Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Page 42
36
B. A.: Edward Grieij
um sakleysi Dreyfusar, svo lionum svall móður og fór
liann að rita um málið í erlend blöð, og var þungorð-
ur i garð Frakka. Hann hafnaði tilboði um að halda
hljómleika í París með þeim ummæluiii, að hann vildi
fyrst sjá, hvernig Dreyfusmálinu lyktaði. Rigndi nú
skammarbréfunum yfir Grieg frá Frakklandi, og liafði
hann mikla raun af því. Mörgum árum seinna (1903),
þegar sakleysi Dreyfusar hafði sannast i málinu, þáði
Grieg boð um að halda hljómleika í París. Hann hélt
að allt væri nú gleymt og grafið. En það var nú öðru
nær. Húsið var troðfullt, um 4000 álieyrendur, og fjöldi
manns stóð fyrir utan og komst ekki inn. Grieg var
tekið með dynjandi lófaklappi, en þá tóku óvinir lians
til óspilltra málanna. Þeir píptu, stöppuðu í gólfið, og
hrópuðu: „Biðjið afsökunar. Þér liafið móðgað Fralck-
land!“ Grieg lagði taktstokkinn frá sér og beið róleg-
ur. Sumir hrópuðu: „Út með liann!“ En aðrir hróp-
uðu, eftir liljóðfallinu í einu Griegslaginu: „Ekki enn-
þá!“, og enn aðrir lirópuðu: „Út með óróaseggina!“
Voru síðan verstu óróaseggirnir látnir út. Tók Grieg
þá taktstokkinn, en þá hyrjuðu ólætin aftur. En sem
betur fór, hyrjaði fyrsta lagið mjög sterkt, svo það
vfirgnæfði liávaðann, og lauk hljómleikunum með full-
komnum sigri Griegs. Hann var margkallaður fram
og ællaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Einhver
maður í salnum stóð upp og lirópaði: „Við fögnum
bara snillingnum — tónskáldinu mikla!“ — Þegar Grieg
kom út úr húsinu, var þrísett röð af lögregluþjónum
honum til verndar. „Mér var innanbrjósts eins ög eg
væri nokkurskonar Cromwell,“ komst hann að orði
um þetta.
Niðurl. í næsta bl.
Baldur Andrésson.