanferðar, og um liaustið 1869 hélt hann suður á bóginn, lil þess að lntta þenn- an nýja vin sinn. Er liann var kominn til Rómaborgar leið nokkur tími áður en hann hitti Franz Liszt. En dag nokkurn frétti hann, að Liszt hefði spurt eftir honum. Hann tók með sér siðustu fiðlusónötuna, sorgarslaginn yfir Nordraak og eitt sönglagaliefti, og kvaðst hann ekki geta horið á móti þvi, að hann hefði liaft „dálitla magapinu" á

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.