Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Page 41

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Page 41
Edward Grieg 35 11 einsöngslög við kvæði eftir liann, og eru þekktust: „Prinsessan", „Jeg giver mit Digt lil Vaaren“ og ekki sísl „Dcl förste Möde“, eitthvert heilsteyptasta lagið eftir hann; þar fer saman vorið í náttúrunni og vorið í hjörlimmn. Ur „Arnljóti Gcllin“ er fvrsta kórverk Griegs: „Fyrir framan klausturhliðið“ (tileinkað Franz Liszt). Lagið er samið fyrir einsöng, kór og liljómsveil. Ivarlakórslagið „Landkjenning“ lýsir komu Ólafs Tryggvasonar til Noregs, eftir að hann hafði verið land- fiólta fram að þritugu með móður sinni. Hann lítur norsku fjöllin snæviþakin rísa úr sæ, og hyggur golt lil þcss að festa krossmarkið á norskri grundu. Eru mikil skáldleg tilþrif bæði i kvæðinu og laginu, og er hvorttveggja magnað vikingakrafti. Lagið er samið fyrir karlakór, barytonsóló og hljómsveit. Ennfremur hefir Grieg samið músikina við „Sigurð Jórsalafara“. Björnson komst allur á loft, þegar han heyrði músik- ina við kvæðið sitt: „Fvrir framan klausturhliðið“, og lofaði hann Grieg þá að semja fyrir hann óperutexta. Óperan átti að heita Ólafur Tryggvason. Brátt var text- inn að 1. þætti tilbúinn, og samdi Grieg músikina við hann. En svo kom ekki meira frá Björnson og har hann því við, að liann hefði tint þræðinum. Grieg styggðist i bili, en síðar urðu þeir góðir vinir aftur. Ibsen hafði einu sinni lofað Grieg óperutexta, en það fór á sömu lcið. Björnson var óviðjafnanlegl ofurmenni, maðurinn sjálfur var meiri og glæsilegri en nokkuð al' þvi, sem liann hefir skrifað, eins og Ihsen komst að orði um hann, að hálfu skáld og að hálfu konungur, og mestur listamaður og skörungur í ræðustól, sem Norðurlönd hafa heyrl. Hann lét sig allt varða, sem gerðist með þjóð hans, og hann lét sig einnig skipta málefni ann- ara þjóða, þegar lians máttuga lijarta knúði liann til þess. Þannig lét hann til sín taka í Dreyfus-inálinu, hinu alkunna hneykslismáli i Frakklandi. Grieg var þá gestur Björnsons. Reginmælska hans sannfærði hann

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.